Alþýðublaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 5
■'&i&pZ&C'. 'Styrjöld er guölast ö 11 u mannkyniá< - * • *- ' / y.:s ' a ? > < -;Jf W/-- fmmmárnmá Í>AÐ er lángí frá íslandi til Ser.rgal. Engu að síður hittusf. ungir jafnaðarmenn frá þewsum löndum kynnt ust og; raeddu áhugamál sín. Myndin er tekin utan við báskólann íBlintern og er af tveimur ungum jafnað- armönnum á IllSY-þinginu þeim Karli Steinar Guðna syni, ísiandi og Amadon Diop Sylla frá Senegal. FENNER BROCKWAY flutti erindi á IUSY-þing inu sem hann nefndi „Jafnaðarstefnan í þágu friðarins“; Hann er 74 ára og þekktur baráttumaður brezka verkamanna- flokksins innan þings og utan. Fenner Bfockway er heimsþekktur fyrir baráttu sína fyrir friði, ákveðinn NATO and- stæðingur og mjög gagn rýnlnn á - Bandarikin. „VIO AFRIKUMENN ERUM FÆDDIR SÓSÍALISTAR" ÞAÐ vakti athygli á IUSY-þing- inu, hversu fulltrúarnir frá þróun arlöndunum í Afríku og Asíu voru ákveðnir íylgjendur lýðræðissósíial ismans, jafnaðarstefnunnar. Þeir voru fusir til að tileinka sér allt hið bezta í stjórnkerfum vestrænna þjóða, en drógu hins vega enga dul á, að við hinir hvítu gætum sitt- hvað af þeim lært. Joseþh Nyerere hét ungur mað- ur, sem vakti mikla athygli á þing inu. Hann var frá Tanganyika, bróð ir forsetans þar. Honum fórust orð á þessa leið meðal annars, þegar hann ræddi um vegi stjörnmálanna í Afríku: „Við Afríkumenn .' erum fæddir sósíalistar. Við vorum sósíalistar löngU áður en hugmyndin um sósíal ismann var fræðilega niótuð í Ev- rópu. Langa-langa-langafi minn var sósíalisti. í gamla daga, áður en útlendingarnir komu til okkar, var til dæmis allt jarðnæði sameign allra. Hvernig gat nokkur einn sér átt moldina? Einstaklingur gat kannski átt akur, en það var fráleitt að hann gæti átt moldina á óræktuð um landskika. Það kom til okkar hvítur maður. Hann girti af lítið stöðuvatn og sagðist svo eiga það. Það var gagn stætt öllum skilningi okkar. Það gat enginn einn átt Vatnið. Mold in og vatnið var sameign allra manna alveg á sama hátt og and- rúmsloftið. Og engum dettur í hug að segja, að hann einn eigi and- rúmslöftið einhvers staðar. í dag vilja hinir ungu Afríku- menn snúa aftur til hins gamla þjóðskipulags, eða með öðrum orð um snúa aftur til sósíalismans." Nyerere er Iengst til hægri á myndinni. Ræða hans, sem einkenn ist af brennandí. trú og hlýju hjartalagi hafði djúp áhrif á alla við- stadda, enda þótt sumir þeirra væru honum ekki sammála í einstökum at riðum. Fenner Brockway er einn af þeim, sem nefndir hafa verið í sam bandi við friðarverðlaun Nobels. Styrjöld í dag er hreint guðlast gegn öllu mannkyni, sagði þessi enski þingskörungur. Nú erú órlega notaðar fjár- hæðir, sem gilda meira en 800 þúsund milljónir nórskra ■ króna í styrjald arundirbúning í heimin- um. Að þessum styrjald arundirbúhingi starfa 50 milljónir manna. Meðan þessu fer fram lifa % mannkynsins við sult og seyru. Ef öllu þessu, sem varið er til vígbúnaðar- ins, væri beint gegn hungrinu í heiminum væri það úr sögunni inn an 10 ára. N Brockway áleit, að nú væri þíðviðri á vettvangi. heimsmálanna. Tilrauna- bannið væri léttir fyrir allt mannkynið. Það eru ný viðhorf, bæðii í austri og í vestri. Jafnaðar- FENNER BROCKWAY menn víðs vegar í heim inum verða allir að leggj ast á eitt til þess að Kennedy og Krústjov nái sem mestri samstöðu. Það getur gerzt á vett- vangi Sameinuðu þjóð- anna, þar sem hin ungu og vaxandi ríki eiga nú sæti. Ef þjóðir Evrópu hefðu gegnt svipuðu hlut verki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og Framhald á 13. síðu. ANNAR íslenzki fulltrúinn á lUSY-þinginu, Hörður Zóplianíasson er hér = á myndinni í góðum fclagsskap nokkurra fulltrúa frá Tanganyika. Joseph 1 VORU KOMMÚNISTAR AÐ VERKI? Ljósmynd af fölsuðu bréfi og nafnlaust bréf gegn IUSY MEÐAN heimsþing ungra jafnaðarmanna í Osió stóð yfir barst ýmsum fulltrúum þingsins nafnlaust bréf með áróðri gegn þinginu. Bréfið bar öll einkenni þess, að það væri runnið undan rifjum kömmúnista. Með bréfinu var Ijósmynd af öðru bréfi, sem átti að sanna, að IUSY væri aðeins tæki í höndum Bandaríkjamanna. Blekking ar þessar voru svo augljósar, að það tók ekki nema nokkrar mínútur að afhjúpa þær og urðu þær að al- mennu aðhlátursefni á þinginu. Ljósmyndin átti að vera að bréfi frá upplýs ingaþjónustu Bandaríkj- manna innan IUSY í bréf inu var mælst til þess að leitast yrði við að gera anna til ákveðinna áhrifa IUSY-þingið í Osló að einni lofgerð fyrir Banda ríkin. Ljósmyndaða bréfinu fylgdi annað bréf og und ir því stóð aðeins: Ungur sósíalisti. í því er skorað á þingfulltrúa ,,að taka upp baráttu gegn fjand- skapi svikum, vélræðum og undirferli valdliaf- anna í Washington.* * í ljósmyndaða bréfinu er skipun um að styðja Framh. á 13. síðu ALÞÝÐUBLADIÐ — 15. sept. 1963 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.