Alþýðublaðið - 10.09.1963, Side 7

Alþýðublaðið - 10.09.1963, Side 7
Syngur kúrekasöngva Eva þekkir sig líka í Holly vúdd. Og þeir kannast við hana þar. Auk umsvifa í leiklist og söng dreif hún þar upp danskan lýðsklúbb í samráði við bróður, sinn, Ib Pennic. Þar tók hún að sér öll þau ósköp starfa. Hún gerð ist allt í senn: forstjóri, elda- stúlka, miðasali og barþjónn. Kunnugir segja, að í engu hafi hún -verið meðalmanneskja. Þeg- ar Eva kvaddi klúbbinn voru með limir hans hvorki meira né minna en 250. Þótti mörgum þetta vel af sér vikið hjá ekki ari kvenmanni. Um þessar mundir hefur Eva Danné verið að skemmta Akureyr ingum. Hún fór norður á vegum Skiðaráðs Akureyrar og hélt þar sjálfstæðar skemmtanir við mik inn fögnuð áhorf- og heyrenda. Ágóðanum af skemmtununum ver'ð'ur vaVið 'til „væntanlégrai- skíðalyftu í Hlíðarfjalli." — Já, það má með sanni segja, að Eva Danné : komi víða við sögu. ALLAR stúlkur þrá að vera eins og hún: stolt, ögrandi og fögur. Og karlmennirnir virða hana fyrir sér fullir lirifningar: slíkar líkamslínur eru ekki á hverju strái. Já, hún er meðal dáðustu glæsigyðja hcims. Hún er sjálf miss Manfield, Janye Mansfield. Hér liggur hún á maganum í sumarsólinni og hros- ir framan í sólina eins og aðrir þeir, sem hreppt hafa hamingj una. Matsebill tyrir matgefið fólk Frú Elaine Johnson í Los Ang eles hefur á fjórum mánuðum lagt af Í50.5 kg. Áður en hún byrj aði á megrunarkúrnum vóg hún 143 kg., svo að hún hefur létzt um jtsépán helming. Matseðillinn, sem frú Johnson þakkar þennan frábæra árangur, hljóðar svo: Morgunverður: egg með ristuðu brauði; hádegisverð ur: kjötsneiðar og grænmeti, auk þess egg og meira grænmeti — KvöLdverðarins getur hún ekki og má af því draga þá ályktun, að hún spari við sig á þeim tíma sól arhringsins. Fróðir menn egia líka að aldrei sé jafn hættulegt fyrir holdugt fólk að borða og einmitt á kvöldin. Þriðjudagur 10. september 8.00 L2.00 .8.00 19.20 20.00 20.20 20.50 21.10 21.30 21.45 22.00 22.10 23.00 8,30 Fréttir. Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. 8,35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). Þjóðlög frá ýmsum löndum. —, 18.50 Tilkynningar. Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. Einsöngur: Gérard Souzay syngur lög eftir Schubert. Við hljóðfærið: Dalton Baldwin. Frá Afríku; V. erindi: Löndin á Guineuströndinni (Elín Pálmadóttir blaðamaður). Tónleikar: Sónata nr. 5 i f-moll eftir Bach (Yehudi Ménuhin leilcur á fiðlu, George Malcolm á sembal og Ambrose Gaunt- létt á viola da gamba). „María mey og nunnan", smásaga eftir Gottfried Keller, i þýðingu Málfríðar Einarsdóttur (Elfa Björk Gunnarsdóttir). Tvö stutt tónverk eftir Ravel (Hljómsveit Tónlistarskólans £ Párís leikur; André Cluytens stj.). a) „Pavane pour une Infate défunte". b) Alborada del gracioso". íþróttir (Sigurður Sigurðsson). Fréttir og veðurfregnir. Lög unga fólksins (Bergur Guðnason. Dagskrárlok. * Hún leikur á gitarinn sinn af mikilli innlifun. Og hún syngur imdir af engu minni innlifun. Hún syngur um kúrekana á slétt- «num í Ameríku, ástir þeirra og nautaat. Og það er sko ekki dóna legur söngur. Það er engu líkara, en þéssi geðþekka, smávaxna stúlka sé snar þáttur af sjálfu „villta vestrinu." Eva Dánné er ung dönsk söng- kona með Hollyvúddfrægð í poka horninu. í filmborginni dvaldist hún í tvö ár og undirritaði þar fyrir skömmu samning við kvik- myndafélag nokkurt, er nefnist Leo Handel Corporation og er að sjálfsögðu merkisstpfnun. Þann- ig verður Eva litla líklega kvik- myndadís ofan á allt annað. Og þá getum við íslendingar sagt með aðkenningu af stolti í röddinni, „Já, ég sá hana í Lídó fyrir nokkr- um árum.“ Taka kvikmyndarinnar, sem Eva leikur í, mun ekki hefjast fyrr en í júnímánuði næsta ár og þangað til mun Eva halda á- fram að skemmta á veitingahúsun um. Fyrst og fremst ætlar hún að leita fyrir sér í heimalandi sínu, Danmörku, og komast þar að samningum við veitingastað-! ina. Héðan fer Eva Danné til Spán ar. Þar þekkir hún sig býsna vel, því að á Spáni dvaldi hún í tvö ár samfleytt og vann fyrir sér sem leikkona, sjónvarpsstjarna. list- málari (tómstundagaman hennar frá bernsku hefur verið að festa myndir á léreft), söngkona, dans ari, tónskáld (því að hún „komp ónerer" líka) — og síðast en ekki sízt nautabani. Eva Danné með gítarinn sinn.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.