Alþýðublaðið - 30.07.1963, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 30.07.1963, Qupperneq 3
20 bjargað lifandi koplje í gærdag SKOPLJE 29.7 (NTB-Reuter). Björgrunarsveitir grófu í dag upp lifandi menn úr rústunum eftir jarðskjálftann mikla í Skoplje sl. föstudag, sem talið er, að hafi valdið dauða 800 manna, en kann að hafa kostað 1500 mans lífið. 13 af þessum 20, sem bjargað var í dag fundust næstum ósæ'rðir í jarngöngum í hinni eyðii'ögðu járnbrautarstöð, þar sem talið “r líklegt, að enn séu hundruð manna innilokuð. 14 FÉLÖG EIGA ENN ÓSAMIÐ ENN eru 14 verkalýðsfálög í Reykjavík, sem ekki hafa samið um kaup og kjör við atvinnurek- endur, önnur eru búin að senda þeim kröfur sínar en viðræður ekki hafnar og enn eru fél'ög, sem eiga eftir að senda kröfur sínar. Það eru félög bifvélavirkja og kjötiðnaðarmanna, sem nú eiga í samningaviðræðum við atvinnu- rekendur þessa dagana. Félag framleiðslumanna, prent- myndasmiða og sveinafélag neta- gerðarmanna hafa sent atvinnurek endum kröfur sínar, en samninga- viðræður eru ekki hainar miUi þessara aðila. Hljómlistarmenn, matreisðlu- menn, sýningamenn í kvikmynda- húsum, klæðskeírar, iflugfreyjur, flugvirkjar, matsveinar, Starfs- stúlknafélagið Sókn og farmenn eiga einnig ósamið við atvinnurek cndur sína. | 8 franskir sérfræðingar, sem fyrir þrem árum tóku þátt í björg- | unarstarfinu í Agadir björgunarstarfinu eftir jarðskjálft ann mikli í Agadir, fóru í dag um Skoplje með sérstök hlustunartæki | í íbúð á þriðju hæð Þjóðbank- ! ans fundu þeir 53 ára gamla ko iu lifandi. Hún bjargaðist vegna þess, að stórt steinstykki skorðað- ist yfir höfðihennar. Eiginmaður hennar, sem bjargaðist á föstu- daginn vegna þess að hann hafði farið út í búð rétt áður en voðinn varð, var viðstaddur er hún fannst. Björgunarmenn höfðu grandskoðað hverja tommu af þeim stað, sem hún fannst á. Um leið og hún losnaði, örmagna en óskodduð, sagði hún „Hvar er mað urinn minn?“ Tvær dætur hjón- anna eru enn grafnar í rústunum. Björgunarmenn gerðu í kvöJ'I síðustu örvæntingartilraunina ul að bjarga þeim á að gizka 700 borgarbúum, sem enn er sakuað. Margir dauðir hafa verið grafu.r upp, og yfirvöldin gerðu ekki i að Sigurpáll efstur NÍU síldveiðibátar höfðu feng- ið um sl. helgi yfir níu þúsund mál og tunnur. Sigurpáll, Garði var ennþá efstur með 11.735 mál og tunnur, en næstir voru: Sig- urður Bjarnason Akureyri 11.403, Grótta Reykjavík 11.295, Jón Ta.J ar Garði 10.411, Guðmunduc Þórð- atrsv(i Reykjqfvík 10.312* Sæfari Tálknafirði 9577, Þorbjörn Grinda vík 9512,. Halldór Jónsson Ólvf'- vík 9357 og Ólafur Magmússon Akureyri 9012. fyrir, að takast mætti að bjarga fleirum lifandi eftir mánudags- kvöld. Það mun taka þrjá daga í viðbót að hreinsa til í rústunum. Á morgun verður hafin skyldu bólusetning á öllum eftirlifandi borgarbúum, svo og björgunar- mönnum. Einnig verður bannað- ur einkaakstur í borginni og fá ekki aðrir bilar að koma þangað en þeir sem hafa sérstök aðgangs skírteini. Þessar ráðstafanir' eru nauðsynlegar til að ná meiri hraða í Hreinsunarstarfið og draga úr hættunni á drepsóttum. Grlickov, forsætisráðherra sam bandslýðveldisins Makedóníu, sagði í dag, að sennilega yrði Skoplje endurbyggð á öruggari stað. Halda áfram boikotti // tt ÞA® verður haldið áfram að neita að snerta við suður-afr- ískum vörum, þrátt fyrir dóm gerðardómsins, segir í yíirlýsingu, sem á föstudags kvöld var samþykkt af hafn- arverkamönnum í Kaup- mannahöfn. „Dómur fasta gerðardóms- ins yfir hafnarverkamönn- unum, sem hófu aðgerðir með því að neita að afgreiða sænska skipið „Lommaren”, sem var með suöur-afrískar vörur, mun ekki á neinn hátt breyta skoðun okkar á því, hvernig koma beri fram í þessu sambandi. — í yfir- Iýsingunni eru hafnarverka- menn hvattir til að vera vel á verði um, að ekki verði ein einasta eining af suður- afrískum vörum í Kaup- mannahöfn. Flugvélar ferjaðar um ísland til Kuwait TVÆR Caribou-flugvélar lentu á Reyk ja víkurf lugvelli síð astliði ð" laugardagskvöld. Vélar þcssar komu frá Kauada og var verið að ferja þær alla leið til Kuwait, en flugherinn í Kuwait var að kaupa þessar flugvélar. Sjö manna áhöfn var á flug- vélunum, þrír á annari en fjórir á hinni. Þeirra á meðal voru tveir flugmenn frá Kuwait, sem hafa verið í læri hjá Caribouverk- smiðjunum. Flugvélarnar héldu áfram áleið- is til Kuwait á sunnudagsmorg- uninn. Kínverjar ráðast á bann-samninginn Frakkar undirrita ekki griðarsáttmála PEKING og MOSKVA 29.7 (NTBi-jReuter). Rínversku blöðin hófu í dag víðtæka herferð gegn Moskvu-samningnum um tilrauna- bann, en kínverska stjórnin og stjórnmálafenn hafa enn ekki látið í Ijós neitt álit á samningnum. AI- þýðudagblaðið í Peking, aðalmál- gagn kínverska kommúnista- flokksins, notaði í dag fjórar af sjö síðum sínum undir „opna for- dæmingu á samningnum,” og stefnu Sovétstjórnarinnar, sem Krústjov er talinn bera fulla á- byrgð á. Isveztjia sagði í dag, að árás- ir Alþýðudagblaðsins kæmi óþægi París, 29. júlí (NTB - Reuter). DE GAULLE Frakklandsforseti sagði í dag, að Frakkar hefðu ekki í hyggju að undirrita neinn griða- sáttmála milli Nato og Varsjár- bandalagsins, en neitaði jafnframt að segja nokkuð ákveðið um þaö, hvort Frakkar hefðu í hyggju að gerast aðilar að samningnum um stöðvun tilrauna með kjarnorku- vopn. Hann dró enga dul á, að Frakkar hyggöust fialda áfram að byggja sér upp atómvarnir, cn stakk jafnframt upp á, að kölluð yrði saman ráðstefna Bandaríkja- manna, Breta og Frakka nú fyrir áramót til þess að ræða sérstakar tillögur Frakka að því er varðaöi atóm-afvopnuu. Diplómatar í París telja, að de Gaulle hafi verið mjög varkár í vali sínu á orðum og í allri fram- setningu, að því er varðaði samn- inginn um tilraunabannið, og eru menn þeirrar skoðunar, að með þessu hafi hann viljað undirbúa jákvæðari afstöðu Frakka til samningsins. Virðist svo, sem de Gaulle vilji sýna, að Frakkar óski eftir að og séu fúsir til að gegna jákvæðara hlutverki í þeirri stefnu friðsamiegrar sambúðar, sem nú ríkir. Kom þetta fram á fyrsta blaða- mannafundi, sem forsetinn hefur haldið síðan 14. janúar sl., er hann vísaði á bug umsókn Breta um að- ild að Efnahagsbandalagi Evrópu. 900 fréttamenn voru viðstaddir fundinn, sem haldinn var í Elysée- höllinni. De Gaulle sagði, að Frakkar hefðu enga þörf til að gera griða- sáttmála við Varsjárríkin, því að Frakkar mundu aldrei gera árás á neitt ríki, og Frakkar mundu ekki láta teygja sig frá þeirri ætlun sinni að eignast þau fjöldatortím- ingarvopn, sem önnur ríki réðu yfir. Forsetinn lagði mikla áherzlu á þýðingu NATO og fransk-amer- ískrar vináttu, en sagði jafnframt, að ný viðhorf liefðu komið fram, sem gerðu það að verkum, að Frakkar vildu ekki lengur láta Bandaríkjamenn vera ábyrga fyrir 1 vörnum Frakklands. SEOUL 29.7 (NTB-Reuter). Tveir amerískir hermenn í jeppa létu lífið og hinn þriðji særðist alvarlega, er þeir urðu fyrir ár- ás Noröur-Kóreumanna fyrir sunn an hlutlausa svæðið milli SuðUr- og Norður-Kóreu snemma ímorg un. í fréttatilkynningu frá her- stjórn Sþ segir, að atvik þetta hafi vcrið illviljuð og ástæðulaus árás. Fyrir tveim dögum voru liðin tíu ár frá því að vopnahlés- samningurinn var undirritaður. lega á óvart og lagði áherzf.i á, að allir þeir, sem berðust fyrir friði í heiminum, mundu eiga crf- itt með að skilja árásir Kínver.ia á samninginn. Háskólafyrirlestur REKTOR landbúnaðarháskóla Dan merkur, prófessor Aksel MUthers, flytur fyrirlestur í boði Háskólans n. k. fimmtudag 1. Ágúst kL 8.38 e. h. í 1. kennslustofu. Fyrirlest- urinn nefnist „Organisation af Landbrugsvidenskabelig uddan- nelse” og verður fluttur á dönsku. Öllum er heimUl aðgangur. Rektor Milthers er meðal kunn- ustu vísindamanna Dana 1 land- búnaðarvísindum, og hefur hann verið rektor landbúnaðarbáskól- ans síðan 1961. Nokkur veiði út af Austfjörðum Brefar efsfir í Baden-Baden BADEN-BADEN 29.7 (NTB- AFP). Bretar eru efstir bæði l karla- og kvennaflokki á EM í bridge. íslendingar eru næst neóstir ásamt Dönum. Staðan ev: Bretar 47 stig, ítalir 62, Pólverj- ar 50, Svisslendingar 47, Frakkar og Svíar 44, Belgar og Finnar 43, Norðmenn 35, írlendingar 34, Líb- anir 32, Spánverjar 31, Austur- ríkismenn 30, Þjóðverjar og Hol- lendingar 27, Danir og íslending- ar 26, Egyptar 24. NOKKUR sUdveiði var út af Austf jörðum sl. sólarhring. Síldin veiddist í Héraðsflóa og Reyðar- fjarðardýpi. Vitað var um 52 skip sem fengið höfðu samtals 18.090 mál og tunnur. Veður var sæmi- legt. Á miðunum út af Norðurlandi var gott veður, en engar fregnir hafa borizt þaðan um síld. Þessi 6kip höfðu tilkynnt afla sinn, 500 mál og tunnur og þar yfir: Raufarhöfn: Þorkatla 700 líéð- inn 1400, Keilir 600 og Dóra 700. Seyðisfjörður: Guðmundur Þórð arson 700, Ljósafell 500, Gunnar 500, Sunnutindur 600, Eldborg 500, Svanur ÍS 500, Steingrímur trölli 500, Höfrungur II. 500, llán SU 550 og Engey 1100. Raufarhöfn 29. júlí Um 4000 tunnur síldar bárust hingað 1 dag og er saltað á þremur eða fjórum stöðvum. Síldin veidd ist fyrir austan og er ekki góð, mikið úrkast. Ber einkum þrennt til þess, það er að segja: smásíld, síld sem ekki er nægilega feit og í þriðja lagi að síldin er ekki nægi lega ný. Veður er hér sæmilegt, 6uðaust- an kaldi. Söltunin hér mún nú nema um 50 þús. tunnur. — Guðni. Eskifirði 29. júlí Dálítið hefur borizt hingað i.f síld. Hafa bátarnir verið að k m.i með smáslatta. Saltað var hér bæði í gær og í dag á þremur söltunarstöðvum. Trillubátarnir hérna hafa feng ið ágætan afla. Þolía er á og bræla. — Arnþór. Neskaupstað 29. júlí. 3000 tunnur síldar bárust hing að í dag, en í gær var engin siid. Nú mun búið að salta á þessum fjórum stöðvum sem hér eru um 20 þúsund tunnur. Veður er sæmilegt, en útlit fyr- ir brælu. Milli 10 og 20 skip liggía nú hér inni. Hæstu bátamir í morgun vc.ru Sæfaxi með 300 tunnur og ™:\ 'i- röst með 300. Þetta er góð síld, sem við höfum verið með í d.ig, bæði stór og feit. — Garðar Framsókn hefur ekki samið við Mjólkursamsöluna ÞAÐ var á misskilningi byggt í frétt í sunnudagsblaöi, að Verka- kvennafélagið Framsókn hafi sam- ið við Mjólkursamsöluna. Samn- ingar milli þessara aðila hafa enn ekki tekizt. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 30. júlí 1963 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.