Alþýðublaðið - 14.09.1963, Page 16

Alþýðublaðið - 14.09.1963, Page 16
Tjónið metið á nær Vi millj. danskra kr. 44. árg. — Laugardagur 14. september 1963 — 197. tbl. NÚ ER ÞAÐ EKKI „ÞORSKASTRÍÐ" HELDUR STRÍÐ VIÐ TUNDURDUFL Rætt við Barry Anderson, sem kom hingað í gær Þa'ð var hellirigning og þoka grúfði yfir borginni, ÞaS var sleipt á bryggjunni klukkan að verða þrjú í gær, þegar flagg skip Barry Anderson, kapteins lagðist að bryggju í Reykjavík. Við spurðunt einhvern brezkan dáta eftir honum við land göngtibrúna, o® í sama bil'i gekk hann frá borði, þessi veð urbarð? sjómaður, sem eitt sinn stjórnaði hinuin miður þokkuðu aðgerðum brezka flot ans við ísland í „þorskastríð inu“ fræga. Við báðum um /ið tal, þegar við liöfðum kastaj' á hann kveðju. „Rétt strax,“ svaraði ltann. „Mín er ánægjan. En þið veröið að bíða svolítið, því að það eru fleiri skip að leggjast 'ið.“ Ljósntyndararnir skutu og skutu og nokkrir forvitnir á horfendur, gangandi eða í bíl um voru mættir við skipshlið. Við biðum við borðstokkinn unz undirmaður kom og vísað>' til setustofu yfirmanna, þar sem beðið var unz kapteinninn liafði bundið skip sín fimm og gaf sér tíma til að taka ofan ' húfuna og ræða við fréttamenn Hann bauð okkur upp í íbúð sína og tjáði sig reiðubúinn. ~ — Veðrið liefði mátt lieilsa þér á skemmtilegri liátt. -— Það var verra í gær. — Eru skípin ekki fimm? — Skipin eru fimm, fjórir tundurduflaslæðarar og eitt birgðaskip. Það er skipið sem við erum um borð í núna, og það er jafnframt ílaggskipið. . — Og nú er ekkert þorska stríð lengur, og þú ert bara kominn til' að eyða tveimur gömlum tundurduflagirðingum í samvinnu við íslenzku land helgísgæzluna fyrir frumkvæði íslenzkrd yfirvalda. Er það ekki rétt? — Aiveg rétt. Og ég vil taka það skýrt fram að við vorum beðnir aó aðstoða landhelgis. gæzluna við þetta verk og við gerum það með glöðu geði Þétta er éiginlega vináttuheim sókn gerð af góðum hug. — Hvernig farið þið að því áð íeyða tundurduflunum? , 4- Við látum tundurduíla slæðarana slæða þau og ónýt um þau ýmist í kafi eða með því að ná þeim upp og gera þau óvirk. Stundum springa þau í kafi og svo sekkur allt saman til botns. — Þau eru aðeins á tveimur stöðum? — Já, í Eyjafirði og Seyðis- firði. Þessi tundurdufl, sém þar eru enn eftir, eru svnköll uð „controlled" tundurdufl eða dufl, sem eigi’ 'ega matti fjarstýra úr landi. Kn af tund urduflum eru vitar’ ga til f jöl margar tegundir. Þessi tegund dufla, sem hér er ;,m að ræða, var einkum lögð (ó að verja hafnir. Duflin voru !ögð á þann hátt, að þau voru þ redd á raf- streng, eins og perlur á-band og lágu hvorki við botninn eða rétt undir yfirborði, heldur laust fyrir neðan miðjan sjó. Fiskibátar, flutningaskip og skipalqstiý stríðSáranna gá'tu siglt til hafnar án þess að þeim væru nokkur liætta búin af þessum duflum, en ef kaf- bátar hefðu ætlað inn á firð ina og til liafnar og því verið vpitt athygli úr landi, þurfti ekki annað en að ýta á hnapp á réttum tíma. Við það lækk aði tundurduflagirðingin '. 'tið eitt í sjó og duflin hefðu sprungið. -- Hver er ástæðan til þess, að • þessum girðingum hefur ekki verið eytt fyrr? -í- Ég geri ráð fyrir, að hún sé :sú, að skipaumferð um fírð ing er eiginlega meiri hætta búin af þeim en áður. Þetta •, er ■ allt saman farið að ryðga, og ef hvessir eða öldrót er töUi vert slitna duflin smám samán af 'strengnum eitt og eitt jog rekur fyrir vindi og veðri. Að . visu er ekki þar með sagt, að þau. springi, þó að þau snerti t.d. bátana lauslega, en við harkarlega eða óvarlega með ferð og þung liögg er hætta á þvi, og slíkt getur alltaf hent. — Hefurðu miklð fengizt við eyðingu tundurdufla? Hér greip Brian Holt, sendi- ráðsfulltrúi inn í og svaraði því til, að Barry Anderson væri einn fremsti sérfræðingur Breta á þessu sviði og þaulvan ur duflabani. — Hvenær ætlið þið að hefja verkið — Ef veðrið verður gott, siglum við af stað norður í Eyjafjörð á mánudagsmorgun og náum þangað kannski á þriðjudagsnótt. >Þar munum við eyða girðingarleyfunum, sem farnar eru að ryðga, eins og ég sagði áðan, því að bráð um eru tuttugu ár liðin^ frá stríðslokum og margt forgeng ur á skemmri tíma. Síðan höldum við austur um land lil Seyðisfjarðar — og þaðan heim. — Verða einhverjir um borð frá Landhelgisgæzlunni? — Aðeins einn, Lárus Þor steinsson, skipherra. — Ætlar hann að læra verk ið af ykkur? — Hann af okkur og við af honum, vona ég. Smám saman höfðu kapte’n amir fimm safnazt saman i íbúð Andersons og hann kynnti þá fyrir okkur einn og einn. Brian Holt var þar einnig kom inn, eins og fyrr segir og ók Anderson af stað upp í bæ, þegar við kvöddum. — Ætlarðu að heilsa upp á gamla kunningja ur þorska- stríðinu núna? — Ég veit ekki, live marga þeirra ég hitti núna, en það væri gaman að því. Annars var Eiríkur Kristófersson hjá mér í Skotlandi í fyrra, og honum Framh. á 14. síðu. ALÞYÐUBLAÐIÐ fékk þær upplýsingar frá Thorshavn í Færeyjum í gær, að tjónið vegna hinnar miklu rigningar og flóða, muni nema nær hálfri milljón danskra króna. í minkabúi einu er tjónið metið á 82 þúsund (d) krónur. í gær var unnið að við- gerðum, en vegir eru skemmdir mjög og víða þarf að dæla vatni úr húsakjöllurum. Skýfall þetta er hið mesta, sem menn muna eftir í Færeyjum. — Samgöngur og skólasókn náms- fólks stöðvuðust að verulegu I leyti. Rigningunni fylgdi ekki mik- ið hvassviðri og þykir það hin mesta mildi. Hefði rok fylgt rign- ingunni er ekki að vita, nema að vcrr hefði farið en varð. PARIS, 13. september. NTB—Reuter. Stjórn verkalýðshreyfingar þeirrar, sem koinmúnistar háfa tögl og haldir í, CGT, mótniæltí harðlega í dag sparsemdaráætlun þeirri I efnahagsmálum, sem Pompidou hefur lagt fram í því skyni að koma í veg fyrir verð- bólgu. Formælendur verkalýðshreyf- inga jafnaðarmanna og kaþólskra voru varkárari í ummælum sín- um um áætlunina. Bræla á miðunum BRÆLA er nú á síldarmiðun- um og bátarnir flestir í höfn eða vari. Þó var vitað um 9 skip, sem fengu samtals 4710 mál síldar sl. sólarhring. Síldin veiddist 130 til 140 mílur austur og aust-suð- austur af Dalatanga. ? Margir bátanna eru nú hættir síldveiðum, einkum smærri bát- arnir. Síldin er nú komin svo langt frá landi, að erfitt og, hættulegt er fyrir minnstu bát- ana að sækja þangað. í gærkv. var allt útlit fyrir áframhaldandi brælu á miðunum. Bátarnir, sem fengu síld síð- astliðinn sólarhring voru þessir: Sigrún AK 450 Hafþór RE 250 Stapafell 400 Sigurpáll 700 Árni Magnússou 700 Bjergúlfur ,750 Helga 700 Garðar GK 700 og Gull ► ver 60. FÓSTRUSKÓLINN SEM RÍKISSKÓLI? Skólanefnd Fóstruskóla Sumar gjafar Iagði bréf fyrir horgarráð fyrir þremur vikum þess efnis, að athugaðir verði möguleikar á að gera skólann að ríkisstofnun í skólakerfi landsins. Þriðjudaginn 10. sept. hélt borgarráð- 2188. fund sinn. Þá var þessu máli vís- að til meðferðar fræðsluráð's. Athuganir á máli þessu hru því algjörlega á byrjunarstigi. :Ástæð- an fyrir því, að skólanefndjn lagði þetta bréf fram, var fjárhagsörð- ’ugleiki. Skólinn hefúr j fengið styrk frá ríki og bæ frá *• ári til árs og Sumargjöf híefur- alveg .annast rekstur hans. Nú vill skóla nefndin fá öruggan griundvöll .fyrir starfsemina, þ. e. fjárhags- 'lega. j' Skólanefndin hefur ■ engan beinan áhuga á að gera Skólann að ríkisskóla. Bréfið var ljagt inn tíl að vekja athygli viðkomandi yfirvalda á máli þessu, og til að athuga hvaða möguleikar væru fyrir hendi, og hvað væri heppi- legast að gera til að mynda fjár- hagslegan grundvöll. 19 flugfélög vilja lækkun Salzburg, 13. sept. (NTB-Reuter). 19 flugfélög, sem halda uppi ferðurn yfir Atlantshaf liafa náð samkomulagi f grundvallaratriðum um lækkun ódýrari fargjalda. Samkomulagið náðist á fundi Alþjóðasambands flugfélaga (IATA) í Salzburg í dag. f tilkynningu, sem gefin var út, segir, að búast megi við nánari samningsgerð inn an skamms.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.