Alþýðublaðið - 24.07.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.07.1963, Blaðsíða 9
■■«■■■■■■■■■■»■■■ ■■■■■■■i ................... ■uuuuuiaiiuuiMuJ «■■»•■■■■■■■■■■■■■!■■! gróðureyðingu og uppblástur, en það hefur samt ekki dugað til og mun reyndar ekki duga til fyrr en betur hafa verið sam- ræmdir þeir kraftar og stofnanir, sem vinna að þessum málum. Að mínu áliti er mjög brýn þörf á nýjum lögum um starf- semi þeirra stofnana, sem vinna að gróður- og landvernd, og ekki síður nýjum lögum um meðferö og nýtingu beitilanda okkar. Á þessu má ekki verða löng bið. Það verður sem sagt að koma í veg fyrir það með öllum ráð- um að gróðuriiyi eyðist, og það er aðeins unnt að gera með því að nýta gróðurinn samkvæmt beitarþoli hans. Og eins og áður er sagt, við erum ófróðir um það, hve mikla beit afréttalönd ís- lands þola og það er einmitt það, sem við erum að reyna að komast að raun um. Hálendið hefur fyrst verið tekið fyrir í þessum rann- sóknum, þar sem meginhluti fjárstofns íslendinga beitir það að sumarlagi, og þar er gróður- eyðingin örust. Síðar verður lág- lendisgróðurinn tekinn fyrir á sama hátt. Búið er að kortleggja á þennan hátt um Vs hluta landsins. Þeir afréttir, sem lokið hefur verið við eru: Afréttir Grímsnesinga, Biskupstungna, Hrunamanna, Landmanna, Holtamanna og Skaftártungu. Og í sumar verð- ur lokið við að kortleggja þá af- rétti sunnanlands, sem eftir eru. Vinnur deildin ekki við fleira en kortlagningu afrétta? Síðan 1956 hafa verið gerðar tilraunir á fjöldamörgum stöð um bæði á hálendi og láglendi með að bæta þann gróður, sem fyrir er, bæði í þeim tilgangi að auka nýtanlegan gróður til beit- ar og eins til þess að gera gróð urinn hæfari til þess að standast þau öfl, sem vinna að gróður- og landeyðingu. í sumar höfum við t. d. slíkar tilraunir á 15 stöðum á hálendi og láglendi, allt frá Landbroti í Vestur-Skaftafells- sýslu til Kelduhverfis í Norður- Þingeyjarsýslu. Tilraunir þess- ar hafa gefið af sér margar og gagnlegar niðurstöður, sem birtar hafa verið jafnóðum og þær hafa horizt. Við uppgræðslu beitilanda þarf að sjálfsögðu að styðjast við niðurstöður og þá reynslu, sem aflað hefur verið með þessum tilraunum og á ann an hátt. Raunverulega finnst mér skorta mikið á að svo sé gert, en það er eins á þessum sviðum og öðrum í landbúnaði, tilraunaniðurstöður, sem að gagni mega koma, virðast ekki eins vel nýttar í „praksis“ og vera ætti. Og þetta er m. a. .vegna þess, að upplýsingaþjón- usta landbúnaðarins er ekki nógu góð. Ólafur Gíslason, stúdent úr Reykjavík er einn hinna ham- ingjusömu mann^, sem teiknar gróðurkort í óbyggðunum. Hér á eftir fylgir lýsing hans á starf- inu: Lagt er af stað úr bænum í nokkrum bifreiðum að morgni til. Þegar keyrt er framhjá síð- asta bænum í byggð léttir öllum stórlega. Það er eins og maður gangi frjáls og óbundinn á nátt- úrunnar vald. Steindór Stein- dórsson menntaskólakennari læt ur brandara fjúka alla leiðina. Þegar komið er á svæðið, sem taka á fyrir í hvert skipti, kom- um við okkur fyrir í sæluhús- um eða tjöldum. Þau eru flutt til á nokkurra daga fresti. Alllr fá sér einhvern matarbita, og svo Frh. á 14. öíðu. tla&r /O'7 Suðureyri í Súgandafirði. — Höfnin, kirkja, barnaskólinn og: sjúkraskýlið. ínm gert hefur verið gróðurkort að sumrinu 1963 meðtöldu. Kort- kum ramma og er hvítt á lit. Svarta svæðið sýnir það, sem kortleggja Það er bratt að l'íta af Botns- heiði yfir Súgandafjörð og skammt milR f jalla. Hann minn ir kannski flestum fjörðum fremur hérlendis á firði Nor- egs, djúpa og mjóa. Dýpið skortir að vísu, en það veit ekki sá, sem á fjalli stendur' og horfir yfir hann. Um dalinn til sjávar er farið. um brattleiði, og ætla mætti að vegamálastjórnin tel'di Súg- firðinga óalandi og óferjandi, ef dæma skal eftir því.hvert viðhald vegurinn hlýtur á, þessu sumri. Suðureyri í Súgandafirði ISggUr um það bil 10 kíló- metra veg út með firðinum, sunnanmegin, svo sem nafnið bendir til. Gegnt Suðureyri, norðan fjarðar, er önnur eyri undir bröttu fjall'i, Norðureyri, þar stendur samnefnt býli, einmana legt án vegasambands við um- heiminn. Það er vinalegt að koma að þorpinu og mikið ber á ný- byggingum, er að er komið. Suðureyri í Súgandafuði mun hafa verið eitt af fáuin þorpum á Vestfjörðum, þar sem um f jölgun var að ræða á kjörskrá í liðnum kosningum, frá því er kjörskrá var síðast samin, enda útvegur mikill og aðstaffa fer ört batnandi. Ég hitti oddvita Suðureyr- inga að r.iáli, Hermann Guð- mundsson, sem jafnframt ann- ast póst og síma á staðnum og gegnir ýmsum fleiri störfum. Þær uppl'ýsingar, sem hér fara á eftir um staðinn, eru að mestu frá lionum fengnar. ■ íbúatala hreppsins hefur aukizt allmikið að undan- förnu eða nálægt 20% á síð- ustu fimm árum og mun sú fjölgun mestöll £ þorpinu. Alls munu íbúar hreppsins nú vera um 470. Á Suðureyri hefur verið unn- ið mikið að ’ opinberuin fram- ki'æmdum síðustu ár og er hafnargerðin þeirra fram- kvæmda mikilvægust. Frá árinu 1960 hafa runnið um það bil' átta milljónir til þeirra framkvæmda, en enn mun skorta fimm til sex millj- ónir til þess að fullgert sé. í því ástandi, sem bátahöfn- in er í í dag, liggur hún undir skemmdum, og kvað oddviti það mjög aðkallandi að lán fengist tií frekari fram- kvæmda. Hann kvaðst um leið vilja leggja áherzlu á það, að stefnan í lánveitingum til slíkra framkvæmda af hálfu hins opinbera yrði að vera sú að unnt væri að ljúka verki á hverjum stað til fullnustu, þar eð hætta væri á því, að verk'ð yrði öllum aðilnm miklu dýrara ella en vera þyrfti. Á síðustu árum hefur ver <> byggt sjúkraskýli og læknisbv ’ staður í þorpinu, og í nokkur ár hefur læknir starfað þar til' mik illa hagsbóta fyrir hreppsbúa. Nú er sá læknir á förum og vandséð, hvort nokkur fæst í stað lians, svo mu nog vera á- statt á fleiri stöðum á Vest- fjörðum. Er þar vissulega mál- efni á ferðum, sem hið opinbera verður að ráða bót á með til- tækum aðgerðum. Ýmsar fleiri framkvæmdir hafa verið á döfinni á Suður- eyri, svo sem endurnýjun vatnsveitukerfisins og framund- an er að byggja nýjar þrær og dælustöð í sambandi við þær. Nokkuð hefur verið um íbúð- arhúsabyggingar á eyrinni og mikil'l hugur er í mönnum til nýbygginga á næstunni. Á vetrarvertíð síðastliðinni réru sex til sjö bátar frá Suð- ureyri, fjórir þeirra eru á síld- veiðum fyrir Norðurlandi í sum ar. Framtíðarverkefni Suffureyr- arhrepps taldi oddviti það meö- al annars að láta fara fram rannsókn á heitu jarffvatni til heimilisnotkunar í firðinum, en vitað er að það er til staffar um það bil' fjórum kílómetrum innan við þorpið. Magn þess er enn ekki vitað, en allar rann- sóknir fjárfrekar. Enn er þess að geta að Súg- firðingar hafa beðið l'engi eftir flugvelli. í Staffardal við Súgandafjörð eru víðáttumikl- ir móar, sem virðast í fljótu bragði hið ágætasta flugvaílar- stæði. Reynt hefur verið nokkr- um sinnuin að fá framkvæmda athugun á flugvallargerð á staðnum, en enn hefur af engu orðið. Telja Súgfirðingar það mjög til vanza og bíffa óþolin- móðir aðgerða, því þeir eru nú þegar mjög afskiptir meff sam- göngur. Virffist Iítil ástæffa til slíks, svo mikill hugur er í Súgfirðingum til framkvæmda og margt virffist benda til þess, að hér sé um vaxandi þorp að ræffa. — H.E. :[:|j sEEÍf ::::: ■ ■■■■ ■ ■■■■ ■ ■■■« ■ ■■■■ ::::: jjif! iili! ■■■■ IB ■ B ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■• !«■■■■■■■■■■■■■■■■■ <■■■■■■■■■■■■■■«■■■ !■■■■■•■■■■■■■■■■■■ I •■■■■B■■■■■■■■■■■■■«•«■■ !■■■■■■■■■■■■ ■•^■•••■■■■■■■■■■I ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. júlí 1963 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.