Alþýðublaðið - 13.09.1963, Síða 9
OG
ef rétt er á haldið. Ég vil bæta því
við, að Norðmenn byggja nú
hverja stórverksmiðjuna til al-
úmíníumframleiðslu eftir aðra.
Ég minntist áðan á olíunotkun
íslendinga til hitunar húsa og sýn-
ist ekki úr vegi að ræða um olíu-
mál íslendinga yfirleitt, svo mjög
sem þau eru rædd í blöðum og
manna á meðal.
Árið 1962 var notkun eftirtal-
inna olíutegunda hér á landi (og
eru sölur til varnarliðsins þá ekki
taldar með);
Bílabenzfn 45.000 tonn
Fiugvélabenzín 13.000 tonn
Eldsn. fyrir þotur 2.500 tonn
Steinólia 1.400 tonn
Gasolía 205.000 tonn
Brennsluolía (fuel oil) 88.000 tonn
Satntals 354.900 tonn
Verðmæti þessara olíuyara mun
hafa numið samtals 383 milljónum,
en þar af var keypt af löndum
austan hins svokallaða járntjalds
fyrir 350 milljónir króna. Þá
munu hafa verið keyptar aðrar
olíuvörur, aðallega smurnings-
oh'ur, fyrir tæpar 50 milljónir
króna, en ekkert af þeim að aust-
an, svo heildarnotkun lands-
manna, að undanskildum sölum til
varnarliðsins, mun því hafa num-
ið um 430 milljónum á árinu
1962.
í þessu sambandi tel ég ástæðu
til að greina .fró því, hve mikið
geymslurúm er í olíubirgðageym-
um hér á landi í stöðvum í Reykja
vík og annars staðar á landinu:
■ "• * ‘ tonn
Olfuverzlun íslands hf. 53.000
Skeljungur hf. 24.000
Olíufélagið hf 161.000
Þar af leigt varnarliðinu
f Hvalfirði 71.700
Þannig eiga Islendingar olíu-
geyma til geymslu á 238 þúsund
tonnum af ölíu, og virðíst því ekki
hætta á, að skórtur verði á birgða-
geymum . undir olíu á næstunni.
Þar að aukí eru svo birgðagey.m-
ar varnarliðsins í Keflavík, sem
ekki er kunnugt um, hve stórir
eru, en munu varla vera mikið
minni en núverandi olíubirgða-
geymar í Hvaleyjarstöðinni. Þá
er mælt, að í ráði sé að varnar-
liðið byggi í Hvalfirði nýja olíu-
birgðastöð, sem rúmi 165.000 tonn,
ásamt fullkomnum búnaði, leiðsl-
um bryggjum og viðlegufærym.
Þegar slík stöð verður fullbúin,
getur vernarliðið tekið að öllu
lCyti í sínar hendur olíukaup,
geymslu, flutning milli Hvalfjarð-
ar og Keflavíkurflugvallar og alla
afgreiðslu þar og í Hvalfirði. Er
ekki nokkur vafi á, að slík ráðstöf-
un. myndi rýrá. tekjur íslendinga,
bæði olíufélaganna, bæjarfélaga
og einstakra starfsmanna um tugi
milljóna króna á ári. í þessu sam-
bandi mætti minna á að gjaldeyr-
istekjur landsmanna af varnarlið-
Sigurður Jónasson
inu hafa lækkað Úr 10 milljónum
dollara þegar hæst var, niður í
6 milljónir árlega.
Þá kem ég að máli varðandi olíu
mál íslands, sem hefur verið
rætt opinberlega undanfarið, en
það er um byggingu olíuhreinsim-
arstöðvar (á ensku refinery) hér
á landi.
Sú hefur orðið þróunin í bygg-
ingu olíuhreinsunarstöðva upp á
síðkastið, að unnt er nú að byggja
og reka miklu minni slíkar stöðv-
ar en áður, en þó arðbærar. Má
sem dæmi nefna lltla stöð á Ja-
maica, fremur litla stöð á ír-
landi og nú síðast olíuhreinsunar-
stöð, sem byggð var fyrir Essofé-
lagið í Port Brega í Libýu. í stöð
þessari oru aðeins unnar 8000
tunnur á dag. Stöð þessi var
byggð með því einstæða og snjalla
móti, að- sjálf hreinsunarstöðin
var byggð á steinnökkva í Belgíu,
og var stöðin síðan dregin til Li-
býustrandar, grafið fyrir hana
rúm inn í sandinn og stöðinni
fleytt inn í .það á flóði og sandi
svo dælt utan með. Með þessu
móti varð stöðin 1/3 ódýrari en
ella, og má vel vera að þessi að-
ferð eigi mjög vel við, ef úr verð-
ur að olíuhreinsunarstöð verði
reist hér á landi. Stöð þessi er ó-
trúlega lítil um sig. Nökkvinn er
55 metra langur, 24.5 metrar á
breidd og dýpt hans 5Vá metri.
Leiðin til Libýu frá Beigíu var
3000 sjómílur.
Áður fyrr þótti olíufélögum ó-
ráðiegt að byggja minni hreinsun-
arstöðvar, en fyrir 25.000 tunnur
á dag (miðað við allt árið), en
síðan bygging Libýustöðvarinnar
tókst svo vel, hafa bæði Shell og
Esso félögin byggt meira en 10
minni stöðvar að stærð allt niður
í 5000 tunnur á dag, á eyjum í
Karabfska hafinu og Afríku. Þess
ar upplýsingar eru teknar úr Che-
mical Week, 17. nóvember 1962,
en það er áreiðanlegt fagtímarit.
írska stjórnin lagði fast að olíu-
félögunum, sem verzluðu með
olíu á írlandi, að byggja þar olíu-
hreinsunarstöð og slógu þá fjög-
ur félög sér saman, létu Esso fé-
lagið byggja stöðina og reka hana
fyrir sameiginlegan reikning, en
fengu hvert sinn hluta af jarð-
olíusölunni til stöðvarinnar eftir
hlutföllum, sem þau komu sér sam
an um, væntanlega miðað við
sömu hundraðshluta og þau höfðu
haft af sölu á innfluttum olíuvör-
um.
Þá kemur spurningin: Er bygg-
ing slíkrar stöðvar tímabær á ís-
landi? Fyrst verður að athuga,
að slik stöð, fullgerð með öllu til-
heyrandi, myndi kosta um 300
milljónir króna. Varla yrði samt
mjög erfitt að útvega þetta fé, ef
sérfræðingar væru vissir um að
rekstur stöðvarinnar myndi bera
sig.
Þá er annað aðalatriði, að
rekstur slíkrar stöðvar er mjög
vandasamur tæknilega séð, og
myndi því væntanlega verða að
leita til færustu olíufélaga um að-
stoð við reksturinn. Þriðja atriðið
er, að í slíkri lítilli stöð er ekki
hægt að framleiða flugbenzín,
brennsluefni fyrir þotur (turbo-
fuel og jet fuel) og heldur ekki
steinolíu. Þá er fjórða atriðið, að
í slíkri stöð, sem yrði að miðast
við framleiðslu á hér um bil því
magnj, sem ísland notar af bíla-
benzíni, myndi slík stöð aðeins
geta framleitt um 70 af hundraði
af þeirri gasólíu, sem ísland not-
ar. 30 af hundraði af gasolíunni
yrði því að flytja inn eftir sem
áður. Þá myndi í slíkri stöð vera
framleitt um það bil 150% meira
af brennsluolíú en ísland getur
notað.
Nú er það svo að bílabenzín
myndi ekki vera hægt að flytja
út frá íslandi til sölu í nærliggj-
andi löndum, því fyrir það er
praktískt talað hvergi nothæfur
markaður. Hinsvegar myndu stór,
vestræn oiíufélög geta flutt út til
Evrópu og selt þar þau ca. 115.000
tonn af brennsluoliu, sem af-
gangs yrðu við hreinsunina. Þetta
magn svarar til ca. 6 förmum í
Hamrafellið, olíuflutningaskip
Olíufélagsins hf. og Sambands ís- 1
lenzkra samvinnufélaga. Hugsan-
legt er þó, að nota mætti eitthvað
af afgangs brennsluolíunni til að
reka ódýrt rafmagnstoppstöð. —
Þrátt fyrir allt þetta má búast við,
að slík oliuhreinsunarstöð bæri
sig sæmilega, en því aðeins að
einhver aðili eða aðilar finnist,
seno geta uppfyllt framannefnd
skilyrði um rekstur stöðvarinnar
og umfram allt, sem væru færir
um að ráðstafa brennsluolíunni
(fuel oil), sem afgangs yrði. Þá
kemur sú mikla viðskiptápólitíska
spurning: Þóla íslenzkir viðskipta-
hagsmunir (og á ég þar aðallega
við útflytjendur sjávarafurða), að
hætt verði áð kaupa olíuvörur fyi'
■■•■■■■laiiti■■■■■■!■■■■■■■■■■■■■•••■■lai
■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■I
>■■■■«■■■■■■■■■■■■■■B■■■■■•B■B■■»■■k•■■■■ k. mmmmmmm-
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
ir austan járntjaldið svokallaða?
Þetta segi ég vegna þess í fyrsta
lagi, að ég geri ekki ráð fyrir að
hægt yrði að semja við Rússa um
byggingu slíkrar stöðvar og í öðru
lagi er varla hægt að hugsa sér,
að vestrænu Olíufélögin — ég
nefni hér fyrst og fremst þau olíu-
félögin, sem hér hafa haft lengst
og mest viðskipti, nefnilega B. P.,
Esso og Shell — myndu eitt eða
öll saman vera viljug til samninga
um byggingu og rekstur slíkrar
stöðvar, nema með því móti, að
hætt yrði að kaupa hingað olíu-
vörur frá löndum fyrir austan
járntjald. Á hinn bóginn myndu
íslendingar á ýmsan hátt njóta
góðs af byggingu olíuhreinsunar-
stöðvar. Á annað hundrað manns
myndu fá stöðuga atvinnu við
rekstur hennar. Stöð, sem væri að
stærð um 10.000 tunnur eða 1333
tonn á dag allt árið að fram-
leiðslumagni ,myndi spara er-
lendan gjaldeyri um 40—50 millj-
ónir króna árlega. Mögulegt er að
margvíslegur smærri iðnaður rísi
upp í kringum stöðina. Hún
myndi geta framleitt nafta, sem er
benaín á vissu hreinsunarstigi,
sem nota mætti í stað rafmagns
til þess að reka áburðarverksmiðj-
una, sem þá myndi hætta að nota
rafmagn frá Sogsvirkjuninni. Á-
burðarverksmiðjan í Gufunesi not
ar nú um 140 milljónir kílówatt-
stunda af raforku á ári, eða um
23% af öllu rafmagni sem fram-
leitt er á landinu. Þessa mikla
magns af rafmagni gæti verið
gott að grípa til ,ef rafmagn vant
ar handa viðskiptamönnum Sogs-
virkjunar á næstu árum. Að vísu
er það svo, að hægt er að flytja
inn nafta. eins og nú er gert .með
aðrar olíur, en þetta er aðeins
nefnt sem eitt af því nýja, sem
olíuhreinsunarstöð myndi geta
framleitt.
Hvar ætti svo olíuhreinsunar-
stöð að vera staðsett .ef úr bygg-
ingu hennar yrði? Ég held, að
■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■>(■■■•■■
■■■■■■■■■■■«■■•■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■<
hún ætti vafalaust að staðsetjast
inni í Sundum, sem Reykvíkingar
kalla, og kæmi þá helzt til greina
austan- og norðanvert Geldinga-
nes en líklega þó öllu heldur
Þerneyjarsund og Gunnunes, sem
liggur landmegin við Þerneyjar-
sund.
Þá er að lokum að minnast á þá
tillögu, sem komið hefur fram í
blöðum, og að því er sýnist vera
frá ábyrgum aðilum, að stofna
beri svokallað almenningshlutafé
lag til þess, að því er virðist, að
taka að sér innflutning á olíuvör-
um, framleiðslu, þ. e. a. s. hreins-
un í olíuhreinsunaj'stöð o.s.frv.
Þetta átti að sögn blaða að vera
svo glæsilegt fyrirtæki, að- fyrir-
fi-am var nærri því að kalla mátti
lofað 10—15% af árlegum arði.
Slíkt félag kemur að mínu viti
ekki til mála sem aðili í þessum
efnum. Ríkið á að sjálfsögðu að
vera aðili að öllum samningum,
sem gerðir verða Við útlenda aðila
um byggingu olíuhreinsunarstöðv-
ar og ef horfið verður frá því
dreyfingarkerfi, sem nú er við
haft kemur að mínu áliti engin
önnur aðferð til greina en að sam
vinnufélag allra notenda olíu-
afurða hér á landi dreifi olíunni
og njóti notendur þannig þess
arðs, sem kann að verða af- dreif-
ingunni.
Olíunotkun hér á landi eykst um
4% árlega. Verður því með
hverju árinu sem líður vænlegra
að stofna olíuhreinsunarstöð. Vel
má vera að nýjar uppfinningar
létti rekstur slíkrar stöðvar og
auðveldi framgang málsins. Ég er
viss um, að rétt er að byggja olíu-
hreinsunarstöð hér á landi, ef
rétt er að farið, og ísland er
laust 'úr viðskiptaviðjum járn-
tjaldslanda. En eitt má aldrei
gera í þessum efnum, að láta ginn
ast af gylliboðum og rasa um ráð
fram og sitja svo kannske eftir
með sárt ennið. Til þess er allt
of mikið í húfi,
Sumarmótiö
Sumarmótið í bridge fór fram
um sl. mánaðarmót að Laugar-
vatni. Helzau úrslit urðu þessi:
Einmenningur:
1. Böðvar Guðmundsson.
2. Olga Einarsdóttir
3-4 Guðlaugur Guðmundsson
3-4 Stefán Jónsson
Tvímenningur:
1. Agnar Jörgenson og Róbert Sig
mundsson.
2. Einar Þorfinnsson og Ásmund
ur Pálsson.
3. Óskar Jónsson og Kristinn Guð
mundsson
Sveitakeppnina vann sveit Ástu
Flygenring en auk hennar skipuðu
sVeitiná Guðrún Bergsdóttir, Ása
J4haiinesdó)6tir og Lautey Arn
alds.
Þýðingarmikill ieíkur fór fram.
í Bikarkeppninni sl. miðvikudag.
Mættust þar sveitir Agnars Jörg-
ensonar og Benedikts Jóhanns
sonar. Sveit Agnars vann 136-63
(90-45). Benedikt er þar með úr
keppninni ■ en Agnar, sem vann
keppni þessa í fyrra er enn tap-
laus. Sveit Agnars náði strax í
fyrstu spilum góðu forskoti og var
aldrei í héettu.
Spil 3. A-V á hættu, S gefur:
K D x x X
Á 10 9
XXX
Á X
Á X X
X X
K D G 9
D G x x
G x x x
G x x
10 x
K x x x
:::::
■ ■■■«
■ ■■■■
■ •■■4
■ ■•■4
■ ■>»■
• ■■• n
■ ■■■■1
■ • ■• >i
■ ■■■M
■ ■■■n
■ ■■■4
'■■■■■ .
■ ■■■n
■ ■■■■
■ ■■■4
::::a
>■■■■
::i:3
:::«
IIÍli
::::s
;:::s
::::■
>■■•■
K D 8 x x
Á D X X
x x_x :::::
:::::
Með Agnari S og Robert N
gengu sagnir þannig:
S V N A l!ii{
p 11 d p Hlli
2 hj ■ p 3 hj p :::j:
4 hj p p p
■ ■■■■
■ ■■■■
V spilaði út t gosa, A lét t 10 og
S tók á ás. S lét út sp, V ók á ás :j}{§
Framh. á 12 síðu
■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■»■■■■■■ ■■■>
■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■!
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■!
•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■!
■■■■■■•■•••••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■!
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■«■■■■■■■■■■•■■•1 ■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ i
!■■■>■■■■■■■■■■■■•■■■■■■»*■■■■■•■■■•••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■'■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■B1
>■■■■■■■■*■■¥#¥■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■•■■■■■■■■■•■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■(.■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■1
■ ■•■■■■■■■■.....................>■•»■■■■■■■■■■■*■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• ■■■■•*■■■■■■■■■!------------
■*■■■>»»»»»■■«»■■■■»«»»»»»:;“:!
—)■■■■■■■■■■■■••■■■■■•■••■■■■•■■■■■••••■•:
)■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■•
)■■■■■■■■*»•■••■■■•■■■■■■■■■■■■■■«•■•■•■•
,■■■*■»■»»■•*•■■»■■»■»■•■■■■•■■■■■■■■■••»
■ ■»■»■■■■■■■■■■»■■■■«■■■■■■■■■■■■* '*■■■■!
■.....■•»»........■■■■■■■■»■»■■■ <■■■■■'
:»■■•■■■■•■•■■■•»■■■•■»■■■•■■•■»"■•
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 13. sept. 1963 9