Lögrétta


Lögrétta - 25.06.1930, Page 3

Lögrétta - 25.06.1930, Page 3
LÖGRJETTA 3 urnöðrum“, þótti það ekki vel á verði fyrir því, sem menn í það og það skiftið kölluðu frelsi. Um~ mælin, sem hníga á sveif óánægju og aðfinninga verða fleiri eftir því sem lengra líður og eru sum merkileg og frá mönnum, sem sjálfir voru þingmenn. En stund- um verður að lesa þau með varkárni, þegar þau eru aprottin af flokkaríg eða af tilhneigingu til þess að smækka samtiðina á kostn- að fortíðarinnar og eru bor- in fram af þeim mannflokki, sem verið hefur til frá alda öðli og heldur sífelt, að heimuiinn fari versnandi og sje áberandi verri en í þeirra ungdæmi. Þessi hlið á afstöðu þjóð- arinnar til þingsins er ann- ai’s merkileg, en hefur verið of lítill gaumur gefinn, eink- um að því er forna þingið snertir. Hugmyndir almenn- ings um þingið og það þjoð- frelsi, sem það átti að varð- veita, koma hvað best fram í gagnrýninni á þinginu. Og það er eftirtektarvert, að þessi gagnrýni á þinginu hefur komið fram mjög snemma. Höfundur Banda- mannasögu, þessa skemti- lega, litla meistaraverks, hefur lýst Alþingi og lífinu þar um miðja elleftu öld á athyglis- verðan hátt og frá öðru sjónar- miði en menn eru vanir að sjá það. Lýsingin á Ófeigi gamla Skíðasyni á Reykjum og á mála- vafstri Odds sonar hans bregður einkennilegu ljósi yfir hversdags- legt líf Aiþingis og málafylgju- manna þar. Hún sýnir slægvitsk- una, talhlýðnina, flokkadrættina, klíkuskapinn og jafnvel mútum- ar. Það er hugsanlegt að gagn- rýni og kýmni höfundarins geri of mikið úr göllunum. En sagan sýnir að minsta kosti það, að sú skoðun, sem fram kemur í henni á þinginu hefur verið til. Það mætti hugsa sjer, að eitthvað á þá leið, sem sagan segir, hafi margir friðsamir borgarar talað sín á milli þegar þeir voru leiðir á þingþrasinu og flokkarígnum, höfðu skömm á því og kýmdu að því á víxl. Bandamannasaga er ekki held- ur eina heimildin fyrir slíkri skoðun á hinu forna þingi. Hún kemui fram á merkilegan hátt í Þorláks sögu biskups hinni elstu. Þar segir svo af hinum sæla Þor- láki, að hann var mjög jafnlynd- ur og svo orðvar, að hann lastaði jafnvel aldrei veður og kvíddi engu mjög, nema alþingi og ymbrudögum. Og sagan gefur þá merkilegu skýringu, að alþingi kvíddi hann af því, „að honum þótti margur maður þar verða villur vega um sín málaferli, sá er mikils var virður og honum þótti mikið við liggja“. Þannig má mjög langt aftur í söguna rekja gagnrýni og jafnvel óbeit á þinginu, áþekka þeirri, sem ávalt kennir á þrengingartím- um þingstjðrnarinnar, jafnframt því, sem sjá má stoltið, valdið og virðuleikann, sem af þinginu hef- ur stafað í mörgum málum og fyrir kraft margra þeirra, sem þar fóru með völd og manna- forráð. Sá ljómi, sem stafað hefur af hinu foma þingi hefur þó ekki eingöngu, eg stundum jafnvel ekki aðallega, stafað af löggjaf- ar starfi þess, enda var löggjafar- starfið ekld ávalt sá þáttur þing- sóttur samkomustaður fyrir allar stjettir þjóðfjelagsins jafnt, er varð aðallega samkomustaður stjórnmálamanna. Þeir einangruð- ' ust af þessu og höfðu hvorki i gagnrýni nje stuðning almenn- ingsálitsins. Kringum þá safnað- ist að vísu ávalt einhver hópur Einar Jónsson: Saga. lífsins, sem að sjer dró mesta al- menningsathygli. Við Öxará var um þingtímann miðstöð hins ís- lenzka samkvæmislífs. Til Alþing- is sótti flest það, sem göfugast var og glæsilegast í þjóðlífinu, ríkir menn og’ höfðinglegir og fagrar og glæsilegar konur, skáld og sagnamenn, íþróttamenn, trúð- ar, kaupahjeðnar og ferðafólk. Og í kjölfar alls fyrirfólksins eða annara þeirra, sem áttu alvarleg- um Alþingisstörfum að gegna komu svo förukonur og lands- homamenn, lausingjalýður og labbakútar, tepmr og tildurrófur, ævintýramenn og braskarar. Stór- málin og stórmennin eða hávaða- mennirnir í stjórnmálum og lög- gjöf hafa dregið að sjer athygli almennings, þá eins og nú og valdið mannjöfnuði og flokka- dráttum og átt sinn þátt í því að draga fólk til þingreiðar. En tals- vert af minniháttar löggjafar- störfum og hversdagslegri mál- streitu hefur sjálfsagt farið fyrir ofan garð og neðan hjá öllum Þorra þinggesta, þá eins og nú. En menn undu sjer samt vel á Ai- þingi, við að skemta sjer, sýna sig og sjá aðra. Meðan þingið var slík miðstöð þjóðlífsins lifði það góðu lífi, meðan þingstaðurinn hafði aðdráttarafl fyrir allar stjettir og einkum fyrir æskuna, sem kom þangað til þess að skemta sjer og læra í senn. Al- þingi hnignaði ekki einungis fyrir erlenda ágengni á vald þess og verksvið eða fyrir skort á hæf- um stjórnmálamönnum eða fyrir veilur í stjómskipulaginu, þó að þær væru að vísu áberandi. Því hnignaði einnig vegna þess, að al- menningsálitið innanlands hefur snúist á móti því, vegna þess að það misti af ýmsum ástæðum aðdráttarafl sitt á samkvæmislíf þjóðarinnar og ekki síst vegna þess, að það hætti að vera fjöl- þinggesta, t. d. fátæklingar og förufólk, eins og sjera Jón Stein- grímsson lýsir (á 18. öld) í æfi- sögu sinni. samt var svo komið stundum á seinustu áratugum Öxarárþingsins, að nefndarmenn voru því nær allir teknir úr sveit- um kringum þingstaðinn, því aðr- ir fengust ekki og komu ekki, eða mannvalið var svo lítið, að menn úr einni ætt (Stephensenarnir) skipuðu hvert rúm. Þegar almenn- ingur hætti að halda vörð um Alþingi, sem þjóðlegan samkomu- stað alíra stjetta, þá hnignaði því, en höfðingjarnir rjeðu ráð- um sínum annarsstaðar. Þegar tilraunir hefjast til að endur- reisa Alþingi, er einmitt lögð rík áhersla á þetta, að það eigi að verða almennur fundur íslend- inga, þjóðfundur, almennilegur samkomustaður almúgans og bænda, eða þjóðskóli eða heilag- ur staður — alt saman tilraunir til þess að vekja aftur almenn- ingsálit og almenningsáhuga á þinginu sem þjóðlífsmiðstöð. í gömlum heimildum eru ekki til sjerlega ítarlegar lýsingar á hversdagslegu lífi eða samkvæm- islífi um þingtímann, en úr mörg- um stuttum frásögnum má lesa saman ýmislegt einkennilegt um þetta. Það er kunnugt að stund- um lá við borð að barist yrði og um opinberan flutning stormála er margt kunnugt. Hitt er síður kunnugt nema í brotum, hverju fram fór að tjaldabaki, þar sem ríkir menn eða fagrar konur og stoltar reru undir. En dæmi eru til hvorutveggja, t. d. í Banda- mannasögu og Njálu. Frásögn Sturlungu um Hvamms-Sturlu og orðmælgi hans fyrir utan búð hans á Alþingi bregður einnig ljósi vfir þá „agitation“ sem þar hefur farið fram. Ákvæði lögbók- anna, og undir eins Grágásar, um hegningar við því, ef menn troðist mjög að Lögrjettu eða hafi þar háreysti, svo að glepjist mál manna, sýna það einnig, að æs- ing hefur verið til í fólkinu þá eins og nú. Fleiri slík dæmi finn- ast. T. d. er þess eitt sinn getið (1481), að biskupinn, Ólafur Rögnvaldsson, hafi verið „hastað- ur“ út úr Lögrjettu, eða með öðrum orðum „píptur niður“ eins og menn segja nú á þjóðmálafundum. Það hefur þó ekki ávalt verið einskær stjórnmála- æsing- sem valdið hefur þeirri háreysti, sem Lög- rjettuþáttur Grágásar var- ar við og Járnsíða og Jóns- bók árjettar. Þess er sem sje einnig getið í lögbókum, að bannað sje að bera drykk í Lögrjettu. Má því ætla, að nokkur brögð hafi verið að drykkjuskap á Alþingi, enda kunnugt, að þar voru ölbúðir og sjálfsagt sukk- samt stundum og nokkurt kvennafar. En þar hafa einnig farið fram glæsileg og skartmikil samkvæmi undir beru lofti eða í fagurlega tjölduðum búðum og ríkmannlegum. Og mest hefur Alþingislífið far- ið fram undir berum himni, þótt leitað hafi verið til kirkju undan veðri frá fornu fari. En Lögrjettuhús mun ekki hafa verið reist fyr en seint (1691). Ekki eru til miklar lýs- ingar á þingveitslum fyr en nokk- uð seint, t. d. á veitslu kon- ungsfulltrúa við eiðatökumar 1649, sem lýst er í ýmsum ann- álum og öðrum ritum. Þá var fyrst haldin hjer kongsveitsla að sögn. Hún fór fram með miklum virktum, í tólf faðma langri búð, druknar margar skálar og „blás- ið í trómetur“ á meðan og skotið úr fallbyssum og höfðu þau verk- færi ekki fyr sjest á Alþingi. Veitsluhöld á þingi voru annars tíð og löngu seinna urðu þing- veitslur að einskonar fastri stofn- un, sumpart til gleðskapar og sumpart til skrafs og ráðagerða. Þessar þingveitslur hafa stundum verið með nokkuð einkennilegum hætti og ekki sparað að „bera drykk í Lögrjettuna“ eins og sjá má af því, sem til þurðar gekk í einn þeira (1849). Þá drukku 25 þingmenn og ein- hverjir gestir þeirra þessa lögg: 16 flöskur af kampavíni, 14 flösk- ur af madeira, 14 flöskur af )>ortvíni og 58 flöskur af rauð- víni. Þar að auki borðuðu þeir í þessari veitslu einn kassa af rús- ínum og ,,sultutau“ fyrir 28 rík- isdali. Það er enn siður að haldn- ar eru þingveitslur við góðan ; gleðskap. ! Ef rekja ætti nákvæmlega það, ; sem hjer hefur verið drepið á, ! vrði það að sjálfsögðu lengra mál og flóknara en svo, að það væri viðráðanlegt í blaðagrein. A þús- und ára afmæli Alþingis er tin- skis meiri ástæða að minnast en þessa, hver áhrif þingið hefur haft á þjóðina og þjóðin á þing- ið. fyrst og fremst í þeim málum, sem varða efnalegt og andlegt frelsi alþjóðar og einstaklinga. Það er ekki nóg að kunna skil á

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.