Lögrétta


Lögrétta - 25.06.1930, Page 9

Lögrétta - 25.06.1930, Page 9
LÖGRJETTA 9 mard, Vísur Islendinga, eru ágæt dæmi um þetta. Þessi óþvingaða snild er einkenni alls góðs skáid- skapar; frægustu kvæðin verða altaf þau, sem eru einföldust og óþvinguðust, jafnframt því sem þau hafa til að bera fínleik og skáldlegt gildi bæði í hugsun og formi: hjá Goethe, Victor Hugo, Paul Verlaine, H. C. Andersen o. s. frv. Ef jeg ætti að einkenna Jónas | Hallgrímsson með aðeins einu orði, mundi jeg segja: í máli hans er hrífandi yndi, sem ekki er hægt að lýsa en aðeins að njóta, línu fyrir línu, frá einni hugsun til annarar. I þessu hefur ekkert ís- lenskt skáld komist hærra, hann hefur þar náð fullkomnun bæði í efni og formi, og hærra verður ekki komist. Hann hefur mál sitt alveg á sínu valdi: Ástkæra, ylhýra málið og allri rödd fegra. Það hefur verið sagt, að sterk- um tilfinningum sje ekki lýst af Jónasi, t. d. eins og af Kristjáni Jónssyni. En þetta verður að telja reist á misskilningi; sterk orð eru ekki ætíð samfara sterk- um tilfinningum, oft er það þver- öfugt. Hin þunga undiralda dá- inna vona og örlagaandstr.eymis, sem nær svo djúpt og verður svo innileg í bestu kvæðum Jónasar, sýnir einmitt styrk og hreinleik tilfinninganna, en jafnframt karl- mensku hans, sem drotnar yfir þeim. Jónas flíkaði ekki að jafn- aði tilfinningum sínum, en drotn- aði yfir þeim, hversu sterkar sem þær voru. Þessi sálarstyrkur gaf honum einnig ró, þegar hann átti að deyja. I öllum skáldskap má sjá, að bestu ljóðin eru innblásin af því, sem skáldið hefur sjálft reynt og lifað. Ekkert íslenzkt skáld hefur megnað að leiða fram fyrir augu lesandans jafnlifandi myndir af náttúrunni. Hver hefur megnað að mála landið í einu versi?: Samband ísl. samvinnufjelaga Reykjavik BEZTU LJÁIRNIR sem til landsins flytjast eru hand- slegnu stálljáirnir frá R. Brusletto & Sönner A/S, Geilo. Þeir eru hertir í viðarkolum og ekkert til þess sparað að gera þá sem vandaðasta. Athugið merkið á hverjum Ijá, ef nafnið Brusletto stendur á ljáþjó- inu, þarf ekki að efast um gæðin. þú reiðst um fagran fjalladal .. Hver hefur lýst betur afli eld- Girðingarefni; Vírnet, gaddaYÍr, kengir og giröingastólpar. gossms: Titraði jökull, æstust eldar eða: Belja rauðar blossa móður ... Það eru ekki til ljósari náttúru- myndir en þetta: Fanna skau-tar faldi háum fjallið, allra hreða val ... Ógna-skjöldur bungubreiður ... En loki bundinn beið í gjótum, bjargstuddum undir jökulrótdm ... Beljandi foss við hamrabúann hjalar á hengiflugi undir jökulrótum ... Þýðleik náttúrunnar lýsir Jón- as einnig betur en nokkur annar: Fífilbrekka gróin grund, grösug hlið með berjalautum ... Gljúfrabúi, g;unli foss, gilið mitt í klettaþröngum ... Bunulœkur blár og tœr, bakkafögur á í hvammi, sólarylur, blíður blær, bunulækur fagurtær. ... eða sólsetursljóð: Halla þú, röðull, höfði skínanda, bráhýr, brosfagur að brjósti ránar. ... l)rag nú ið blástimda, blysum leiftranda salartjald saman yfir sæng þinni. ... Eitt af því eftirtektarverða hjá Jónasi er hinn óskeikuli „lit- orða“-smekkur hans. Það er ekki síst á því sviði, sem hann er endurnýjari málsins, orðmyndar- inn. Sjerstaklega er „blái“ litur- inn uppáhald hans, og samsetn- ingar með „blár“ koma oftast fyrir hjá honum. Á dönsku er til lýsing á því, hvernig I. P. Jacob- sen notar í bókum sínum hina ýmsu liti. Skáldskapur Jónasar | ætti það skilið, að hann væri rannsakaður á sama hátt. Með hæfileik sínum til litmálandi lýs- inga getur Jónas stundum mint á Öhlenschláger í bestu kvæðum þessa skálds, Gullhornunum t. d.: Af sorten Muld med snehvide Haand det rcide Guld. . Hjá Jónasi Hallgrímssyni: Skein yfir landi sól á sumarvegi og silfurbláan Eyjafjallatind gullrauðum loga glæsti seint á degi dreyrrauðum besti hleypti gumi fríður og bláu saxi gyrður yfir grund. ... Klógulir emir yiir veiði hlakka. ... Þúsund ára kveðskap íslands má tákna með þessum tveimur nöfnum: Egill og Jónas, sá fyr- nefndi forustumaðurinn í röð hinna íslensku skálda, hinn braut- lyðjandi nútíðarkveðskapar Is- lands. 900 ár skilja þá, en sam- bandsliður þeirra er málið, sem enn bæði að orðum og byggingu er í svo ríkum mæli sameiginlegt fyrir kveðskap fornaldarinnar og nútímans, hið gamla íslenska mál, sem í margra alda einangrun hef- ur lifað og blómgast eftir forn- um reglum, þar sem hin norður- landamálin hafa fyrir löngu um- myndast 1 myllukvörnum breyti- þróunarinnar. Og þessvegna geta íslendingar einir af Norðurlanda- búum minst þúsund ára afmælis skáldskapar síns á máli, sem i öilum verulegum atriðum er hið | sama og það var fyrir 1000 ár- f um. Fr. de Fontenay sendiherra Dana.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.