Lögrétta - 25.06.1930, Page 13
LÖGRJETTA
13
■f -------------------
Fyrir 15 árum
hóf Eimskipafélag íslands siglingar með 2 skipum
er fóru fyrsta áriðlO ferðin milli íslands og úNanda
Nú á félagið 5 vónduð og vel útbúin skip,
og hið sjöKa í smíðum, sem flyfja vörur og
farþega innanlands og milli landa, og fara
á þessu ári 52 ferðir milli íslands og úflanda
ÞeNa hefir áunnisf á ekki lengri h'ma, fypir sam-
tök og samheldni landsmanna um að koma á fót
islenzkum kaupskipaflofa og sfyðja siglingar
íslenzku skipanna
Skip félagsins eru nú í reglubundnum ferðum
Ivisvar Ml þrisvar í mánuði milli íslenzkra hafna
og Kaupmannahafnar, Leith, Hull og Hamborgar.
Þessar hafnir eru jafnframl umhleðsluhafnir fyr-
ir íslenzkar afurðir, sem fara eiga fil Suður-
landa, Norður- og Suður-flmeríku og víðar. Einnig
fyrir vörur sem hingað eiga að koma Irá Hol-
landi, Belgíu, Svíþjóð, Frakklandi og öðrum þeim
löndum, er íslendingar eiga skifli við. Fram-
haldsflulningsgjöld hin lægstu, sem fáanleg eru,
og vörurnar komast fljótt og vel leiðar sinnar.
Frekari upplýsingar um flutningsgjöld og fleira
er þessu viðvíkur fást á skrifstofu féíagsins í Rvk.
Með samtökum allra íslendinga,
vestan hafs og austan
var Eimskipafélag íslands stofnað.
Með samheldni allra þeirra, sem ferðast eða flytja vörur að land-
inu og frá því, hefir félagíð getað aukið flota sinn og siglingar,
svo sem raun ber vitni um.
Eins og upphaf félagsins var að þakka samtökum og samheldni,
eins verður vöxtur þess og viðgangur framvegis að byggjast á
samtökum og samheldni allra góðra Islendinga.
Munið það á þessu merka minningarári
íslenzku þjóðarinnar!
H.f. Eimskipafélag Islands
~ _ E-f
kvæði, jafnvel eftir tillögum utan-
þmgsmanna, borið þingið ofur-
liða. Þjóðaratkvæðagreiðslan get-
ur ennþá farið fram í sumum
fylkjum á þann forna hátt, að
allir atkvæðisbærir borgarar
koma saman á tiltekinn þingvöll,
þar sem umræður og atkvæða-
greiðslur fara fram í heyranda
hljóði undir beru lofti, en annars
fer þjóðaratkvæðagreiðslan fram
skriflega og leynilega. Þjóðm
notar rjett sinn til beinna af-
skifta af löggjafarmálum ekki
mjög mikið, en hefur samt oft
heft framgang laga, sem þing-
ið samþykti. Þingið er í tveimur
deildum, er heita þjóðráð og
stjettaráð. I það fyrnefnda er
kosið hlutfallskosningum til
þriggja ára, einn fulltrúi fyrir
hverja 20 þúsund íbúa (samkv.
manntali 10. hvert ár). Kosning-
arrjett hafa tvítugir borgarar og
eldri og eru einnig allir kjör-
gengir, nema klerkar. í stjettaráð-
inu sitja tveir fulltrúai’ hverrar
kantónu. Frumvörp eru lögð sam-
tímis fyrir báðar deildir og á-
kveða forsetar hvor þeirra ræðir
þau fyr. Bæði einstakir þingmenn
og kantónurnar geta lagt fram
frumvörp. Fyrir sambandsþings-
ins hönd fer svonefnt sambands-
ráð með aðalframkvæmdavald
rikisins. 1 því sitja 7 menn kosn-
ir af þinginu til þriggja ára í
senn og einn þeirra er kosinn for-
seti sambandsins til eins árs í
senn. 1 þessa stjórn má ekki
kjósa nema einn mann úr sömu
kantónu og má ekki heldur kjósa
alla úr meirihluta flokki þingsins
einum, því minnihlutinn á einnig
að eiga fulltrúa í stjórninni. Það
er venja, að sambandsráðsmenn-
irnir eru endurkosnir hvað eftir
annað, svo að þeir verða einskon-
ar fastir embættismenn og um
leið og þeir eru kosnir verða
þeir, að minsta kosti að forminu
til, að segja sig úr þeim þing-
flokki, sem þeir hafa talist til, og
vera utanflokka. Þegar þeir eru
orðnir hálfsextugir og hafa setið
í sambandsráðinu í 10 ár, hafa
þeir eftiriaunarjett. Sambands-
ráðið getur lagt fyrir þingið
frumvörp, en er annars einungis
ráðgefandi. En atvikin hafa
stundum fallið þannig (t. d. 1914)
að því hefur um stundarsakir
verið fengið alræðisvald. Sviss-
lendingar búa þannig ekki við
þingræði á enska vísu, eins og
flestar aðrar Evrópuþjóðir.
Rússnesk þing.
I Rússlandi er þingræðið ekki
heldur undirstaða stjórnskipu-
lagsins. Þar er sjerstakt skipulag,
svonefnt sovjetskipulag, sem
komst á eftir bolsjevíka bylting-
una 1917, en komst á fastan fót
með stjórnarskránni frá 1923.
Samkvæmt henni er Rússland,
eins og það er enn venjulega
nefnt eða S. S. S. R. — lýð-
veldasamband jafnaðarmanna sov-
jeta, sem hvert um sig heíur
stj órnarfarslegan rjett til þess að
segja sig úr sambandinu þegar
það vill. Hvert sovjet hefur að
lögum nokkurn sjálfsákvörðunar-
rjett í ýmsum málum, en raun-
verulega ræður sambandsstjórnin
mestu. Sambandsþingið eða ráðið,
fer með æðsta vald þess og kem-
ur saman einu sinni á ári og
sitja í þvi fulltrúar sovjettanna,
en þannig kosnir, að iðnaðarmenn
bæjanna ráða miklu meiru en
bændur sveitanna. Þetta þing kýs
svo til eins árs miðstjórn sam-
bandsins eða framkvæmdarnefnd
og er hún einnig einskonar þing,
í tveimur deildum, sem heita
sambandsráð og þjóðráð og verð-
ur þessi miðstjóm að samþykkja
alla löggjöf, sem gilda á fyrir alt
sambandið, og kemur hún saman
þrisvar á ári að minsta kosti.