Alþýðublaðið - 10.09.1963, Page 15

Alþýðublaðið - 10.09.1963, Page 15
þetta einhvern daginn, vertu viss. snöggvast datt mér í hug, að Jan ice hefði þetta allt beint frá Pet er, og það gerði mig ennþá.reið ari. Hafði Peter vogað sér að ræða fjölskyldumál mín við Jan ice? En jafnskjótt og þessi grun semd læddist í hug minn sá ég, að hún var ósönn og ég skamm aðist mín. Ég fann, að smá hönd Janice strauk mína. __ Vertu ekki reið, Shirley. Það er aðeins af því að mér þykir vænt um þig og ég þoli ekki að sjá þig óhamingjusama. — Óhamingjusama? — Ég hló, __ guð minn góður. Hvemig dettur þér svona vitleysa í hug, elskan mín? Ég dansa á rósum — þótt ég færi öfug fram úr rúm- inu í morgun. Almáttugur. Hef ég verið að leika einhvers konar píslarvott.? Ég get fullvissað þig um, að ekkert var mér fjær. Ég séil mömmu vel og ég er því fegin, að mér hefur ekki farizt svo mjög illa við fjölskyldu mína fram til þessa. Allt leysist Þegar við vorum komnar upp á hæðina náði Peter okkur á gamla bílnum sínum. Hann spýtti í svo að við hrukkum í kút og stukkum út á vegkantinn. Þegar við sáum, hver þetta var og vor- um búnar að hlægja nægju okk ar að hrekkjabragðinu, settumst við inn í bílinn og létum aka okk ur að sjúkrahússhliðinu. Peter virtist óvenjulega málglaður, samt var það svo mér til mikillar undrunar, að á eftir gat ég ekki minnst nokkurrar skynsamlegr- ar setningar, sem hann hefði sagt. Við Janiee urðum samferða inn, og áður en við skildum á ganginum ákváðum við, að drífa okkur í saumaskapinn um kvöld ið. Mér datt það ekki í hug fyrr en ég var kominn inn í bókasafn- ið og farin að vinna, að Colin Masters, læknir, væri kominn til dvalar á Redstones, og að líkind um mundi ég eiga talsvert sam- an við hann að sælda. Smám saman gleymdist mér ,ófriðurinn við morgunverðarborðið og all- ir smávægilegu erfiðleikarnir, sem virtust svo stórir í morgun skímunni; ég sökkti mér niðurí starfið. Yfirhjúkrunarkonan sendi eft- ir mér um hádegisverðarleytið og í tvo til þrjá klukkutíma var ég önnum kafin við að fara í ýrnis konar send.iferðir fyrir hana. Þegar ég kom aftur á bóka safnið seinna um daginn sá ég, að dyrnar stóðu opnar og hvít- klæddur maður stóð þar með bakið að útganginum starði upp í bókahillurnar. Ég vissi strax, hver gesturinn var, þótt ég sæi ekki framan í hann. Þegar hann heyrði til mín, sneri hann sér við og brosti afsakandi. — Ég er aftur hér á vakki, sagði hann, en ég var að koma frá sjúklingi á Spörva-deildinni. Hún var nýlega skorin maga- skurð og nú er aðalvandamálið að fá hana til að trúa því, að þetta var ekki illkynjað. Það var góðkynjað, skiljið þér, en vesalings konan er svo fullviss um hið gagnstæða, að það er ó- gerlegt að fá hana ofan af því. Hún er viss um, að hún verði komin hingað aftur innan fárra mánaða og ef áfram heldur sem hingað til er helzt útlit fyrir að svo verði. Svo óheppilega vildi til, að einhver velviljaður vinur hennar lánaði henni bók, sem hún gleypti í sig. í þessari bók segir frá konu, sem dó þjáningar fullum dauðdaga úr þeim sjúk- dómi, sem konan heldur sig ein mitt haldna af. Hún heimfærði þetta allt saman upp á sjálfa sig, og nú er sem sagt allt útlit fyrir, að . . . Rödd hans var svolítið hæðnis leg, — en það var hvorki hæðni né glens í augum hans, sem leit uðu minna. Nú þarf ég að fá gagneitur til að sigrast á eitrinu í huga hennary ungfrú Martin. Hafið þér einhverjar uppástungur? Ég hugsaði mig um og renndi augunum yfir hilluna með nýj- ustu bókunum. Ég vissi, að var lega þurfti að fara og að það reið á öllu, að valið væri rétt. Fárveik manneskja, sem skelf- fingin hafði náð tökum á, yrði ekki hugguð með ævintýrum, sem enduðu með brúðkaupsklukk um, og þar sem skýin sigla silf urbrydd um heiðbláan himininn. Hún hefur misst trú á sjálfri sér og heiminum, og þá trú er ekki auðvelt að veita að nýju. Hún er greind kona, sagði hann eins og til að svara þeirri spurningu, sem brann mér á vör um, — þér þurfið ekki að ótt- ast, að þér ofbjóðið skilningi hennar. Burtséð frá þessari í- myndun er þetta mesta ágætis manneskja. Ég tók mér bók í hönd og hand fjatlaði hana hugsandi, — las nokkrar síður, þótt ég hefði áð ur lesið þókina spjaldanna á milli ekki einu sinni heldur oft. Hann horfði forvitnilega á mig. — Ég er ekki viss, sagði ég hik andi. . . . Þetta er ágæt saga, — ég held að hún sé meira að segja byggð á raunverulegum at burðum. En kannski finnst yður efnið ekki ákjósanlegt- Sagan seg ir frá manni, sem var frá bam- æsku haldinn sjúkdómi, sem tal inn var ólæknandi, en hér segir frá því, hvernig hann vann sig ur á sjálfum sér og sjúkdómn- um. Þetta er mikil hetjusaga, en kannski er hún of erfið fyrir þreyttan huga og veikan líkama. Þó held ég, að einmitt þetta . . . Hann tók við bókinni og greip niður í henni hér og þar, — aug Ijóslega niðursokkinn í það, sem hann var að gera. Ég tók eftir því, mér til nokkurrar undrun- ar, að hann var jafn alvarlegur á svip eins og hann væri að framkvæma erfiðan uppskurð, þar sem um líf og dauða er að tefla. Hann kinkaði koUi einu sinni eða tvisvar. — Vitið þér, að ég held, að þér séuð með það rétta hérna, sagði hann hægt. Ég er alltaf dálítið smeykur við að láta sjúkl ingana komast í eitthvað, sem fjallar um lækningar, — en hér er um annað að ræða. Þetta kann að vera sú hvatning, sem kon- an þarfnast, — það dregur úr ótta hennar og víkkar sjóndeild arhringinn, eykur á trú hennar á lífið og tilveruna. Þakka yður fyr ir, — þakka yður innilega fyrir. Hann renndi litlu bókinni of an í stóra vasann á sloppnum sínum. Meðal annarra orða. Ég er bú- inn að ákveða fund með yfir- hjúkrunarkonunni á föstudaginn klukkan hálf þrjú á skrifstofu minni. Vilduð þér gjöra svo vel og skrifa það niður? — Þarf ég þess? spurði ég og brosti. Ég er ekki í neinni stjórn, læknir. Hann gretti sig eins og honum leiddist að svara slíkum spurn- ingum. Þér eruð í þessari stjóm, sagði hann ákveðið. Á þessum fundi verður rætt um lækningar í síðasta skilningi þess orðs, og bókasafn yðar hefur þar miklu hlutverki að gegna. Mig langar ennfremur til að brjóta upp á hugmyndinni um myndasafn og kannski barnakvikmyndasýning- um, og kannski, — ef unnt væri kvikmyndasýningum fyrir full- orðna. Ég hef heilmargar hug- myndir í kollinum og ef fallizt verður á þær munuð þér án efa fá að glíma við þau vandamál að koma mörgum þeirra í kring. Gjörið þér svo vel, að skrifa þétta niður. Það ergði mig dálítið, að hann skyldi telja svo sjálfsagt, að allt starfslið sjúkraliússins snerist í kringum hann. En ég verð að játa, að það vakti mér nokkurr ar forvitni að vita, hvað gerðist á þessum fundi, og ég sá fyrir mér svipinn á yfirhjúkrunarkon unni, þegar þessi maður færi að koma fram með allar sínar æv- intýralegu hugmyndir, og hún gerði sér ljóst hvílíkan úlf hún hefði fengið í sauða- og lamba hjörðina sína. Ég vann lengi fram eftir um kvöldið og gleymdi því alveg, að ég hafði lofað að koma snemma heim. Ég var önnum kaf in allan daginn og reynslan var búin að kenna mér, að það tjóaði lítt að geyma til næsta dags, því að hver dagur hafði upp á næg verkefni að bjóða. Ég kom við í dagstofunni áður en ég fór, en þar var flokkur hjúkrunar- kvenna, sem voru að fara á næt- urvakt. Ein eða tvær heHsuðu mér kumpánlega og ég settist FLUGFÉLAG... Framh. af 16. síðn Gullfossi og í Skálhölt. Blaðamenn hittu Lemaire í gær kvöldi og lét hann mjög vel yfir dvölinni hér. Hann kvað allar lík ur benda til þess að í framtíðinni legðu franskir og ítalskir ferða- menn leið sína hingað. Þeir fengju nóg af sól og sumri í heima löndum sínum, hér gætu þeir kynnst náttúrufegurð og landslagi sem hvergi annars staðar væri að finna í veröldinni. í framhaldi af þessu má geta þess, að Flugfélag íslands hefur nú hafið samvinnu við þekkta ítalska ferðaskrifstofu, sem hefur tekið ísland á „dagskrá" sem ferðamannaland. Héðan eru ný- farin karl og kona frá ferðaskrif- stofu þessari, en þau munu er heim kemur, skrifa í a.m.k. 12 ítölsk tímarit um ferð sína hingað Þá var hér á ferðinni fyrir skömmu hópur 14 svissneskra ferðaskrifstofumanna, sem fóru um nágrenni Reykjavíkur, Þýzkir sjónvarpsmenn hafa verið hér á ferðinni, einn kvikmyndatökumað ur og tvær konur, sem munu sjá um texta að sjónvarpskvikmynd, sem sýnd verður í þýzka siónvarp- inu síðari hluta september. Er þetta einnar klukkustundar mynd 4 camtímis í öllum þýzku sjónvarpsstöðvunum. Hér voru og f boði Flugfélags- ins brezkir sjónvarpsmenn, sem gerðu kvikmynd eftir sögu Jules Verne um Snæfellsjökul. Er þykir hafa tekist vel. Verður hún myndin nú að mestu tilbúin, og sýnd í brezka sjónvarpinu í des- ember og janúar. Er þetta kluklcu stundar mynd. Hópur ítalskra blaðamann var hér um mánaðamótin maí/júní. Sú ferð hafði þau áhrif, að einn þátttakenda var kominn hingað með 15 manna hóp ferðamanna mánuði síðar. Seinasti hópurinn í sumar kem ur á föstudaginn. Eru það sjö blaðamenn frá Færeyjum. Dvelja þeir hér nokkurn tíma og ferðast um landið. niður hjá þeim og fékk mér kaffi bolla. Ég spurði eftir Janice, en var sagt, að hún væri farin heim fyrir hálftíma. Ég hugsaði með hálfgerðum kvíða til langrar göngu heim og datt í hug, hvprt örlögin yrðu svo væn að senda Peter eftir mér. Bílgarmur var við hliðið, þeg ar ég loks kom út. Það var in- dælt veður, svo að ég ákvað að ganga alla leiðina heim yfir heið ina og njóta ferska loftsins, en yfirhjúkrunarkonan var alltaf að prísa. Ég hafði alltaf notið göngu ferða allt frá bernskudögum, þeg ar ég trítlaði við hlið pabba og reyndi að líkja eftir göngulagi hans. Ég hlýt að hafi verið nið- ursokkin í hugsanir mínar, því að, þegar ég heyrði nafn mitt nefnt, snarsnerist ég á hæli. Heið SÍLD... Framh. af 5. síðti Hafrún, Neskaupstað 7191 Hafþór, Reykjavík 7875 Halkion, Vestmannaeyjum 9433 Halldór Jónsson, Ólafsvík 16897 Hamravík, Keflavík 12283 Hannes Hafstein, Dalvík 17074 Haraldur, Akranesi 7720 Helga, Reyk-javík 11716 Helga Björg, Höfðakaupst. 11725 Helgi Flóventsson Húsavík 19189 Helgi Helgason VE 17711 Héðinn, Húsavík 17542 Hoffell, Fáskrúðsfirði 14113 Höfrungur Akranesi 7429 Höfrungur II. Akranesi 7934 Jón Finnsson. Garði 13890 Jón Garðar Garði 19859 Jón Guðmundsson, Keflavík 10753 Jón Gunnlaugs Sandgerði 7948 Jón Jónsson, Ólafsvík 8719 Jón á Stana, Ólafsvík 10130 Kambaröst. Stöðvarfirði 8250 Kóour, Keflavík 12478 Lómur Keflavik 160.49.. Mánatindur. Diúpavogi 12765 Manni, Keflavík 7968 Margrét, Siglufirði 14106. : Oddgeir, Grenivik 17242 Ólafur bekkur, Ólafsfirði 10068 Ólafur Maenúss.. Akurevri 19632 Ólafus’ Trvggvason. Hornafi. 10915 Páll Pálsson. Hnffsdal 7017 Pétur .Tónsson Húsnvík 7757 Pét.ur Stgurðsson. Reykjavík 9751 Rán Fáskráðsfirð; 7273 Pifsues. Bevkiavík 8921 Rnnólfur. Grafarnesi 8445 Seiev, Eskifirði 12262 Sigfús Bergmann. Grindavik 8070 Sígrún. Akranesj 9152 Sigurður, SVIufirði 8388 Sígtirður Btarnason, EA 22249 Sigurnáll Garði 26878 Skagaröst. Kefiav[k 17364 Skarðsvík. Rifi 13674 Skioasksgi. Akranesi 8987 Skírnir. Akranesi 7858 Snaetell. .AVni-evrj 18196 . Sólrún Bolungavik 12644 Stanafell Ólafsvik 7782 Stefáu Árnason. Fásk’-úðsf. 7342 stefán Ben Neskaitnstað 9042 stpinffrím’”’ trH’u Eskifirði 11904 Siígandi. Ólafsfirði 10009 Sunnutindur Diiínavogi 19496 Svanur, Bevkiavík 7194 Smfari. TáTknafi’'ði 18909 Saefavi. NesVa’ins+að 171.39 Smúlfur Tílknafirði 13362 Tialdur. Pifi 7309 Valafell Ólafsvík 9918 Vaitarnes Fskifirði 15042 Víðir IT. Garði, 11614 Víðir. E°kifirðj 16180 Von. Keflavfk 9957 Þorbiörn. Grindavík 15238 Þorkatla. Grindavík 13150 Þráinn. Neskaunstað 13520 ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 10. sept. 1963 15

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.