Alþýðublaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 2
mmw
Rltstjórar: Gxsll J. Ástþórsson (áb) og BenedUct Gröndal,—ASstoSarritstjóii
Björgvin Guðmundsson. — Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar
14,900 — 14 902 — 14 903. Augiýsingasimi: 14:906 — Aðsetur: Alþýðuhusið.
i —Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10. — Áskriftargjald kr. 80.00
& mánuði. í lausasölu kl. 4 00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
LYNDON JOHNSON
LYNDON JOHNSON, varaforseti Bandaríkj-
, anna, kemur hingað til lands í opinbera heimsókn
, á morgun. Hann kemur sem persónulegur fulltrúi
Kennedys Bandaríkjaforseta, og er heimsókn hans
til þess gerð að styrkja vináttu Bandaríkjanna við
í ísland og hin Norðurlöndin, sem Johnson hefur
i heimsótt.
Johnson er fyrir margra hluta sakir ágætur
i fulltrúi þjóðar sinnar. Hann er frá Texas; stærsta
fylki landsins, sem einu sinni 'var sjálfstætt ríki.
I Þar er víðátta, þar eru olíulindir, kúrekar með
hjarðir og nýrisnar stórborgir. Allt eru þetta stoð
ir undir þjóðarsvip Bandaríkjamanna. Johnson er
stjórnmálamaður, sem vann völd og frægð á vett'
<vangi þingmála. Var hann um skeið leiðtogi demó-
i krata í öldungadeildinni og talinn einn mesti þing
; leiðtogi, sem Bandaríkin hafa átt.
j Samskipti íslands og Bandaríkjanna tóku
j etakkaskiptum 1941. Þá strikuðu bæði ríkin í raun
j og veru yfir hlutleysi, sem hafði reynzt haldlaust.
j Þau gerðu samkomulag um að Bandaríkin tækju
; við hervernd íslands, og lögðu þannig þungt lóð á
j vogarskálar ófriðarins.
j Tæknin gerði ísland og Bandaríkin að nágrönn
j 'um. Slíkt nábýli er stundum erfitt, þegar annar
j granninn er mesta stórveldi heims en hinn er með-
í al hinna smæstu sjálfstæðra ríkja. Við slíkar að-
I stæður er mikils virði, að stórveldið virði sjálfs-
i • ákvörðunarétt smáríkisins og kæfi það ekki í faðm
lögum. Bandaríkin hafa 1 þessum skiptum komið
vel fram og skapað grundvöll fyrir hinni vinsam-
legustu sambúð við íslendinga á öllum sviðum.
Varnarliðið mun bera á góma í sambandi við
heimsókn Johnsons. Hann veit að sjálfsögðu að
um 15% landsmanna eru andvígir þátttöku í At-
lantshafsbandalaginu og vörmun landsins — og
þarf engan útifundi til að koma þeim upplýsingum
áleiðis. Hins er rétt að minnast, að bandarískur
her kom hingað 1941 með samþykki íslendinga og
fór 1946, þegar við óskuðum þess. Varnarliðið kom
1951 með fullu samþykki Íslendinga og verður hér,
meðan við sjálfir óskum. Innbyrðis deilum okkar
um þessi efni er óþarfi að blanda inn í opinbera
kurteisisheilmsókn frá varaforjseta Bandaríkj-
anna.
Islenzka þjóðin býður Lyndon Johnson vel-
kominn. Hún væntir góðrar sambúðar við Banda-
rikin um langa framtíð í heimi,. þar sem friður
og frelsi ríkja.
Bezt að auglýsa í Alþýðublaðinu
tilkynnir
A sýningunni SKRIFSTOFUTÆKNI 1963, sem haldin verður í
Verzfunarskóla íslands, dagana 14. — 22. þessa mánaðar,
gefst almenningi í fyrsta skipti hérlendis kostur á að sjá IBM
skýrsluvélar og vélasamstæður starfræktar.
Sýningin verður opin frá kl. 2—7 síðdegis og verða vélarnar
látnar vinna fjölþætt verkefni daglega frá kl. 5 til 7 e. h.
á íslandi
Ottó A. Michelsen
Klapparstíg 25—27. Sfmi 20 560
til GLASGOW á 2 tímum
til NEW YORK á 5/2 tíma
FYRSTU ÞOTURNAR í ÁÆTLUN UM ÍSLAND
Áætlunarflug vikulega alla miðvikudaga, miðvikudagsmorgun kl. 08.30 frá Keflavík, í Glasgow kl.
11,30 og London kl. 13.20, miðvikudagskvöld kl. 19,40 frá Keflavík, í New kl. 21.35 (staðart.).
Fastar áætlunarferðir með þotum á milli New
York og London með viðkomu í Keflavík, hefj-
ast miðvikudagina 2. október.
; Nú verða í fyrsta skipti hinar hraðfleygu og
þægilegu „Pan Am Jet Clipper" í föstu
áætlunarflugi til og frá íslandi.
Innflytjendur — Útflytjendur
Við viljum sérstaklega vekja atliygli yðar á því,
að vörurými er ávallt nóg í „Pan Am Jet Clipp-
er“ — til og frá íslandi.
Með þessum glæsilegu farkostum er hægt að
ferðast mjög ódýrt — t. d. bjóðum við sér-
stakan afslátt þeim er dveljast stuttan tíma í
USA eða Evrópu:
Keflavik — New York — Keflavík
kr. 10.197.00 ef ferðin hefst á tímabilinu 2.
október ‘63 — 31. marz ’64 . . . og tekur 21 dag
eða skemur.
Keflavík — Glasgow — Keflavík
kr. 4.522.00 ef ferðin hefst í október ‘63 ... .
og tekur 30 daga eða skemur.
Leitið upplýsinga - Það kostar ekkert
AÐALUMBOÐ Á ÍSLANDI
FYRIR PAN AMERICAN
WORLD AIRWAYS
d T'T"
PA. IV i 'VtVEj
¥
G. HELGASON & MELSTEÐ
HAFNARSTRÆTI 19.
SÍMAR: 10 275 — 1 1644.
£ 15. sept. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ