Alþýðublaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 16
«t r» 44. árg. — Sunnudagur 15. september 19B3 — 198. tbl. r Áætlunarflug tll 27. sept. -Síi. VÐIÐ spurðist fyrir um Fær- eyjaflugið hjá Flugfélagi íslands í -*?ær, en ekkert nýtt var að frétta af málinu. Félagið mtui halda uppi áætlunarflugi sínu til Fær- eyja samkvæmt áætlun þeirri, sem eerð var í vor og gildir til 27. sept ember n. k. Hvað þá tekur við er enn óvíst. Félagið tók skýrt fram, að hér iiefði í raun og veru verið um til- faúna- eða reynsluflug að ræða, «em gæfi m. a. hugmynd um, 4iver.su mikilla flutninga mætti ■.vænta á þessari flugleið. Fram- hald Færeyjaflugsins fer að veru- legu leyti eftir því, hvemig flug- vallarmálum Færeyinga miðar á- fram. Flugbrautin þar er nú 1100 metra löng, en þarf að vérða 1500 metrar til þess að millilandavélar F í geti lent þar með góðu móti, Ef þeim 400 metrum, sem á vant- ar, verður bætt við, er Flugfélagi íslands ekkert að vanbúnaði að halda áfram Færeyjaflugi sínu, en vitanlega eru þær verklegu framkvæmdir fyrst og fremst mál jFæreyinga og dönsku stjómarinn- ar. A miðvikudag bauð menntamálaráðherra danska ballettflokknum og fteiri gestum til síðdegisdrykkju í Ráðherrabústaðnum. Þá bauð Þjóðleikhúsið hinum erlendu gestum I ferð til Þingvalla sl. föstudag á samt danska sendiherranum og eiginkonu hans. í Valhöll snæddu gestirnir hádegis verð, Þjóðleikhússtjóri á varpaði þá og farar.sljóri Dan Louis Pet^rsen þakk aði. í kvöld verður svo haldið kveðjuhóf í Þjóðleik- húskjallaijanum fyrir gest- ina. Þeir fara utan á morg- un með leiguflugvél frá Flugfélagi íslands. Á mynd inni sést menntamálaráð- herra og frú ræða við Marg- rethe, sólódansmær. er nu ÍÍTclsvelli, 14. september,- Á FIMMTUDAGINN var haust slátrun liafin í sláturhúsi Slátur- félags Suðuriands i Djúpadal, og virðast dilkar vera með betra móti. Eins og á undanfömum ár- um verða afurðir fluttar á bflum til Reykjavjkur, en sennilega í síð- Oprúttnir sölumenn á ferð um Reykjavík ÓPRÚTTNIR erlendir sölu- rnenn eru ná á ferð hér í Reykja vík, Koma þeir frá blaðasölufyrir f.aekinu Hi-Fidelity Circulation Guild og hafa í frammi heldur íeiðinlegar aðferðir við sölu blað anna. Hefur mörgum ofboðið frekj an og dónaskapurinn sem þeir heíta. í gærmorgun kom einn þeicra {. hús hér í bænum. Var hann hinn elskulegasti, þegar húsmóðirin ■kom' til dyra. Skýrðl hann frá er Éndi sínu og var honum boðið inn. Þar lýsti hann ágæti blaða Aukasýning ákveðin Vegna mikiliar aðsóknar aí> sýningum Konunglega danska ballcttsins í Þjóðleik húsinu, hafa dansararnir fall izt á að hafa aukasýningu í dag kl. 1S. Verða því sýning ar listafólkshis sjö, cn fjöldi manns hefur orðið frá að hverfa fyrir hverja sýningu. sinna, sem fjalla um allt milli himins og jarðar, tónlist, innrétt ingar og ástir. Hann skýrði kon unni frá því, að ef hann seldi á kveðinn fjölda blaða, fengi hann fría ferð kringum iandið, og sagði svo: „Þú hjálpar mér nú til þess að fá þessa ferð.“ Að lokum féllst konan. á að kaupa tvö blöð. Skrifaði maðurinn þá kvittun, en hafði ekki áður get ið um verðið. Konan sá þá, að þarna var um mikla upphæð að xæða, sem hún átti að greiða fyrir fram. Hún liafði ekki næga pen inga handbæra og sagði mannin um, að hann yrði að koma seinna, þegár maður hennar væri kominn heiih. Þá reiddist sölumaðurinn ógur lega. Hann kvaðst ekki vanur að koma á heimili þegar eiginme;hn irnij- væru lieima, þá væri ekkbrt keypt. Hann spurði konuna hvprt hún gæti bara ekki gefið út áyís un íyrir upphæðinni, eins og hinar konUrnar hefðu gert. Hann spurði hvað liún hefði mikla penipga heima, og var hinn versti viíjur eigrjar. Konan margendurtók, !að íiúni gæti ekki borgað hom^m. Endaði leikurinn með því, að sölu maðurinn rauk út, og valdl kon unni um leið mörg ill orð. Eins og komið hefur fram í fréttum, liafa menn þessir verið kærðir til lögneglustjóra. Þann ig framkomu er ekkl hægt að líða og ættu liúsmæður að skella dyr unum á þessa kumpána þegar þeir hringja dyrabjöllunum. Vélin hefur enn ekkl komizt til Færeyja I FYRRAKVOLD voru væntan- legir hingað til Iands nokkrir fær- eyskir blaðamenn, sem munu dveljast hér fáeina daga í boði Flugfélags íslands. Þeir urðu hins veðar veðurtepptir og sátu enn heima, þegar Alþýðublaðið átti tal við blaðafulltrúa F í fyrir há- degi í gær. Vélin, sem átti að flytjfy þá hing að,. lagði af stað frá Kaupmanna- höfn samkvæmt áætlun á fimmtu. dag og flaug til Björgvinjar, óg þaðan lagði vélin af stað áfram, en varð að snúa við vegna veðurs: í gær var enn svo slæmt veður á flugleiðinni yfir austanvert At- lantshaf og í Færeyjum, að lítil líkindi voru talin til þess að þeir kæmu í gær. En þó að vélin legði af stað frá Björgvin og færi jafn- vel til Færeyja og Glasgow, kæmi hún varla hingað til lands, þar eð flugumsjónarmenn sögðu í gær- i morgun, að rok væri á þeirri leið. asta sinn í jafnríkum mæli og ver- ið hefxur. Nú er sem sagt verið að ljúka byggingu frystihúss hér á Hvols- velli, sem Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Rangæinga reisa f sameirúngu-Áætlað er, að húsið geti géymt hátt á þriðja hundrað tonn og annast geymslu sláturaf- urða úr Rangárvaila- og Vestur- Skaftafellssýslu eins og rúm frek- ast leyfir. í sambandi við þessa frystihússbyggingu var tekin upp sú nýbreytni að reisa sérstakt hús, þar sem inn- verða pökkuð innyfli til útflutnings, en slíkt hefur ein- ungis verið gert í Reykjavík fram að þessu. Þegar; fr3,,stihúslð tekur tii starfa, sem verða mun í næstu viku, þarf ekki lengur að flytja sláturafurðirnar. jafnóðum til Reykjavíkur, heldur verður það gert í áföngum eftir því, sem mark aðurinn krefst. Kartöfluuppskera er nú miklu lakari en undanfarin ár hér um slöðir, en grös féllu víða í sumar. í Þýkkvabæ féll þó ekki kartöflu- gras, fyrr en í síðustu viku, en þá gerði þar 5 stiga frost. Einnig lítur verr út með kornuppskeru en í fyrra vegna óhagstæðrar veðráttu. TRILLA fannst í gær i f jör- unni milli gömlu öskuhaug- anná og Selsvarar. Reyndist þetta vera trilla sú.sem hvarf úr höfninni"I Reykjavik aff- ■' ■ ■ faranótt 16. maí síffast liff- inn, en talið var aff tveir ung ir menn, Björn Bragi og-Jón Björnsson hefffu fariff á henni út úr höfninni. Trilían var mikiff brotin og vantaffi í hana negluna. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.