Lögrétta - 25.06.1930, Page 12
12
LÖGRJETTA
tveimur deildum, fulltrúadeild
\
(Dail Eireann) og öldungadeild
(Seanad Eireann). í þeirri fyr-
nefndu sitja nú 153 fulltrúar,
kosnir almennum kosningum til |
5 ára og er kosningarrjettur J
bundinn við 21 árs aldur. í öld-
ungadeildinni teru 56 senatorar og
2 að auki fyrir hvern háskóla
(nú 60). Senatorar mega ekki
vera yngri en hálffertugir og
kjósendur ejtki yngri en þrítugir.
Þinginu er skylt að taka til með-
ferðar hvert það mál, sem 50
þúsund kjósendur beina til þess
og lögum frá því má einnig
skjóta til þjóðaratkvæðis. Full-
trúadeildin ræður mestu um lög-
gjöf — og svo að segja ein fjár-
málum — og hefur öldunga-
deildin einungis frestandi neit-
unarvald (í 270 daga). Það er
einkennilegt að ráðherrar (sem j
ekki mega vera fleiri en 12) eru
tvennskonar, sumir sem eru em- í
bættismenn að miklu leyti óháðir j
þinginu og fást við framkvæmda-
stjórnina fyrst og fremst og
mega ekki vera þingmenn sjálfir,
en aðrir (4—7) sem þurfa að
vera þingmenn og bera ábyrgð j
gagnvart þinginu á venjulegan
þingræðishátt. Þetta á að vera
til þess gert, að koma meiri festu
í stjórnarfarið og draga úr á-
hrifum flokkadráttar og er á-
þekt því, sem hjer hefur stundum
verið talað um, að hafa fastan
landshöfðingja eða landritara
jafnframt þingbundnu flokks-
ráðherrunum.
Þingið á Mön.
Manarþingið er athyglisvert
að því leyti, að það er eitt af
elstu þingum heimsins og eyjan
Mön hefur enn í dag stjórnar-
farslega sjerstöðu innan bretska
ríkisins. Eyjan er allmikið kosta-
land vegna málmnáms, íbúarnir
eru 50 þúsundir og höfuðstaður- j
inn (Douglas) nokkru minni en
Reykjavík. Eyjan var norskt
land á 9. öld og nokkuð frameft-
ir, eða í einar 3 aldir, en fjelí
þá undir skotsk yfirráð og loks
sló Hinrik III. Bretakonungur
eign sinni á eyjuna og gaf
hana (1406) Stanley-ættinni, en
bretska krúnan keypti hana fyr-
ir röskum hundrað árum (1827)
fyrir rúml. 414 þúsund pund.
í eynni er konunglegur land- ;
stjóri, en hið forna þing, sem j
nefnt er Tynwall (sem talið er j
sama orð og Þ ingvöllur) hefur j
enn löggjafarvald, en lög enska j
þingsins gilda ekki á Mön nema j
þess sje sjerstaklega getið. Þing-
ið er í tveimur deildum. I annari
situr landsstjórinn og ráð hans, j
biskup, dómarar, 2 konungkjöra- j
ir (eða af landsstjóra) og 4 J
menn kjörnir af hinni deildinni.
En hún heitir ,,House of Keys“ j
og halda sumir að nafnið, sem j
er óljóst, sje norrænt, og skylt j
sögninni að kjósa. I þessari deild j
sitja 24 þingmenn, kosnir al- i
mennum kosningum (höfuðstað- j
urinn hefur 5 þingmenn). Þeim j
forna sið er enn haldið, að þegar
lög þingsins hafa öðlast konung- I
lega staðfestingu, eru þau til-
kynt, eða sögð upp á Tynwald- i
hæð (einskonar Lögbergi) bæði á i
keltnesku og ensku og öðlast þau
ekki fult lagagildi fyr en þessari
uppsögn er lokið.
' Franska þingið.
Franska byltingin 1789 hafði
mikil áhrif á stjórnmálalíf flestra
vestrænna þjóða — um það er
alment samkomulag, þótt ósam-
komulag sje um hitt, hvernig
meta eigi ýms þau áhrif. Síðari
byltingar höfðu einnig mikil áhrif,
m. a. á íslensk stjórnmál.
Þótt einvaldsstjórn hafi verið
í Frakklandi fyrir byltinguna
1789 var þinghald gamalt þar í
landi, því þing fyrir stjettirnar
(états généraux) var kvatt sam-
an fyrst 1303 (og síðast 1616,
en aldrei afnumið formlega). Yf-
irdómstólamir (parlamentin)
störfuðu einnig á blómatímum
konungsveldisins, sem einskonar
þing, sem höfðu eftirlits eða
jafnvel neitunarvald gegn- lögum
konungs, og var oft reipdráttur
r.iilli þeirra og konungsvaldsins.
Stjórnarfar og þingskipun
Frakka hefur breytst oft og mik-
ið á síðustu mannsöldrum og rík-
ið verið lýðveldi eða konungs- eða
keisaradæmi á víxl. Það skipulag
sem nú gildir er frá 1871, með
nokkrum breytingum frá 1879
og 1926, einkum 1879. Ríkið er
nú lýðveldi og bannað í stjórnar-
skránni að bera fram breytingar-
tillögur um afnám lýðveldisins.
Þingið er í tveimur deildum,
öldungaráði (senati) og fulltrúa-
deild. í senatinu sitja 314 þing-
menn, sem kosnir eru af kjör-
mönnum til 9 ára og er rutt
þriðjungi þriðja hvert ár. Kosn-
ingarjettur er bundinn við fer-
tugsaldur. Ýmsir embættismenn
mega ekki vera senatorar, eða
verða að ganga til nýrra kosn-
inga, ef heir taka við vissum
meiriháttar embættum. í fulltrúa-
deildinni sitja 570—80 þingmenn,
kosnir beinum kosningum allra
21 árs gamalla borgara og eldri,
karla, en ekki kvenna. Báðar
deildir geta komið saman í sam-
einað þing (þjóðþing) við forseta-
kjör og umræður um stjórnar—
skrárbreytingar. Báðar deildir eru
jafnrjettháar, þó þannig, að sen-
atið er óuppleysanlegt, en full-
trúadeildina má leysa upp með
samþykki senatsins. Senatið get-
ur einnig starfað sem landsdómur
ef fulltrúadeildin kærir forseta
eða ráðherra og eru Caillaux-
málin kunnust af slíkum málum
frá seinni árum.
Þingið kýs forseta til 7 ára, en
hann hefur ekki sjerlega mikil
völd, er bundinn í báða skó af
þingi og stjórn. Hann er ábyrgð-
arlaus og verður ekki krafinn
reikningsskapar nema um föður-
landssvik sje að ræða. Ábyrgð
stjórnarfarsins bera ráðherrarnir,
(sem eru 10—14 auk aðstoðar-
ráðherra) og tilnefndir af for-
setanum úr þingmeirihlutanum á
venjulegan þingráeðishátt. Full-
trúadeildin ræður mestu um
stjórnirnar, en senatið getur
einnig ráðið miklu um þær og
valdið stjórnarskiftum. Þau eru
mjög tíð og flokkar eru varla til
í Frakklandi, á enska vísu eða
norræna, heldur urmull af per-
sónulegum samtökum og klíkum
sem mynda og fella stjómir.
I
I
Raftækjaverzlun Isfands h. f.
Einkaumboð fyrir hið heimsþekta rafmagnsiirma,
------- Allgemeine Elektricitáts Gesellschaft. --------------------
Skrifstofa: Sambandshúsinu, Reykjavík.
Sími 1126. Sínm.: Elektron.
Selur alskonar raftæki og efni frá A. E. G., svo sem vjelar, töfluút-
búnað allan, mælitæki, jarðstrengi, suðu- og hitaáhðld, ljóskúlur, raf-
magnslampa, spenna (transformatora), rafstöðvar af hverskonar gerð
og stærð, alt efni í rafmaguslagnir, kvikmyndaútbúnað o. m. 11.
Sjerstök athygli skal vakin á vatnsaflstöðvum, alt að 140 kw., með
Petersen jafnspennurafal (generator) og sjálfvirkri spennubreytingu,
fyrir fallhæð frá 1—150 metra.
Pjelagið hefur í þjónustu sinni þýskan sjerfræðing og getur því án
tafar gefið allar upplýsingar, er kaupendur þarfnast, gert uppdrætti
og n kvæm tilboð.
Þýska þingið.
Þýskaland á sjer alllanga og
eftirtektarverða, en að ýmsu leyti
raunalega þingsögu. Á miðöldum
var ríkisdagurinn í Regensburg
helsta þing Þjóðverja og kaus
ein deild þess keisarann. Þetta
þing leið undir lok 1806. Síðar, á
dögum Rínarsambandsins, varð
sambandsþingið í Frankfurt am
Main einskonar Alþingi og eftir
ríkissameininguna 1871 bættist
kosið ríkisþing við. En það keis-
aradæmi og þingskipun þess
hrundi í byltingunni 1919 og nú-
gildandi stjórnarskrá er frá 11.
ágúst þess árs.
Ríkisþingið fer nú með hið
æðsta vald þýska lýðveldisins.
Tala ríkisþingsmanna er óá-
kveðin og breytileg vegna þess að
kosningunum er þannig fyrir
komið, að notaðar eru hlutfalls-
kosningar um flókkslista, þannig,
að hver lisii fær einn þingmanh
fyrir hveriar 60 þúsundir kjós-
enda, sem kjósa hann. Þing-
mannatala fer því eftir því hvern-
ig kosningar eru sóttar og hafa
þingmenn stundum verið 20—40
færri eða fleiri eitt kjörtímabil,
(sem er 4 ár) eil annað. Þingið
ræður sjer mjög sjálft, t. d. er
það einrátt um það hversu lengi
það situr. Forsetinn getur að vísu
leyst það upp, en ekki nema einu
sinni útaf sama máli. Að minsta
kosti tvær fastar þingnefndir eru
þó óháðar þingupplausn og starfa
einnig sem fastar milliþinga-
nefndir og fást við utanríkismál
og hafa eftirlit með stjóminni
milli þinga. Stjórnir eru meiri-
hlutastjórnir með venjulegu þing-
ræðissniði, tilnefndar af forseta,
en hann er kosinn almennum
kosningum um land alt til 7 ára
í senn. Ríkiskanslari er leiðtogi
stjómarinnar, en hver ráðherra
ber sjálfur og einn ábyrgð sinna
mála gagnvart þinginu. Laga-
samþvktuni þingsins getur ríkis-
forseti skotið til úrskurðar þjóð-
aratkvæðis og tuttugasti hluti
kjósenda getur einnig krafist
slíkrar atkvæðagreiðslu. En tí-
undi hluti kjósenda getur heimt-
að þjóðaratkvæðagreiðslu um
hvaða mál sem er, þótt þingið
hafi ekki rætt það.
Auk ríkisþingsins starfar ríkis-
ráð, sem í situr að minsta kosti
einn fulltrúi fyrir hvert sam-
bandsland. Ríkisráðið hefur frest-
andi neitunarvald gegn löggjöf
ríkisþingsins og áhrifamikil ítök
í alla fjármálastjórn. Loks starf-
ar ráðgefandi atvinnuþing
(Reichswirtschaftrat), skipað
(rúml. 300) fulltrúum atvinnu-
greinanna og hefur ráðgjafarat-
kvæði um atvinnumál og þjóðnýt-
ingarlöggjöf og þessháttar lög
má ekki leggja fyrir ríkisþingið,
nema fyrst hafi verið leitað álits
atvinnuþingsins. Sjálft getur at-
vinnuþingið komið málum á fram-
færi við ríkisþingið, jafnvel gegn
vilja stjórnarinnar og getur þá
látið einn sinna manna koma
fram í ríkisþinginu, þótt hann sje
ekki þingmaður. Þetta atvinnuráð
er sj erkennilegt fyrir þýskt þing-
skipulag.
Þing í Niðurlöndum.
I Niðurlöndum er þingbundin
konungsstjórn og ráðuneyti sett
á venjulega þingræðisvísu. En í
þingskipulaginu eru nokkur sjer-
kenni, sem hjer verða talin. Deild-
imar eru tvær. Sú fyrri (50
manns) er kosin óbeinni kosningu
til 6 ára. Hin deildin, aðaldeildin
(100 manns) sem ein, ásarnt
drottningunni, getur átt frum-
kvæði að lögum, er kosin almenn-
um hlutfallskosningum karla og
kvenna yfir 25 ára að aldri og
hvílir kosningaskylda á kjósend-
um (og er slíkt líka í lögum í
Belgíu). Þingmenn fyrri deildar
fá þingfararkaup (10 gyllini á
dag), en þingmenn annarar deild-
ar föst árslaun, 5000 gyllini og
sömuleiðis fá þeir að lokinni
þingsetu 150 gyllina eftirlaun
fyrir hvert þingár sitt og þing-
mannaekkjur og börn fá einnig
eftirlaun. Þetta mun hvergi tíðk-
ast nema. í Hollandi.
Þing í Sviss.
■Sviss er lýðveldasamband 22
ríkja, eða kantóna. Hver kantóna
er talin fullvalda ríki, en í raun
og veru era þær undirgefnar sam-
bandsstjórninni. Æðsta vald rík-
j isins er hjá sambandsþinginu og
j það þing er einkennilegt að því
j le.vti, að það hefur ekki einungis
löggjafai’vald, en einnig mikið
framkvæmdavald og dómsvald.
En þingvaldið er takmarkað af
þjóðvaldinu meira en víðast ann-
arsstaðar, þar sem ákvæði um
málskot til þjóðaratkvæðis era
talsvert rúm og getur þjóðarat-