Alþýðublaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 3
ráffnnantnr ag formælandi stefnu stjórnarinnar. En hln nána - þekkinff hans á öldungadeildinni ( hann átti sæti þar frá-1948 eg var foringi þing- flokksins frá 1953) hefur ugglaust gert þaS að verkom, að hann hef- ur verið mikilvægur ráðuneutur varðandi löggjafarmál. Sem vara- forseti stjórnar hann nú samn- ingaviðræSum í öldungadeildinni, en hann getur þvi aðeins greitt at- kvæði, að atkvæði falll jöfn. Kennedy hefur einnig oft not- að hann sem „ferðasendiherra”. Mikilvægasta ferð hans til þessa var heimsókn hans til Berlínar skömmu eftir að múrinn var reist- ur. Þá fullvissaði hann Vestur- Þjóðverja um, að Bandaríkjamenn mundu verja Vestur-Berlín. Einnig hefur komið í ljós, að möguleikarnlr innan bandarískra stjórnmála eru það miklir, að hinn mikli dugnaður Johnsons kemur að góðum notum. Hann hafði rúm- LADY BIRD JOHNSON kona varaforsetans Á ÞESSARI mynd sjáum við Lyndon B. Johnson í Osló. Hér heilsar hann upp á hóp brosandi Norðmanna, sem fjölmenntu hvar sem varaforsetinn kom fram. Hér er hann á leiðinni frá hóteli sínu í heimsókn til hins nýja forsætisráðherra Noregs, John Lyng. í TÍD Eisenhowers forseta var Lyndon B. Johnson kaliaður valda mesti maður Bandaríkjanna næst á eftir forsetanum. Þá var hann leið togi meirihluta demókrata í öld- ungadeildinni og hann hafði æðstu völd yfir löggjafarstarfseminni. Ef- hann hefði viljað hefði hann getað stöðvað ailar tillögur stjórn- arinnar. En hann vildi fylgja jákvæðri andstöðustefnu og vegna fram- göngu hans samþykkti öldunga- deildin 1957 fyrstu borgararétt- indalögin síðan 1875. Þrem árum síðar sannaði hann á nýjan leik hina jákvæðu afstöðu sína með því að koma borgararéttindafrum varpinu heilu og höldnu í gegn um öldungadeildina. Það var með hliðsjón af hinni áhrifamiklu stöðu sem hann hafði, að margir undruðust, að hann féllst á að bjóða sig fram til vara- forseta ásamt Kennedy 1960. Eiida þótt Nixon hefði tekizt vegna veik inda Eiscnhowers að gera emb- ættið áhrifameira en venjur leyfðu var augljóst, að litlar likur voru til þess, að áhrif varaforset- ans yrðu jafnmikil við hlið hins þróttmikla Kennedys. Johnson hafði sjálfur stefnt að því að verða tilnefndur forseta- efni, en tókst það ekki. Kennedy liafði hins vegar not fyrir hann með tilliti til kjósendanna í Suð- urríkjunum, en Johnson er frá Texas. Spádómarnir hafa að mestu rætzt. Yfirleitt er Johnson lialdið utan við „brain traust” Kenne- dys, og hann hefur ekki haft mikil áhrif á mótun stefnunnar. Eigi að síður hefur hann verið tryggur máttarstölpi, sem haft hefur mik- ilvægu hlutverki að gegna sem lega 20 ára þingferil (fyrstu tíu samningamaður, sem gat miðlað árin í fulltrúadeildinni) að baki málum með því að telja þingmenn þegar hann tók við varaforseta- | rólega á sitt mál. Ljóst er, að allt- embættinu. Hann hefur að visu orðið var við breytingu, en þó tekizt að skipa sérstakan sess í bandarískum stjórnmálum. Hann mun jafnvel vera svo á- nægður með hlutverk það, sem hann nú gegnir, að hann er fús til að freista þess að ná endur- kjöri á næsta ári. Hvaða aðrar fyrirætlanir hef- ur hann svo? Hann er nú 55 ára að aldri. Árið 1955 fékk hann al- varlegt hjartaslag, en fékk fulla Iieilsu. Árið 1968 meinar stjórnar- skráin Kennedy að bjóða sig fram á ný. Hér getur verið visst sam- band á milli. En Johnson veit jafnframt mæta vel, að mikið þarf til þess að mað- ur- frá Suðurríkjunum verði kos- inn forseti Bandaríkjanna. Nú er Texas þó ekki ,Suðurríki‘ í eiginlegri merkingu, og Johnson er enginn dæmigerður stjórnmála maður frá Suðurríkjunum. Yfir- leitt tekur fólk jákvæðari af- stöðu til aukins frjálslyndis I af- stöðunni gagnvart þeldökkum þar en annars staðar i Suðurríkjunum. Johnson hefur sjálfur tekið ein- dregna afstöðu gegn stefnunni um aðskilnað kynþáttanna, og hann hefur verið ákafur formælandi borgararéttindalaga stjórnarinnar. Johnson er heldur enginn á- kafur málsvari fyrir hreppapóli- tik á öðrnm sviðum. Það var t. d. reiknað út að árið 1959 greiddi hann Snðurríkjunum í vil í að- eins 40% atkvæðagreiðslna, þar sem Norðurríkin og Suðurríkin stéðn andspænis hvort öðru. Johnson gat sér orð í öldunga- deildinni fyrir að vera frábær af er þörf á slíkum manni í stjórn- málunum. V Lyndon B. Johnson LYNDON Baines Jolinson fæddist 27. ágúst 1908 á búgarði i nánd við Johnson City í Texas. Faðir Johnsons átti sæti á löggjafar- þingi Texasríkis. Sagan seghr, að hann hafi hlaupið út úr húsi sínu þegar Johnson fæddist og sagt: Bandariskur senator er fæddur. Stjórnmálin hafa ætíð átt huga hans allan hvort sem þessi saga er rétt eða ekki. Hann fór til Was- hington 1932 og gerðist ritari repúblikanans Richard Kleberg tveim árum eftir að hann útskrif- að':st frá kennaraháskóla. Fyrir menntun sinni vann hann með ýmsum störfum sem til féllu. Telst sumum til að þau hafi verið 50 talsins. Árið 1937 bauð Johnson sig fram til þings og vann glæsilegan sigur. Hann átti sæti í fulltrúa- | deildinni urn tíu ára skeið að þeim i tíma undanskildum, er hann gegndi herþjónustu í heimsstyrj- öldinni. Hann var einn fyrsti þing fulltrúinn, scm gekk í hcrinn eft- ir árás Japana á Pearl Harbour og gat sér mikið frægðarorð í stríð- inu á Kyrrahafsvígstöðvunum. Johnson var kosinn í öldunga- ' deildina 1948 og hann hlaut brátt óskerta virðingu fyrir einurð og festu í starfi. Árið 1953 misstu demókratar meirihluta sinn í öld- ungadeildinni og Johnson var kjörinn leiðtogi minnihlutans — yngsti leiðtogi minnihlutans í sögu Bandaríkjanna. Demókratar unnu aftur meirihluta sinn 1954 og Johnson var kjörinn leiðtogi hans. Þessu starfi gegndi Johnson t 51/2 ár og þrátt fyrir mikinn ósig- ur Demókrataflokksins í forseta- kosningunum 1956 jókst meiri- hluti flokksins í öllum kosningum frá 1954. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 15. sept. 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.