Alþýðublaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 10
Rltstjóri: ÖRN EIÐSSON Ársþing FRÍ 23.-24. nóv. ÁESÞING Frjálsíþróttasam- bands íslands fer fram í Reykja- vik dagana 23. og 24. nóvember 1963. Tillögur og lagabreytingar, sem sambandsaðilar œttu að leggja fram, þurfa að berast stjóm FRÍ pósthólf 1099 í síðasta lagi 2 vikum fyrir þingið. Leifur Magnússon seifi Nýtt íslandsmet í hæðaraukningu ; Sunnudaginn þann 8. þ.m. kl. 37.50 hóf Leifur Magnússon verk- fræðingur, flug frá Sandskéiði í svifflugunni TF-SAM. Var hann Fræðslufundur um 't DAGANA 20.-21. sept. nk. verð- rir efnt til fræðslufunda um skóla iþróttir fyrir íþróttakennara. :■ Fundirnir fara fram í Haga- skólanuin en verkleg kennsla í í- ííróttahúsi Háskóla íslands og í söngstofn Melaskólans. % Erindi flytja Árni Guðmunds- Son, Benedikt Jakobsson og Þor- steinn Einarsson. fe Verklega kennslu annast M£n- £rva Jónsdóttir með aðstoð St. Edelstein, Stefán Kristjánsson og Gnðrún Lilja Halldórsdóttir. ■Sýndar verða og skýrðar margs konar fræðslumyndir um skóla- íþróttir. Fyrsti fundur hefst föstudaginn 20. sept. kl. 9 í Ilagaskólánum. dreginn með vindu í um 985 feta (300 metra) hæð og sleppti þar dráttartauginni Eftir það hækkaði Leifur flugið í bylgjuuppstreym i allt upp í 5600 metra (18.368 fet) samkvæmt hæðarmæli flugunnar. Við endurmælingu sjálfritandi þrýstingsmælis og samanburð á loftþyngd og hita í þessari hæð samkvæmt niðurstöðum hálofts- stöðvar Veðurstofu íslands, reynd ist hæð Leifs yfir sjávarmáli hafa verið mest 18.275 fet (5570 m.) og hækkunin eftir að dráttartaug var sleppt því 16.720 fet (5096 m.) Svtfflugnefnd Flugmálaféiags ís lands hefur staðfest þetta ieui nýtt íslandsmet í hæðaraukningu þar sem uppfyllt voru öll skil- yrði Ferdération Aero nautique Internationale. Ennfremur hefur nefndin staðfest flugið sem hæft fyrir „Demant“, er það því fyrsta „Demant“-flug sem staðfest er á íslandi. Fyrra íslandsmet í hæðaraukn- ingu setti Þórhallur Filippusson- framkvæmdastjóri, hinn 1. ágúst 1961 og nam hæðaraukning hans 15.514 fetum (4730 m.) íslenzkt hæðarmet (absolut) í j svifflugi er 5650 m. (18.532 fet) sett af Helga Filipppussyni for' stjóra hinn 2. október 1948. KNATTSPYRNA ERLENDIS Reykjavíkur- móti frestab Reykjavíkurmótinu f frjálsum £■ þróttum, sem hefjast átti á Laug- ardalsvellinum í gær var frestað vegna óhagstæðs veðurs. Ekki hafðí vérið ákveðið í gær, þegár blaðið fór í prentun, hvort mótið hæfist í dag, þar sem veðurspá var óhagstæð, en frá því mun skýrt í hádegisútvarpi. | Mikið fjör og spenningur er í tieildarkeppni hinna ýmsu landa >ó að íslenzku deildakeppninni sé okið fyrir nokkru. Við munum nú ikýra frá því hvernig staðan er í lokkrum Jöndum. Síðustu f jórar r greinar Ml í rrjálsum 22. september Keppni í þeim greinum Meist- iramóts íslands í frjálsum í- iróttum, sem ólokið er, þ. e. 4x- i00 og 4x400 m. boðhlaupi, 3000 n. hindrunarhlaupi og fimmtar- >raut fer fram á Melavellinum mnnudaginn 22. september nk. ig hefst kl. 14. 16 umferðum er nú lokið í dönsku I. deildakeppninni og Es- bjerg hefur forystuna, er með fjögur stig umfram næsta lið. Es- bjerg varð meistari í fyrra. Keppnin í Noregi er mun harð ari, þar er Lyn í efstá sæti eins og er með 21 stig, en Brann er skammt undan með 19 stig. Toulouse er efst' í Frakklandi, en síðan koma Nimes, Racing, Monaco og Sedan. Aðeins tveim umferðum er lokið í Frakklandi. í Júgóslavíu hafa verið leiknar 4 umferðir og þar er Rauða stjarn an efst með 7 stig, síðan Vojvodina með 6 stig og þá Dynamo, OFK Belgrad og Partizan, sem er núver andi meistari með 5 stig. Ungverjar hafa leikið sex um ferðir og Dozsa er efst með 9 stig. en Komlo er einnig með 0 stig. í rússnesku keppninni er Dyn amo Tyflis éfst með 34 stig, en síðan koma Spartak Moskvu og Dynamo Moskvu með 33 stig. Síðasfi dagurinn er / dag SÍÐASTI dagur norrænu sund- keppninnar er í dag. Þátttaka ís- lendinga í keppninni að þessu sinni hefur verið sæmileg, en þó ekki eins mikil og forráðamenn keppninnar bjuggust við fyrir- fram. I dag eru allir sundstaðir opnir og mjög góð þátttaka í dag getur haft úrslitaþýðingu. Við. skulum vona, að sem flestir íslendingar geri skyldu sína og syndi 200 metrária. Þetta er ekki erfitt, það er ekkert atriði að synda hratt, aðalatriðið er að ljúka sundinu. Sunddeild KR skorar á alla KR- inga og aðra Reykvíkinga að synda nú þegar 200 metrana í nor rænu sundkcppninnl. Það er ekki eftir neinu að bíða þvi að keppninni lýkur í kvöld. Frá Gagnfræðaskólum Nemendur mæti í skólunum mánudaginn 16. þ. m., kl. 4—7 síðdegis, til skráningar (1. og 2. bekkur) og til staðfestingar umsóknum sínum (3. og 4. bekkur). l. BEKKUR. Skólahverfin verða hin sömu og gilda fyrir barnaskólana. Fyrsti bekkur gagnfræðastigs verður nú í Austurbæjar- skóla, Hliðaskóla og Laugalækjarskóla. Allir nemendur 1. bekkjar, búsettir í Melaskólahverfi, sækja Hagaskólann. II. BEKKUR: Nemendur mæti hver í sínum skóla. III. bekknr LANDSPRÓFSDEILDIR: Þeir sem luku unglingaprófi frá Gagnfræðaskóla Austur- bæjar, Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, Hagaskóla, Vogaskóla, og Réttarholtsskóla, mæti hver í sínum skóla. Nemendur frá Lindargötuskóla komi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en nemendur frá Langholtsskóla í Vogaskóla, Aðrlr er sótt hafa um landsprófsdeild, komi í Gagnfræðaskólann við Von arstræti. m. bekkxir ALMENNAR ÐEILDIR: Nemendur mæti hver í sínum skóla, með eftirtöldum und- antekningum: Nemendur frá Laugarnesskóla komi í Gagn- fræðaskólann við Lindargötu. Nemendur frá Miðbæjarskóla í Gagnfræðaskóla Austurbæjar og nemendur frá Langholts skóla komi í Vogaskóla. III. bekkur VERZLUNARDETLDIR: Nemendur frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, Miðbæjarskóla og Laugarnesskóla komi í Gagnfræðaskólann við Lindar- götu. Nemendur frá Langholtsskóla komi í Vogaskóla. Aðrir umsækjendur um verzlunardeild mæti þar, sem þeir luku unglingaprófi. III. bekkur FRAMHALDSDETLBTR: í Gagnfræðaskólann við Lindargötu, komi nemendúr frá þeim skóla og einnig frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Laugamesskóla og Réttarholtsskóla. í Hagaskóla, nemend- ur frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og Miðbæjarskóla, og í Vogaskóla nemendur frá Langholtsskóla. III. bekkur VERKNÁMSDEII DIR: Hússtjórnardeild: Umsækjendur komi í Gagnfræðaskólann við Lindargötu. Sanma- og vefnaðardcild: í Gagnfræðaskólann við Lindar- götu komi umsækjéndur, er unglingaorófi luku, frá þeim skóla og frá Miðbæjarskóla, Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og Hagaskóla. Aðrir umsækjendur, un sauma- og vefnað ardeild komi í Gagnfræðaskóla verkn''ms Brautarholti 18. TrésmíSadeild: í Gagnfræðaskóla verknáms komi umsækj- endur, er luku unglingaprófi frá Gagnfræðaskóla Austur- bæjar, Laugarnesskóla, Gagnfræðaskólanum við Lindar- götu, Réttarholtsskóla og Vogaskóla. Aðrir umsækjendur um trésmíðadeild komi í ■ Gagnfræðaskóla Vesturbæjar Hringbraut 121. JárnsmiSa- og vélvirkjadeild: Umsækjendur mæti í Gagn- fræðaskóla verknáms. Sjóvinnudeild: Umsækjendur koml í Gagnfræðaskólann við Lindargötu. Umsækjendur 3. bekkjar hafi með sér prófskírteini. IV. BEKKUR: Unlsækjendur mæti þar, sem þeir hafa sótt um skólavist. Nauðsynlegt er, að nemendur mæti eða einhver fyrir þeirra hönd, annars eiga þeir á hættu að missa af skólavist. Kennarafundur verður í skólunum sama dag kl. 2 e. li. Fræðslustjórinh í Reykjavík. X0 15. sept. 19§3 — ALÞÝÐUBWÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.