Alþýðublaðið - 10.09.1963, Síða 8

Alþýðublaðið - 10.09.1963, Síða 8
Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoðun arstjóri: S9S KAPP ER BEZT MEÐ HJÁLMAR R. BÁÐARSON, skipaskoðunarstjóri, flutti í gærkveldi erindi í útvarpið um öryggismál síld veiðiskipa. Þar sem hér er um að ræða mál, sem hefur verið mjög ofarlega á baugi undanfarin misseri, og sem varðar okkur íslendinga mikils, birtir blaðið hér út- drátt úr erindi skipaskoðunarstjóra: Sn: ENGINN efast um ágæti kraft- blakkar og nylonnóta við síld- veiðar, og þessi tæki auk leitar tækja og ýmis annar búnaður hafa gerbreytt öllum veiðimögu- leikum íslenzkra síldarskipa, tekjuöflun áhafna og útgerðar, og þar með þjóðarbúsins alls. Því miður er sagan ekki þar með sögð öll. Þessi breytta veiðitækni á- samt síldarmati hefur beint og óbeint um leið breýtt ýmsum þeim atriðum, er snerta öryggi skipanna. Eldri skipum hefur ver- ið breytt, og ný skip smíðuð með tilliti til þessara veiðiaðferða. Meginbreytingarnar vegna síldai nótarinnar og kraftblakkarinnar eru þær að á þeim skipum, sem voru fyrir með bátapalli, hefur stjórnborösmegin á bátapallinum verið útbúinn meira eða minna lok aður kassi úr stáli fyrir síldar- nótina, og fremst yfir þessum kassa hefur verið útbúinn gálgi, bóma eða krani. til að hengja í kraftblökkina. Á þeim skipum, þar sem aðeins voru áður stoðir undir bátapallinum, hefur oftast verið fyllt upp í opin stjórnborðs- megin á milli stoðanna, eða klætt að utan með stálplötum, til að nótin festist síður í. Þannig hefur þá stjórnborðsmegin undir bátapalli á þessum skipum mynd- azl gangur utan við reisn skips- ins, lokaður á hlið en opinn að framan og aftan. Kraftblökkin sjálf er ekki mjög þung, en bóma sú eða krani, sem hún hangir í, er sífellt að verða fyrir- ferðarmeira tæki, og til að auð- velda notkun kraftblakkarinnar við stórar nætur, þá hefur þróun- in verið í þá átt, að hækka þenn- an gálga. Um leið hækkar átakið á skipið. þegar nótin ' hangir í kraftblökkinni á hlið skipsins. Síldarnæturnar úr nælon-gervi efnum eru verulega léttari en gömlu síídarnæturnar. Nú undan- farið hafa næturnar hinsvegar verið stækkaðar meira og meira, einkum dýptin aukin, til að geta náð í síid, sem stendur dýpra undir yfirborði sjávar. Til skamms Þ'ma höfum yið reiknað með, að sfldarnætur blautar myndu vega um 6 tonn, og var þetta talin vera ríflega áætluð þyngd. Þyngd nýj- ustu og stærstu nótanna mun hins vegar nú vera orðin enn meiri. Þyngdarpunktur þessarar nótar hefur verið áætlaður 40 cm fyrir ofan bátapaliinn, og er þetta að siálfsögðu mjög óhagkvæm þyngd og staðsetning fyrir minnstu síld- arskipin, sem búin eru nót á báta- palli. Síðasta þróunin er nú sú að talið er að nauðsynlegt verði, að síldveiðiskipin verði búin tveimur síldarnótum samtímis, og verði þær þá af mismunandi dýpt og möskvastærð. — Stærstu síld- arskipin geta að sjálfsögðu þolað þessa miklu yfirþyngd, því hæð á bátapalli er yfirleitt mjög lík, hvort sem um er að ræða stórt eða lítið skip. Ef farið verður almennt að hafa tvær síldaniætur á bátapalli, þá er ávallt sú hætta fyrir hendi, að leitazt verði við að koma þessu fyrir, jafnvel á skipum, sem alls ekki geta með sæmilegu móti þolað slíka yfirhleðslu. heiUavænleg áhrif á öryggi sild- yeiðiskipanna, áhrif sem gæða- mat á síld áreiðanlega ekki hefur ætlazt til, né gert sér grein fyrir, þegar þessi ákvæði hafa verið sett. Verðmunur er það mikill á síld í salt og í vinnslu, að það er eðlilegt að áhugi áhafna skipanna beinist að því, að sem mest af veiddri síld verði í þeim gæða- flokki, sem metin er söltunarhæf. Þessvegna hafa síldarskip verið búin hillum til beggja hliða við miðhluta lestarinnar. Þessar hill- ur eru hafðar hallandi inn að I unarvara. Þetta atriði hefur vald- ! ið þróun þess, sem nefnt hefur verið falskur steis. Miðskipa und- ir lúgum skipanna er þá haft loft- rúm, alia leið frá botni skipsins og upp úr í lúgu. Þama getur ver- ið um býsna mikið rúmmál að ræða í lestinni, sem ekki er fyllt af síld, og er þetta gert til þess, að geta tæmt sem mest magn af síld úr lestinni með máli, sem látið er renna í af hillunum, án þess að nota fyrst grabba til að tæma steisinn með. Þessi svonefndi falski steis, eða loftrúm undir lúgum í miðri lest, er ekki aðeins hættulegt vegna stöðugleika skipsins því hætt er við að sama magn síldar sé í stað- inn til viðbótar látið á þilfar, held- ur ekki síður vegna þess, að á- reynslan á skilrúmsborðin í þess- um hluta lestarinnar er svo marg- falt meiri en ella, þar eð síldin er aðeins öðru megin við þessi þil, en tómt hinu megin. Ef nú skil- rúmsborð fer úr falsi, bognar eða brotnar, þá getur síldin runnið yfir í loftrúmið í lestinni, og í veltingi getur síld á hreyfingu í lestinni, með lausum borðum fljótandi í síldinni, brotið frá sér enn fleiri stíuborð, þar til síldin getur runnið til í lestinni frá einni hlið til annarrar. Ef sam- tímis er síldarfarmur á þilfari, þá munu varla nokkur skip geta þolað slíka raun, ef nokkuð er að veðri. Sé mikil síld, þá munu nú flestir fylla miðhluta lestar- innar líka, áður en háfað er á þilfar, en sé ekki um mjög mikla síld að ræða, er að sjálfsögðu einnig freistandi að dreifa síld- inni heldur á þilfarið, en að setja hana í lest, því það mun að jafn- aði gefa verðmeiri vöru. FYRIRKOMULAG ! LESTUM NIÐURHÓLFUN í lestunum i stíur hefur yfirleitt verið góð í íslenzkum síldarskipum. Hinsveg- ar hefur á undanfömum árum komið í ljós, að lestarborð úr al- úmíníum hafa mjög reynzt. of veik og ekki ávallt fær um að þola það álag, sem á þeim gat hvílt, einkanlega vildu þau bogna út úr fölsum, ef borðin voru ekki nógu nákvæinlega af réttri lengd í stíurnar. Þar með gat öll síldin komizt á hreyfingu í lestinni. Skipaskoðun Ríkisins lét því framkvæma rannsókn á styrk- leika lestarborða i nýjum islenzk- um skipum, og að því loknu var bann 5 júní 1963 gefið út um- burðarbréf, þar sem tekið er fram hve löng borð megi nota af hverri einstakri gerð. Þetta bréf var sent ölíum skipasmíðastöðv- um, sem höfðu í smíðum íslenzk fiskiskip, sem og framleiðendum alumínium borða, skipakaupend- um, og ýmsum öðrum aðilum. í ljós kom, að enn eru ekki fáanleg á markaðinn alumínium borð, sem eru nægjanlega sterk fyrir lengstu borðin, og verður því að nota tréborð í lengstu lengdimar. Framleiðendur alumínium borða eru hinsvegar nú að undirbúa framleiðslu á borðum, sem eru nægjanlega sterk til að uppfylla þessar kröfur. En ekki er öllu fullnægt með þéttri niðurhólfun og sterkum borðum í stíunum. Öryggið er líka háð því skilyrði, að hólfin séu fyllt og notuð á réttan hátt. Með reglugerð um ferskfiskeftirlit er ákveðið að síld í söltun skuli vera á hilium, og sagt er að víðast hvar sé gerð krafa um, að síld í söltun sé þannig losuð, að ekki séu not- aðir svonefndir grabbar við los- unina. Þessi atriði hafa mjög ó- HJÁLMAR R. BÁRÐARSON skipaskoðunarstjóri. miðju skipsins, og hæð þeirra frá botni lestarinnar er oftast um 80 cm., þannig að hægt er aö losa sfld af hillunum með því að opna rennilúkur á lóðrétta stíu- þilinu, og láta síldina þannig renna niður í síldarlosunarmálið, án þess áð moka henni. Þessi að- ferð mun uppfýlla kröfur síldar- matsins til að sildin verði söltun- i arhæf, að því er meðferð siídar- | innar. varðar. Aðferðin býður hinsvegar þeirri hættu heim, að ekki er • víst að álltaf sé hleypt sfld undir neðstu hllluna i lest- fhni, og sé það, ekkl gert, þá er loftrúm neðst f allri lestinrti, en allur síldarþunginn þar ofanvið. ÞesSu hefur Skipaskoðun Ríkis- ins margsinnis varað við, vegna stöðugleika skipanna. Bent hefur verið á þá leið, að hafa ekkert hilluborð yzt úti við skipssíðuna. Sé það gert, þá rennur síld nið- ur undir neðstu hilluna og fyllir það rúm líka. Þegar losað er, má fyrst taka sildina af hillunni eins og sagt var frá áðan, en tæma að lokum þá síld, sem undir hili- unni er. Þessi síld neðst verður ef til vill ekki metin söltunarhæf, af því henni þarf að moka, en það verða menn að sætta sig við, ef þeir vilja ekki tefla eigin öryggi f tvísýnu. Annað atriðið varðandi gæðamat síldar, sem mikil áhrif hefur haft, og hefur á stöðugleika og öryggi sildvoiðiskipanna; er sú ákvörðun, að síld tekin méð gröbbum upp úr lest sé ekki sölt- FYRIRKOMULAG Á ÞILFARI ÞRÓUNIN á frágangi síldarinnar á þilfari er einnig fróðlegt ,að gera sér grein fyrir. Áður fyrr var venjuleg skjólborðshæð á fiskiskipi ekki nema kringum 70 cm. Ofan á þetta var svo farið að bolta planka á rönd til að hækka með skjólborðið vegna síldar- farms, og var öll hæð skjólborðs- ins þá orðin samtals um 1 metri. Ofan á þetta borð var svo farið að setja klofaborð, sem smeygt var ofan á, og hafa þessi borð hlotið nafnið ágirndarborð. Ágirndarborðunum fjölgaði svo smátt og smátt, og uppstillingín hækkaði. Allt þetta borðafargan var svo veikt fyrir sjó, að ef braut á þessu, þá brotnaði mikið af borðunum af, og síldinni skol- aði fyrir borð. Þetta hefur áður eflaust bjargað mörgu síldarskipi. En það er illt að missa síld, ef hægt er að koma henni með ein- hverju móti í land, og því hefur þróunin orðið sú, að fasta skjól- borðið á íslenzkum fiskiskipum hefur farið smáhækkandi, og á stærri stálskipunum er ekki óal gengt, að siálf skjólborðshæðin sé nálægt meter. en fremst við hval- bakinn oft 1.3 metrar. Ofan á þetta skiólborð er svo nú settur annaðhvort sterkur eikarplanki, sem er traustlega festur með holt- um og vinklum við skjólborðið eða stálupohækkun. Ágirndar- borðin eru Þ'ka orðin sterkari en áður var, og hæðin er jafnvel komin upp í axlar hæð eða augna- hæð þar sem mest er, lauslega á- ætlað um 1.65 metrar yfir þilfar. Allur þessi upphækkunarbúnaður er orðinn svo sterkur, að töluverð- • )■'■'£%& ■■ ‘ v -^4*}ivH' '-Xr-;- ':'V f • i ' M ' ■ Á, , - i if \. • • Drekkhlaðinn —'’•’•>»• átur kemur til ■nMMMIMIIMlM(lMMMIMMMMtM»(IMMMIMMtMMtMMnlMMtMMIMIMMMMMMMMI ■■■«■■■■•■•■■■■■■■■■>■■■ mMtlMmmmmmm a («■ * n ■■■ n n u ■■■■■■( ■ m m o ■ m n a *■■■■■■■■■•■■■■■ m » ■ t • a ■ a'a » c «»»•» ■•■■■■■■laoaaaaa■■•■■•■■■■■>(> •■■■•■■■■■•■»■■■■•■■ HM(MM«|M(M(W((((MHM ■ ■■■(■(ItttMMMMWCMÍgW (■■■■■■C «M(«(MMMM—(n • ■ ■ ■ ■M((MMMMdUÍÍnn(M • ■ ■■•inun(((M((tiA(M 8 10. sept. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.