Alþýðublaðið - 24.07.1963, Side 8

Alþýðublaðið - 24.07.1963, Side 8
g 24. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ H V A Ð er skemmtilegra á sumrin en að vera úti í guðs grænni náttúru og njóta feg- urðarinnar og friðarins sem hún hefur upp á að bjóða. Marg- ir menn nota öll ráð til þess að geta dvalið á slíkum stöðum í frítíma sínum. í íslandi hafa nokkrir menn þá atvinnu að ganga um óbyggðirnar. Hér á eftir fylgir greinagerð um starf- ið, í hverju það er fólgið og upp- runa þess. Gróður þessi mundi binda sandinn. Holt og hæðir yrðu þakin gróðri að nýju. Landslagið fengi sína upp- runanlegu mynd og lýsa mætti því með orðum forfeðra vorra: „Það er skógi vaxið milli fjalis og fjöru“. Þetta er ljósmynd af Landmanna og Hoitamannaafrétt. Hver kortteikningarmaður fær slíka mynd og gagnsær pappír festur ofan á hann, sem teiknað er á helzta gróðursvæðinu. Helztu gróðurtegundirnar hafa sérstök merki, sem notuð eru á kortinu. Reíknað er út hversu margir hektarar af gróðri séu í hverjum afrétt og prósentatala þess. „Tilraunir með ræktun öræfa íslands gefur góðar vonir um að klæða megi þau gróðri. Á þessu stigi er samt óskynsamlegt að rækta þau. Skynsamlegra er fyrir bændur að rækta þá staði upp, þar sem meira má fá fyrir „áburðarpokann,“ ef það er gert í þeim tilgangi að auka gróður- inn til beitar. Öðru máli gegnir um þá staði, þar sem uppblástur- inn er allt að eyðileggja. Þar má ekki líta á kostnaðar- og hagsýn- ishliðina”. Ofangreind orð mælti Ingvi Þorsteinsson, magister, sem stendur fyrir þeim rannsóknum á hagnýtingu og meðferð gróð- urs, sem nú er unnið að á afrétt- um íslands á vegum Atvinnu- deildar háskólans. Þótt ótrúlegt megi virðast hóf- ust rannsóknir á þessu sviði ekki fyrr en árið 1955 og enn á þvi herrans ári 1963 eru flestir af- réttir landsins nýttir af nær al- geru handahófi. Starf þetta hefur þróazt úr einni smáferð, sem farin var upp í óbyggðir á rigningarsumrinu 1955. Nú vinna 5—6 manns að þessum verkefnum á hálendi ís- lands nær allt sumarið. Þeir sem stuðluðu mest að því, að þessi verkefni voru tekin til meðferð- ar voru dr. Björn Jóhannesson, fyrrverandi forstöðumaður jarð- vegsdeildar og núverandi starfs- maður hjá Sameinuðu þjóðun- um, og Ingvi Þorsteinsson, sem var undirmaður Björns. Fram að 1960 voru rannsóknirnar unnar í hjáverkum með jarðvegsrann- sóknum, en síðan hafa þær verið sjálfstætt verksvið við Átvinnu- deildina. Síðastliðin 3 ár hefur verið mikill skriður á þessu starfi og má búast við að lokið verði við að kortleggja gróður allra afrétta landsins kringum árið 1970. Hin gróðurfræðilega undir- staða þessara hagnýtu rannsókna eru verk Steindórs Steindórsson- ar grasafræðings, sem hefur ferð- azt um landið í nærfelt í 30 ár og rannsakað gróður hálendisins betur og itarlegar en nokkur ann ar fyrr eða síðar. Með þessum rannsóknum er ætlunin að komast að raun um í fyrsta lagi, hvert sé beitarþol afréttarlanda okkar, í öðru lagi hvar uppblástur og landeyðing á sér stað, í þriðja lagi hvar sé helzt að finna og hve mikið gróið og ógróið land, sem rækta má upp að nýju. Nú geta menn vélt því fyrir sér hvort þessar rannsóknir séu mjög aðkallandi. Er nauðsynlegt að eyða starfskrafti og fé í slíkar rannsóknir? Er nokkur hætta á því að öræfin bíði tjón af núver- andi nýtingu þeirra? Hafa skepn urnar ekki nóg að borða? Þróunin í heiminufn gengur í þá átt að hjarðmennskan er að hverfa, ræktunarmenningin tek- ur við, og áætlunarbúskapur kem ur í stað handahófs. Þessi þróun hefur líka átt sér stað hjá okkur, en þó er handahófið enn ríkjandi í nýtingu beitilanda okkar og það er augljóst, að þannig verð- ur það þangað til að búið er að finna hin nýtanlegu afköst beiíi- landanna, þ. e. a. s. beitarþol þeirra. í þeim löndum, sem beit armenning er á hæsta stigi, t. d. í Bandaríkjunum, er tæplega nokkur hektari beittur án þess að beitarþol hans hafi verið fyr- irfram reiknað út. Nýtingin verð- ur að vera í samræmi við beitar- þol gróðursins, því að ofnýting gróðurs leiðir af sér eyðingu hans. Og í kjölfar gróðureyðing- ar á uppblástur sér oft stað. Þá minnka afurðir bænda samfara ofnýtingu landsins, þar sem hún leiðir til minnkandi uppblásturs ár frá ári. Ýmsar menningarþjóðir hafa liðið imdir lok vegna þess, að þær skildu ekki samhengið milli -menningar og gróðurs. Svo illa erum við að vísu ekki ó vegi staddir, en við verðum að hafa hugfast, að enn þann dag í dag minnka gróðurlendi íslands miklu hraðar en við græðum þau upp. það hefur að vísu verið unnið dyggilega og oft með á- gætum órangri að því að stöðva I 5 L A N D Kortið sýnir olckur á hvaða svæi lagöa svæðið er afmarkað' meö dök á af miöhálendinu. ■nmiHinHMUHimimHiuiMmi mm wmmmm»•»■■■■■■■■■■■■■■■»i «•>••«■■■■■■■■••■■*<’■*■■■■■•’■■ ■■■■■■■■>! ■■■■■■■■■■■■■■•■•■■■!■■■ —*----man***aaaaai------ i •■•a■«■•■••■ > !■■■■■■■■■■■■■! ■uuiiiiimi-------------, !■■■•■■■■■•■■■•■■■■■■«■■■ I !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*•! --->•■ ■■■■■■»■■■••«■•■•■■ •,■■■■■■*■■■- !••■■■•■ ■■•■■1’■■•*■••»■■■■■ »• ■■ - ----- >■■■• ••■•■•■»»■■■•■•■■•■'■ ■■■■■« --->■■■■•.< •■■■■■•■•■■■•■ ■■■■■!■ • ••••■■I ■ ■■■■■■________________________________ ---■■■■■■■■»•■■•■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■•■■•! ■■■■■■•■•■■■•■■•■■■■■•*■■•■■••■■■■■■■■■■•I

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.