Alþýðublaðið - 17.08.1963, Síða 9

Alþýðublaðið - 17.08.1963, Síða 9
arkorn í gamla kirkju- og skrúð garðinum við Aðalstræti. Hérna í miðdepli gamla bæjarins stend- ur Skúli fógeti í herraveldi sínu. Hann er sterklegur á að líta og gæti borið vandamál allra ís- lendinga á herðunum. Guðmund ur Einarsson myndhöggvari frá Miðdal gerði styttuna að tilhlut an Verzlunasamtakanna. Hún var sett upp um 1950. Stytta af Héðni Valdimarssyni, formanni Dagsbrúnar og forustu manni Alþýðuflokksins í Reykja vík, stendur við barnaleikvöll- inn á Hringbraut. Héðinn átti frumkvæði að byggingu verka- mannabústaða í Reykjavík. Stjórn Byggingafélags verka- manna gekkst fyrir, að styttan var sett upp árið 1956. Mynd- höggVarinn var Sigurjón Ólafs- son. Nú er haldið niður eftir Hring brautinni. Vindhaninn, verk Ás- mundar, á turni Melaskólans blasir við okkur í fjarska. Stöðv- að er við litla hólmann syðst í Tjörninni. Þar er mikið líf. End urnar bítast um matarbitana, sem börnin varpa til þeirra. í miðj- um hólmanum mátti fyrir skömmu sjá styttu Þorfinns karlsefnis. Styttan var fiutt í' burtu, þar sem staðurinn virtist vera óheppilegur. Satt er það, að Þorfinnur hlaut litla virð- ingu af andarkvakinu. Erfitt var að átta sig á, hvort styttan væri að sökkva í hólmanum eða sökkva honum. Upphaf styttunnar er það, að Einari Jónssyni var boðið til Ameríku til að gera listaverk í skrúðgarð Philadelphíuborgar. Tilefnið var að minnast fyrstu landnámsmannanna’'í Ameríku. Styttan var gerð og sett þar upp. Annarri afsteypu hennar var kom ið fyrir í hólmanum syðst í Tjörn inni um 1945. Ennþá er ekki bú- ið að finna styttunni nýjan stað. Nú er haldið inn í Tjarnar- garð. í fagurnæmu og laufi prýddu umhverfi má sjá Thor- valdsens-styttuna og styttuna af Jónasi Hallgrímssyni. Thorvaldsens-styttan var af- hjúpuð á Austurvelli 19. nóv. 1875 á afmælisdegi myndhöggv arans. Hún var gjöf Kaupmanna hafnarborgar til Reykjavíkur á 1000 ára afmæli íslandsbyggð- ar. í tilefni þess var Austurvöll- ur hækkaður upp og honum skipt í fjóra jafnstóra reiti með sandstígum út frá myndinni, sem staðsett var á miðjum vell- inum. Sérstakur maður var send ur frá Kaupmannahöfn til að sjá um upþsetningu hennar. Girð- ing var sett umhverfis völlinn til varnar ágengni skepna. Þar með tók fyrir, að lestamenn gætu sett upp tjöld sín þar í kauptíðinni, og mæltist þessi ráðstöfun að sjálfsögðu misjafnlega fyrir. Árið 1931 var styttan fiutt í Tjarnargarð, en mynd Jóns for- seta sett upp á Austurvelli. Stytta af okkar merka skáldi Jónasi Hallgrímssyni stendur í rómantisku umhverfi í garðinum, sem hæfir vel persónuleika hans. Einar Jónsson gerði styttuna. Hún var afhjúpuð 16. nóv. 1907 á hundrað ára afmæli Jónasar á Læknistúninu á horni Lækjar- götu og Amtmannsstígs. Árið 1947 var hún flutt í Tjarnar- garð. Enn önnur stytta er í Tjarnar garði. Hún er um þessar mundir hálf-hulin skógarþykkni. Stytt- an nefnist „Maður og kona“ og er gjöf Ludviks Guðmundssonar skólastjóra til Reykjavíkurborg- ar. Hún var sett upp árið 1958. Myndhöggvarinn er Tove Ólafs- son. Nú höldum við inn í Fríkirkju vegargarðinn. Þar blasir við okk ur í einu horninu stytta Ásmund ar Sveinssonar, er nefnist „Pilt- ur og stúlka". Hún var sett upp Myndin er af Thorvaldsens-styttunni í Tjarnargarði. Þetta er eina styttan eftir hinn merka dansk-- íslenzka Iistamann, sem er sett upp í Reykjavík. Styttan er af myndhöggvaranum. Hann gerði einnig skírnarfontinn í Dómkirkjunni. Styttan „Piltur og stúlka* ‘stendiu- ofarlega í Fríkirkjuvegargarðin- um. árið 1957. Styttan er mjög ljúf næm á að líta, þar sem hún stend ur í grenilundi gegn tjörninni. Okkur hlýnar um hjartarætur við að horfa á hana og höldum glöð og kát niður eftir garðin- um. í blómagarði Lækjargötunnar gnæfir uppi á stöpli stytta Nínu Sæmundsson, er nefnist „Móð- urást“. Hún var keypt af List- vinafélagi Reykjavíkur og sett upp árið 1945. Styttan er af nak inni konu, er ruggar barni sínu uppi við eyx-að til þess að heyra hvert minnsta hljóð, sem frá því kemur. Á grasvelli í Lækjargötunni má ennfx'emur sjá styttu af Frið íriki Friðrikssyni trúarleiðtoga. KFUM-samtökin og vinir Frið- riks gengust fyrir því, að hún væri sett upp. Það var um 1955. Sigurjón Ólafsson gerði stytt- una. Hún er mjög táknræn fyr- ir starf og hugarfar Friðriks. Á Skólavörðustíg blasir við stærðar stytta. Iíún er af atgerv- ismanninum Leifi heppna. Mætti halda, að myndin tákni það augnablik, er Leifur sér Ame- ríku í fyrsta sinn. Listaverkið nýtur sín vel á stöplinum þar. Það er svo tígulegt, að okkur verður ósjálfrátt- léttara um gang. þótt upp í móti sé. Styttan er gjöf Bandaríkjanna í tilefni af Alþingishátíðinni 1930. Þá var gamla skólavarðan rifin og stytt an sett á hennar stað. Frá Skólavörðutúni má sjá lágmyndirnar á Austurbæjarskól anum og Kúluna á Heilsuvernd arstöðinni, - sem eru verk Ás- mundar Sveinssonar. í Einarsgarði hefur ávaxta gyðjan Pomona aðsetur. Stytt- an er gerð af danska listamann- inum Johannes C. Bjerg og var sett upp árið 1945. Hún er gjöf Foghts stórkaupsmanns. Ávaxtagyðjan er stórfalleg stytta. Hún tekur sig mjög vel út í Einarsgarði. Margir eru svo hugulsamir hér í bæ að klæða hana í sjal, brjósthaldara og fleira, þegar illa viðrar. Já, ís- lendingar eru hjartagott fólk. Járnsmiðurinn, táknmynd iðn aðarins og verk Ásmundar má sjá á grasbletti einum við Snorrabraut. Styttan var sett upp árið 1952. Hún gefur vel til kynna erfiði og strit mannsins fyrir lífsnauðsynjum. Járnsmið- urinn styður við steðjann með öllum þunga sínum og orku. Á þessari orku byggist hcilbrigt þjóðfélag. Næst komum við að Skúla- túni 2. Þar situr Hermes í djúp- um þönkum umvafinn blómum. Þetta er frægt grískt listavei-k eftir Lysippos-. íslenzkur skip- stjóri keypti það í Englandi í lok stríðsins. Fyrir milligöngu Lárusar Sigurbjörnssonar var styttan keypt af Reykjavíkur- borg og sett upp árið 1959. Nú er lialdið til Sjómanna- skólans, sem útskrifar mikilvæg urstu stétt þjóðarinnar. Við hann var „Fiskstöpullinn", verk Sigurjóns Ólafssonar, komið Framli. á 13. síðu Styttan af Hannesi Hafsteini stendur á Stjórnarráðsblettinum. Hún er öllum íslendingum vel kunnug, þar sem hún stendur við eina f jöl- förnustu götu bæjarins. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. ágúst 1963 9

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.