Alþýðublaðið - 24.07.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.07.1963, Blaðsíða 2
e»Mjerar: G<Jli J. Asipörssor (éb? os Benedlkt Grönöal.—AOstoOarrltstJón •ijeravlti Guömui.clsspD Fráttastjórl: Sigvaldl Hjálmarsson. - Blnutr HtOO 14 iOl - 14 003. Auglýsingasíml: 14 906 — Aösetur: Alþýöuhúslö Pren amlíja AlWöublaös. ns, Hverfisgötu 8-10 — Askrlftargjald kr. 65.00 4 aumuflk 1 laLsaaulu kr. 4 00 eint. Otgefandi- Albýöuflokkurtn* Lítil breyting j FYRIR NOKKRUM ÁRUM kom út á íslenzku gömul bók um för Friðriks áttunda og danskra ríkis þingsmanna til Færeyja og Íslands 1907. Þessi fróð lega frásögn sýnir meðal annars, að íslendingar voru um aldamót engir eftirbátar í stássi og veizlu höldum, frekar en þeir eru í dag. Þegar höfundar hinnar konunglegu ferðasögu : lýsa komu sinni til Reykjavíkur, farast þeim svo orð: „Frá höfninni er Reykjavík væn á að líta, í fögru umhverfi, skemmtilega marglit og mishæð- ■ótt. Þegar inn í bæinn er komið, ljókkar hann held- ur betur. Húsin erú lítil og lágreist. Að vísu sjást á víð og dreif snyrtileg timburhús, en bárujáfns- kumbaldárnir, sem mjög ber á, þóttu oss h rein- asta andstyggð. Götur eru langar og beinar, lenda ( hornrétt hver á aðra, samkvæmt amerískri fyrir- : mynd, en hvorki steinlagðar né malbikaðar. Vor og j haust myndast mikil forarleðja á götunum, en á : sumrin þyrlast ryk framan í vegfarendur, þegar til ; efni gefst. Sjaldan heyrist vagnskrölt á strætum, en . það bætir upp hressandi hófadynur lítilla hesta“. Þessi lýsing Reykjavíkur 1907 er að einu leyti afhyglisverð: Hún gæti að mestu eins vel átt við Reykjavík í dag, 1963! Vagnskröltið er að vísu komið. Það eru einstaka snotur steinhús 1 gamla bænum, annars allt fullt af litlum og lágreistum húsum, bárujárnskumböldum og kofarusli. Og um nálega öll nýrri hverfin gildir enn lýsingin á forar leðju og ryki. íhaldsstjórn AF HVERJU getur lýsing á Reykjavík frá 1907 í aðalatrioum eins átt við 1963? Af hverju hef ur gamli bærinn ekki verið byggður upp? Af hverju er gatnagerðin langt á eftir tímanum? Svarið við þessum spurningum er á þá lund, að íhalds- og sérhagsmunasjónarmið hafa verið of rík í stjórn bæjarins. Einkalóðir gamla bæjarins í Reykjavík hafa fengið að hækka ár frá ári og gera eigendur að milljónamæringum, án þess að þeir hreyfðu fingur. Ef tekið hefði verið fyrir þetta í tíma og lóðaverðið haft skaplegt, væri löngu búið að byggja miðbæinn upp á glæsilegan hátt. Á sama hátt er augljóst, að fasteignir bæjarins verða að bera meginþunga gatnagerðar. En í ára- tugi hefur ekki verið lagt á gjald til þess að tryggja mannsæmandi gatnagerð, fyrr en nú allra síðustu ár. Þama hefur komið fram hlífð við eignamenn þjóðfélagsins, sem þó kemur þeim í koll eins og öðr um bæjarbúum. HANNESÁ ÞEGAK EG OK nýlega meðfram Þingvallavatni, þótti mér mikif um bót hafa á orðið. Vegurinn hefur verið rykbundinn, en þarna hefur verið moldar'kaf í stiírmum ogr þurrviðri svo lengi, sem ég man eftir og ekki verið líft í skóginum meðfram veginum, a.m.k. þegar vindur hefur staðið af vatninu. Það brá við þegar við komum á Mosfellsheiðarveginn, stormur var allmikiir og þar var allt í kafi. MIKIL UMBÓT hefur orðið í vegamálum okkar á þessu sumri, rykmökikui-inn hefur hopað, en ekki nógu víða. Við getum vitan- lega ekki ætlazt til að þessi nýjung í umferðamálunum, nái um allt land á einu sumri, en munum hins vegar fagna hverjum spotta, sem rykbundinn er. Þetta er vitanlega dýrt og krefst mikillar vinnu, og svb lengi erum við búin að búa við vandræðin á vegunum, að við getum þolað það, þó að nokkuð dragist að rykbinda allar leiðir. BIFREIÐUM FER sífellt fjiiig- andi og nauðsyn að sinna vega- málunum enn meir. Fyrir síðustu kosningar hafði ég veður af þvi, að nýtt frumvarp væri á leiðinni um hækkun benzíns og einhver aukin útgjöld fyrir bifreiðaeigend- ur og átti að vera bundið í lög- unum að hver eyrir færi til auk innar og bættrar vegagerðar. Sagt var, að með þessu móti yrði hægt að verja 125 milljónum kr. til við- bótar við það sem nú er varið til þessara mála. ÉG VAR ÁNÆGÐUR með þetta — og þó er þetta skattur á alla bifreiðaeigendur, en því aðeins V- Umbót í vegamálum á þessu sumri. ic Rykbindingin gefst vel, en er enn ekki kominn víða. ir 125 milljónum meira til vegabóta. ic Raugamölin er mikið skaðræSi. var ég ánægður með hugmyndina, að staðið væri við það að verja öllu fénu til bættra vega, því að vegirnir, eins og þeir hafa verið, hafa stórskemmt farartækin og það er dýrt að kaupa varahluti og gera við þau. En því miður varð ekkert úr þessari fyrirætlun. MIG GRUNAR að um einhvers konar kosningahræðslu hafi verið að ræða. Þetta var illa farið, en mörg góð mál drukkna í kosninga- briminu. Vonandi verður frumvarp ! ið lagt fram á næsta Alþingi og I gert að lögum. Ef svo verður, þá getum við átt von á því, að enn verði miklar framfarir í þessum nauðsyniamálum þegar á næsta sumri. En til þess að svo geti orðið þarf frumvarpið að vcrða að lögum fyrir áramót. OG FYRST ÉG er farinn að tala um rykbindinguna, nýjustu umbót ina í vegamálunum, er rétt ið ég beri fram kröftug mótmæli gegn helvískri rauðamölinni, sem borg- aryfirvöldin eru nú að dreifa um borgina. Þau láta setja hana á ieik velli, einn er svona útleikinn fyrir utan gluggann minn. Rauðamölin drepur tré og allan gróður í nær- liggjandi görðum, rauðamölin sáldr ast inn í íbúðirnar og er þar hinn mesti vágestur, það má ekki opna glugga hennar vegna og loks berst rauðamölin inn í íbúðimar á fót um barna og fullorðinna og skemm ir dúka og teppi. Rauðamölin er óhæf. Hins vegar eru baroaleik- vellirnir ekki malbikaðir eins eg gert er víðast hvar erlendis, a.m.k. þar sem ég þekki til. Rauðamölia er alveg óhæf. 100 millj. kr. sjóður Póstkassar Framhald af 16. síðu. kassi miklu ódýrari, en þeir er- íendu, kotar aðeins 290 kr. Hefur Nýja blikksmiðjan þegar framleitt á annað hundrað póstkassa. Á tímabilinu frá 1. janúar til 1. júlí sl. voru settir upp í Reykjavík um 2000 póstkassar. Póstkassarnir eru settir á neðstu hæð húsanna og sparar það póstmönnum margt sporið. Það liggur í augum uppi, að með tiltoomu póstkassanna verða miklu minni möguleikar á því að bréf til íbúa borgarinnar misfarist í póstinum og glatist. Að lokum birtist hér lagagre'n- in, sem þessar umbætur póstþjón ustunnar í Reykjavík byggjast á: „I Reykjavík og annars staðar á landinu, þar sem daglegur bréfa útburður fer fram og slíkt þykir lienta, getur póstmeistari með sam þykki póst- og símamálastjórnar, eftir nánari ákvæðum í reglugerð sem póst- og símamálaráðherra se'jj gert1 hú,:seignndum skyý að setja upp bréfakassa í eða v'o hús sín, á þeim stað, sem póst- meistari samþykkir, undir þann póst, sem í húsið á að fara. Skai gerð kassanna háð samþykki póst meistara og er húseigendum skylt að halda þeim við. Nú lætur húseigandi undir höf uð leggjast að sinna fyrirmælum póstmeistara og varðar það sektum samkvæmt 22. gr. og heimilast þá póstmeistara, ef svo ber undir, að útvega, setja upp og halda Við bréfakössum á kostnað -húseig- anda. Kostnað þennan má krefja með lögtaki." Framh. af 1. síðu g-reiða gamlar skuldir ríkisins við Seðlabankann. Verða þá 21 millj- ón eftir, færðar milli ára. JÖFNUNARSJÓÐUR LÍFGAÐUR VEÐ Það er óvenjulegt við þessa ráð- stöfun á tekjuafgangi ríkisins, að þrjátíu ára gömul lög eru vakin upp og 100 milljónir lagðar í Jöfnunarsjóð, sem aldrei hefur vdrið nema lagabókstafur — þótt lögin séu enn í gildi. Er þetta gert sökum þess, að ríkisstjórnin telur varhugavert fyrir efnahag þjóðarbúsins að leggja 100 millj- ónir til viðbótar í framkvæmdir, eins og ástandið er í landinu í dag. Hins vegar er talið skynsam- Iegt að geyma nokkuð fé til erfið- ari tíma, sem vissulega geta alltaf komið. Jón Baldvinsson og aðrir AI- þýðuflokksmenn vöktu fyrst máls á stofnun slíks sjóðs um 1930. Fluttu þeir á alþingi frumvörp um Jöfnunarsjóð ríkisins þrjú ár í röð. í þessu frumvarpi var fytir- skipað að leggja skyldi vissan hluta af umframtekjum ríkisins í sjóðinn og nota hann eingöngu til atvinnuaukningar, þegar illa ár- aði. Hins vegar komu sjálfstæðis- menn og framsóknarmenn sér saman um að láta Jöfnunarsjóð einnig greiða greiðslulialla ríkis- ins og jafnvel lækka skuldir þess Þannig var málið afgreitt 1932. Jón Baldvinsson sagði um þessa hugmynd sína: „Á þennan hátt, sem hér er lagt til, verður þetta til öryggis fyrir atvinnuvegina í landinu og ríkissjóðinn líka á erf- iðum tímum. Ef slíkur sjóður er til, sparar liann lántökur til at- vinnubóta á slíkum tímum. Sé ég eigi, að hann geti orðið þjóðinnl til meira gagns á annan hátt”. I í fyrstu grein laganna um Jöfn- unarsjóð segir, að fari tekjur rík- issjóðs á rekstrarreikningi fram úr lögboðnum og óhjákvæmileg- um greiðslum sem nemur 4 millj- ónum, skuli leggja það, sem um- fram er, í sjóðinn Sjóðinn skal ávaxta í banka og má ekki vcita úr honum lán. Sjóðnum má verja til að jafna greiðsluhalla hjá ríkissjóði við til- greindar aðstæður. Elnnig má verja úr sjóðnum til ólögbundinna framkvæmda ríkisins, ef tekjur ríkissjóðs hrökkva ekki til að framkvæmdir nem> meðaltali síð- ustu 5 ára. Ef meira fé er í sjóðn- um en þarf til þessara tveggja atriða er f jármálaráðherra skylt að verja því til aukaafborgana af skuldum ríkisins. Framhald af xb'. síðu. 15. október n.k. og fellur þá úr, gildi án uppsagnar. Trésmiðir á fundum: í gærkvöldi voru haldnir fund ir í Trésmiðafélagi Reykjavíkur og Meistarafélagi húsasmiða til þess að ræða og taka afstöðu til samninga um kaup og kjör húsa smiða, sem undirritaðir voru með fyrirvara í vikunni sem leið. Blað ið mun skýra frá samningunum í einstökum atriðum í fyrramálið. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 vS^h^B3örNSSOn & co. p.a Simi 24204 BOX 1384 • REYKlAVfK g 24. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.