Alþýðublaðið - 14.09.1963, Síða 15

Alþýðublaðið - 14.09.1963, Síða 15
lienni, þegar hún fær liöfuðverk líka þegar við erum gift? __ Peter, — við erum ekki gift, svo það er ástæðulaust að spyrja svona heimskulegra spurn inga. — Laukrétt, — við eruni ekki gift, — sagði hann hægt með einkennilegum raddblæ, — og það sem meira er: Við mun um aldrei giftast, cf ég læt allt liggja í þínu skauti hér eftir sem hingað til, Shirley, — ég spyr þig í síðasta sinn: Ætlarðu að koma? Við nóum ennþá lestinni, ef við flýtum okkur. Frú Grips eða Janice mundu koma þegar í stað, __ svo að það er engin afsökun. Þú hefur leikið pislarvött svo lengi í þessari fjölskyldu, að sannleikurinn er sá, að þú ert farin að hafa lúrpskt gaman af píslarvættinu. Mér þótti vænt um fjölskyldu þína, — þú veizt það fullvel. Mamma þín var mér önnur móðir og ég tilbað föður þinn. En nú er mælirinn fullur, Sliirley vafalaust hefur þú ekki gert þér grein fyrir því, en allt um það — mamma þín er að sjúga úr þér merg og blóð, liún lifir á þér, rænir þig æskunni, __ en reynir á engan hátt að bjarga sér sjálf. Viltu koma? __ Ég elska þig, Shirley, — viltu koma af því, að ég bið þig um það? 'Ég heyrði, að Gran var aftur farinn að kalla á mig, svo að cg stóð upp. Peter, þú skalt fara lieim núna, __ á morgun gerir þú þér ljóst, að ég get ekki farið frá þeim og skilið þær aleinar eftir heima. Þú munt jafnvel eklci skilja, að • þú fórst fram á það við mig. Þú ■ert reiður og sár, — en það er ég líka. Er þetta bitt s'ðasta orð? Hann vor orðinn náfölur, — og ég hefði naumast þekkt Petur minn aftur í gervi þessa ósveigj anlega manns, sem stóð fyrir framan mig með ásökun í liverjum andlitsdrætti. i_ Já, Peter, — en . , . Hann snérist á hæli og tók trefilinn sinn. Ég sá, að sterk- legu grófu hendurnar skulfu. — Þetta er vonlaust, Shirley, sagði hann rólega en slcýrt. Ég só það núna. I’etta yrði alltaf svona — fjölskylda þín gegn mer — og ég yrði alltaf að láta í minnipokann. Þannig endar það, elskan mfn. Þú verður að vélji á milli mín og hinna, — — hér á þessum stað og stund. Ef þú kemur eklci í kvöld, Shir- ley, — sem þú átt liægt með, ef þú vrerir ekki húð píslarvætt inu, — ef þú kemur ekki í kvöld, — er öllu lokið okkar á milli. Ég sló, — heimskulegum, stutt um hlátri, — sem kom eins og fjandinn úr sauðaleggnum. — Hvernig ætti þetta að vera endirinn, — spurði ég fíflaiega Við höfum alltaf verið saman, Peter. Þú veizt það. Við elskum hvort annað . . . — Ég er ekki eins viss um það núna eins og einu sinni... sagði hann og starði á mig þess- um stingandi augum. Trúðu mér, Shirley, — ef ég fer núna — einn — kem ég ekki aftur fyrr en þú biður mig að koma, og þar til þú lofar, að fjölskylda þín skuli aldrei metin meir en þessi svonefnda ást til mín. Mamma kallaði til mín veik um rómi og ég rauk upp. — Svona hugsar þú, — sagði ég æfareið, — í huga mér tog- uðust á vonbrigði mín vegna kvöldsins og löngunin til að vera- hjá. mömmu, — farðu bara, og þú skalt . ekki halda, að ég fari að skæla. Ég skal ekki reyna að halda aftur af þér, — ég lofa þér því . . . Við stóðum þarna eins og tveir fjandmenn, störðum hvort á annað .—- ofsareið og helsærð. Ég bað þess skyndilega með sjálfri mér, að liann kæmi til mín, tæki mig í fangið og kysSti mig hlæjandi að ótta mínum og skelfingu. — Auðvitað gæti ég ekki far- ið, — vildi ég, að hann segði, — elska ég þig kannski ekki? Ekkert getur nokkru sinni breytt því, ástin mín. En hann sagði þetta ekki, og hann færði sig ekki nær mér. Hann vafði treflinum iim háls- Jnn á sér, og hann sneri til dyra. ' — Ég meina það, sem ég segi, sagði hann hæglátlega, — ég mun aldrei koma aftur Shirley, — nema því aðeins, að þú biðj ir mig ... Hann ,gekk til dyra, og í sama bili steig ég eitt skref í áttina tii hans mcð framréttar hendur. Ennþá — hugsaði ég skeflingu lostin,--get ég kallað til hans — ég gæti gert alveg eins og iiann sagði —. og við gætum far ið. Við yrðum að vísu of sein, — en það gerði ekkert til. Við yrðum aftur saman, — örugg úm ást hvort annars og gagn- kvæman skilning. Þetta var Pet er — albúinn að gánga rólega út úr iífi mínu. Peter . . . Svo stirðnaði ég upp og lét hendurnar síga niður með hliðun um. Hann mundi koma aftur í fyrramálið með afsökunarbeiðn ir á reiðum höndum, fús til að kyssa mig og vingast við mig að nýju. Elsku Peter, — en kjána legt, — blindi Peter. Hvað vissi hann um þá ást, sem ég bar til fjölskyldu minnar? Hann átti ekkert nema gömlu foreldrana, sem aldrei höfðu haft neinn tíma handa honum . . . hann gat ekki skilið tilfinningar mínar til mömmu, — allt það, sem ég skuldaði ástkærri fjölskyldu minni. Hann hafði engan rétt til að koma með svon úrslitakosti. Ást hans — eða fjölskylda mín, — Auðvitað hefði ég alltaf hvoru tveggja — hvers vegna ekki hér eftir sem hingað.til? Ég lét hann fara og vindur- inn skellti dyrunum í lás. Ég fór inn til mömmu og sett ist niður í dimmu herbergi. Ég var sljó og tilfinningalaus, — þó er það ekki satt, — mér fannst . ég á einhvern hátt glötuð, ég fann til sömu kenndar og einu sinni, þegar ég var lítil og var úti með pabba að kvöldlagi. Ég hlýt að hafa gengið áfram, þeg- ar hann stanzaði til að tala við einhvern mann í þorpinu, og skyndilega varð mér ljóst, að ég var alein á beru svæði. Ég fyiltist skelfingu . . , en það var annars. konar skelfing en fyllti hjarta mitt nú. Lítil stúlka kast ar sér út í skelfinguna — hjarta fullorðins manns reynir að hrinda henni frá sér, — kóln- ar upp, en er of.stolt til.að játa ósigurinn. Hann hlýtur að koma aftur, sagði ég við sjálfa mig, þar sem ég- sat og þvoði höfuð móðuf minnar. Það getur meira að segja vel verið, að hann komi seinna í kvöld. Harry kom heim og fór að hátta. Doris kom. heim og vlnnu stúlkan á pretssetrinu fylgdi Flóru heim. Gran lagðist til svefns, og ég gekk um þögult húsið, faldi eldinn, setti graut inn á, svo að hann gæti mallað yfir nóttina, lauk af öllum skyldustörfunum, sem ég hafði alltáf innt af hendi á hverju kvöldi, — en ég vissi naumast, hvað ég var að gera. Mjög seint, löngu eftir mið- nætti fór ég inn í herbergi og stóð við gluggann. Það var ekk ert ljós í húsinu hans Peters hin um megin við akrana. Það lilýtur að hafa verið kom ið fram undir morgun, þegar ég skreið loks köld og aum upp i rúm. Og þá fyrst liorfðist ég í augu við raunveruleikann, sem ég hafði til þessa ekki þorað að gera mér ljósan. Peter mundi ekki koma; ekki í kvöld — ekki á morgun. Hann hafði raunverulega meint það, sem hann sagði í þetta sinn. Jafn vel ást okkar hafði ekki verið nógu sterk, — þegar til kast- anna kom. Þá byrgði ég andlitið niður í koddann og grét . . . grét út af Peter, út af ástinni, sem ég hafði haldið að endast mundi til eilííð izt okkur, þegar mest á reyndi. ar, — en sem virtist hafa brugð Samt sem áður trúði því innst inni, að hann mundi koma aft- ur. Það leið langur, langur tími, þar til mér varð fyllilega ljóst, að Peter hafði meint hvert ein- asta orð, sem hann sagði, — og hafði alls ekki í huga að koma aftur til mín. 3. KAFLI Mamma var alveg laus við höf uðverkinn morguninn eftir og sannast sagna leit hún óvenju vel út. Mér brá, þegar ég sá hana í eldhúsinu, þegar ég kom niður eldsnemma, og kannski var það ímyndun hjá mér, — en mér fannst fyrst eins og hún væri skömmustuleg á svipinn þótt ég skildi alls ekki, hvernig á því gæti staðið. Hún hjálpaði mér við að út- búa morgunmatinn, þótt ég hefði satt að segja miklu heldur viljað vera við bað ein, því að þótt mamma vilji vel — gerir hún raunverulega meira ógagn en gagn, þegar hún ætlar að hljápa til. Ef ég læt einhvern hlut frá mér — er hann þegar horfin. Þá er mamma búin að pota honum einhvers sfaðar, guð má vita hver. Við töluðum ekki mikið, — en það var ekki fyrr en allt var komið á borðið, búið að ausa á diskana, — að hún sneri sér að mér með dálít- ið angurvært bros á vörum. — Ég vona, að ég hafi ekki eyðilagt neitt fyrir þér í gær- kvöldi, elskan, sagði hún spyrj andi, — ég Vaknaði i nótt gal- frísk, og mér fannst eins og þú hefðir eitthvað verið að minn ast á að þú ætlaðir út. Þessar höfuðkvalir eru hræðilegar, —- ég gat jafnvel ekki liugsað heila hugsun, Shirley, — en þú hefð ir getað sótt Janice eða frú Crips. — Það var allt í lagi, sagði ég snöggt, það kom .illa við mig, að heyra orð Peters af vörum hennar. Það var ekkert sérlega mikilsvert. Þú veizt, „ að ég gat ekki farið frá þér, þegar svona stóð á. En hún virtist engan veginn ónægð með þetta svar. Hún starði hugsi ofan í grautinn og leið og ég leit til hennar, gat ég ekki varizt svolítilli gremju. Hún leit ekki út fyrir að vera degi eidri en sextán ára í upp- Grein Gylfa Framhald af 4. síðu. hreyfingu að ræða, en þó ekkl að öllu leyti. Útlit er því fyrir, að gjaldeyrisforðinn verði nokkru minni í árslok en hann var í ársbyrjun, gagnstætt þvf, sem stefnt var að í þjóðhagsá- Betlun1 áranna 1363-1966. — Þessi þróun stafar ekki af því, að landið hafi orðið fyrir áföll- um á sviði utanríkisviðskipta. Þvert á móti má telja, að afla- brögð ársins og verðlag út- flutningsafurða sé óvenju hag- stæð, enáa þótt sumarsíldveið- in hafi ekki orðið eins góff og vonazt var til. Skýringin er blátt áfram sú, að neyzla og framkvæmdir hafa á þcssu ári aukizt hraðar, en vöxtur þjóff- artekna og eðlileg lánsfjár- notlcun leyfir, þegar til Iengd- ar lætur. Hún er því mikiff al- ' vörumál á ferð. — Það skiptir meginmáli fyrir vclgengni þjóðarinnar á komandi árwn/ að þessi þróun gangi ekki ‘ót!1 langt. Ríkisvaldið og banka- kerfið hljóta aff telja þkff skyldu sína að miða stefnu ' sína við þetta. Hið sama hlýt- 1 ur að gilda um hvers konar'1 almannasamtök I Iandinu, kunni þau rétt að meta hag fé- laga sinna og þjóðarinnar allrar. 1 GRANNARNIR — Mamma, það er maður frammi að selja kúlupenna, sem hægt er að skrifa með niður í vatni, má hann ekki koma inn, svo við getum prófað hvort hann er að segja satt. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. sept. 1963 |,5

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.