Lögrétta - 25.06.1930, Síða 4
4
LÖGRJETTA
skipulaginu sjálfu, á bókstaf
J>ess, heldur einnig á anda þess,
ekki einungis á sólskinsstundum
höfðingjalífsins á þjóðþinginu,
en einnig á róstum, á hversdags-
legu lífi, baktjaldamakki, valda-
streitu og flokkadráttum, fátækt
og kúgun. Þetta er ekki alt Al-
þingi til vegsauka. Það hefur unn-
ið happaverk og óhappa. Skipu-
lagið, formið, hefur breytst og á
sjálfsagt enn eftir að breytast,
en mennimir hafa verið furðu
líkir í þúsund ár. Alþingi hefur
þrátt fyrir alt verið merkilegur
mælikvarði á íslenskt þjóðlíf, á
íslenskan hugsunarhátt og is-
lenskt framtak og frelsi. Það hef-
ur verið, í blíðu og stríðu, líf af
lífi íslenskrar þjóðar meira en
flestar aðrar stofnanir hennar og
störf. Þúsund ára afmæli þess á
ekki einungis að vera minningar-
hátíð um fortíðina, en einnig há-
tíð vonarinnar um framtíðina,
um framtíð sem sje fortíðinni
meiri, í andlegri göfgi og efna-
legu rjettlæti, um íslenska fram-
tíð í alþjóðlegu lífi, í framtaks-
semi, friði og frelsi. Vþg.
o-
Með lögum skal land byggja
TJr lögbókum íslendinga.
This article contains passages from
old Icelandic law books concerning
the Althing, and its forin and order
during and following thereign of the
republic.
Kaflar þeir, sem hjer fara á
eftir eru úr fomum lögbókum Is-
lendinga, þeim bókum þeirra, sem
lúta að starfi og skipulagi Al-
þingis sjálfs. Lögbækumar eru
lítið kunnar almenningi og sjálf-
sagt minnst lesnar af hinum
fomu bókmentum þótt margt sje
í þeim merkilegt og skemtilegt.
Lagakaflar þeir, sem hjer fara á
eftír ættu því að geta gert hvoru-
tveggja í senn: k ynt lesendum
merkan og sjerkennilegan þátt ís-
lenskra bókmenta og gefið upp-
lýsingar um Alþingi, eftir fram-
heimildunum sjálfum eins vel eða
betur en aðrar lýsingar.
Grágás.
Úr lögsögumannsþætti.
Svo er enn mælt, að sá maður
skal vera nokkur ávalt á landi
óru er skyldur sje til þess að
segja lög mönnum, og heitir sá
lögsögumaður. En ef lögsögu-
manns missir við, þá skal úr
þeim fjórðungi taka mann til að
segja þingsköp upp hið næsta
sumar, er hann hafði síðast
heimili í. ... Lögsögumann á í
Lögrjettu að taka þá er menn
hafa ráðið hver vera skal, og
skal einn maður skilja fyrir, en
aðrir gjalda samkvæði á, og skal
þrjú sumur samfast hinn sami
hafa nema menn vilji eigi breytt
hafa. Úr þeirri Lögrjettu er lög-
sögumaður er tekinn skulu menn
ganga tO Lögbergs og skal hann
ganga til Lögbergs og setjast í
rúm sitt og skipa Lögberg þeim
mönnum, sem hann vill. En
menn skulu þá mæla málum sín-
um. Það er og mælt, að lögsögu-
maður er skyidur til þess að segja
upp lögþáttu alla á þremur
sumrum hverjum, en þingsköp
hvert sumar. Lögsögumaður á
upp að segja sýknuleyfi öll að
Lögbergi, svo að meiri hlutnr 1
manna sje þar ef því um náir, og
misseristal. ... Það er og að Lög-
sögumaður skal svo gerla þáttu
alla upp segja að engi viti einna
miklogi gjör. En ef honum vinst
eigi fróðleikur til þess, þá skal
hann eiga stefnu við fimm lög-
menn hin næstu dægur áður eða
fieiri, þá er hann má helst geta
af, áður hann segi hvem þátt upp
og verður hver maður útlægur
þremur mörkum, er ólofað geng-
ur á mál þeirra og á lögsögumað-
ur sök þá. Lögsögumaður skal
hafa hvert sumar tvö hundruð
álna vaðmála af lögrjettufjám
fyrir starf sitt. Hann á og útlegð-
ar allar hálfar er á Alþingi cru
dæmdar hjer.
Úr Lögrjettuþætti.
Lögrjettu skulu vjer og eiga og
hafa hvert sumar á Alþingi og
skal hún sitja á þeim stað ávait,
sem lengi hefur verið. Þar skuiu
pallar þrír vera umhverfis Lög
rjettuna svo víðir, að rúmlega
megi sitja á hverjum þeirra fern-
ar tylftir manna. Það eru tólf
menn úr fjórðungi hverjum er
Lögrjettu setu eiga og lögsögu-
maður umfram svo að þar skuiu
ráða lögum og lofum. Þeir skuíu
allir sitja á miðpalli og þar eiga
biskupar vorir rúm. Þeir menn
12 eiga lögrjettusetu úr Norö-
lingafjórðungi er fara meö goðorð
þau 12 er þar voru þá höfð, er
þeir áttu þing fjögur, en goðar
þrír í hverju þingi. En í öllum
fjórðungum öðrum, þá eiga menn
þeir 9 lögrjettusetu úr fjórðung'
hverjum, þeirra þriggja, enda i
skulu þeir allir hafa með sjer
mann einn úr þingi hverju hinu
forna, svo að þó eignist tólf menn
Lögrjettusetu úr fjórðungi hverj-
um. En fom goðorð Norðlinga
öll eru fjórðungi skerð að AI-
þingisnefnu við full goðorð önnur
ölJ á landi hjer. Það er og um ['á
menn alla, er svo eiga Lögrjettu-
setu, sem nú var tínt, að þeirra
hver á að skipa tveim mönnum i
Lögrjettu til umráða með s.j?r,
öðrum fyrir sjer en öðrum á bak
sjer, og sínum þingmönnum. Þá
verða pallar skipaðir til fuíls og
fernar tylftir manna á hverjum
palli. Engir menn skuíu sitja fvr-
' ir innan palla þá, er Lógrjetta er |
rudd, nema þeir, er mál eigast
við, en sitja ávalt þess á milli og
á lögsögumaður að skipa rúm
það. Út frá pöllum á alþýða að
sitja ... Það er og að Lögrjetta
skal út fara drottinsdaga báða í
Brykkjarhom íslensks lögmanns,
Eggerts Hannessonar.
þingi og þinglausna dag og ávait ! lög hvorir vera, þá skulu þeir
þess i milli er lögsögumaður vill | hafa sitt mál, er lögsögumaður er
eða meiri hlutur manna og í hvert í liði með.
sinn er menn vilja ryðja Lög- I
rjettu. Þar skulu menn rjetta Jög ; Um Lögbergsgöngu.
sín og gera nýmæli ef vilja. Þar ! Vjer skulum fara til Lögbergs
skal beiða mönnum sýknuleyfa | á morgun og færa dóma út til
þeirra allra og sáttaleyfa þeirra
allra, er einkalofs skal að beiða
og margra lofa annara, svo sem
tínt er í lögum. Það skal alt met-
ast svo í Lögrjettu, sem lofað
sje, er engi maður neitar, sá er
Lögrjettusetu á, enda veri engi
lýriti fyrir utan Lögrjettu. ...
Það er og að það skulu lög vera
á landi hjer er á skrám standa.
En ef skrár sldlur á skal það
hafa er stendur á skrám þeirn er
biskupar eiga. Nú skilur enn
þeirra skrár á, þá skal sú hafa
sitt mál, er lengra segir þeim orð-
um er máli skifta með mönnum.
En ef þær segja jafnlangt, en þó
sitt hvor, þá skal sú hafa sitt mál
er í SkálhoJti er. Það skal alt
hafa er finst á skrá þeirri er Haf-
liði ljet gera, nema þokað sje síð-
an, en það eitt af annara lög-
manna fyrirsögn, er ei mæli því í
gegn og hafa það alt er hitzugi
leyfir eða gleggra er. Nú þræta
menn um lögmál og má þá ryðja
Lögrjettu ti! ef eigi skera skrár
úr. En svo skal að því fara að
beiða með votta goða alla að Lög-
bergi og lögsögumann, að þeir
gangi í Lögrjettu og í setur sín-
ar að greiða lögmál þetta, svo j
sem hjeðan frá skal vera. Beiði
jeg lögbeiðing, skal sá kveða er
reyna vill. Ef nokkurir þeir menn
gera eigi ganga í rúm sín er þeir
vita að Lögrjettu skal ryðja og
varðar það fjörbaugsgarð, sem
önnur þingsafglöpun, enda er
rjett að telja goðann þá hvern
útlagan þrem mörkum og úr goð-
orði sinu ... Síðan skulu þeír
menn, er þar eigast mál við tína
Jögmál það er þá skilur á og seg.ia
til þess er þeir hafa ráðinn hug
sinn um það mál og spyrja síðan
alla Lögrjettumenn þá er á mið-
palli sitja að skýra það hvað hver
þeirra vill lög um það mál. Síðan
skal hverr goði segja hvað lögin
mun kalla og með honum hverfa
að því máli og skal afl ráða. En
ef þeir era jafnmargir Jögrjettu-
menn hvorirtveggju, er þat kalla
hruðningar svo hið síðarsta að sól
sje á gjáhamri hinum vestra úr
lögsögumannsrúmi til að sjá á
Lögbergi. Lögsögumaður skal
f.vrstur út ganga, ef hann hefur
heilindi til, þá eiga goðar að
ganga með dómendur sína, ef
þeim er meinalaust, ella skal hver
þeirra geta mann fyrir sig. Þá
skal goði setja niður dómanda
sinri og skal hvers þeirra forráð
iafn rjett er þá er til tekinn. Lög-
sögumaður skal ráða og að kveða
hvar hvergi [hverj dómur skal
j sitja og skal lögsögumaður láta
j hringja til dóma útfærslu. Þeim
er rjett sakar að sækja og verja
er hjer eru komnir drottinsdag
liinn fyrra í þingi en öngum þeim
! er síðar kemur, nema þeir atburð-
j ir verði, að sakir gengst svo síð-
j lega, eða upp komi, að þeir mætti
eigi komast fyrr til þings en eft-
ir drottindaginn. ...
Alþingissetning.
Forsögn lögmanns ca. 1450.
Jeg lýsi fyrir öllum yður hjer
komandi mönnum slíkum griðum,
sem vorir feður hafa sett oss til
frelsis og náða og vor lögbók vit-
vísar: Að allir þeir menn, sem í
Öxarárför eru, þá skulu þeir í
griðum vera hver við annan þar
til er þeir koma heim til síns
heimilis. En ef einhver gengur
á þessi grið og vegur mann eður
veitir lemtrarsár, þá hefur hann
fyrirgert fje og friði, landi og
lausum eyri og komi aldrei í land
aftur. En ef menn verða særðir
á Öxarárþingi eður fá einhvern
annan vansa af manna völdum eð-
ur vilja, þá eykst rjettur þeirra
að helmingi, en konungi 18 merk-
ur. Ef menn bera vopn á Öxar-
árþingi, þá gjaldi kongi hálfa
mörk og láti vopnin. Eigi kon-
ungurinn hálf og hálfa sektina,
en þingmenn hálf. Því að í öll-
um stöðum hæfir mönnum að
gæta spektar og siðsemdar, eink-
anlega í þeim stöðum mest, sem
til skynsemdar og spektar era
/
)
t