Óðinn - 01.07.1923, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.07.1923, Blaðsíða 2
50 ÓÐÍNN sýslumanns Sveinssonar og flutti sumarið 1897 frum- varp um breytingu á stjórnarfyrirkomulaginu á þann hátt, að skipaður yrði sjerstakur ráðherra til þess að fara með mál Islands, en áður hafði dómsmálaráð- herrann danski farið með þau í hjáverkum. Var svo, sem kunnugt er, mikið og lengi um þetta deilt, og var stefna sú, sem dr. Valtýr hjelt fram, kend við hann og kölluð valtýska. Jóhannes fylgdi dr. Valtý að málum og varð brátt foringi þess flokks, sem mynd- aðist á Austurlandi til stuðnings valtýsku stefnunni. Voru þá tvö blöð á Seyðisfirði, »Auslri« Skafta heit- ins Jósefssonar, sem fylgdi endurskoðunarstefnu Bene- dikts heitins Sveinssonar, og »Bjarki«, stofnaður haustið áður en Jóhannes kom til Seyðisfjarðar, og var Þorsteinn skáld Erlingsson fyrst ritstjóri hans, gamall vinur dr. Valtýs. En haustið 1899 kom nú- verandi ritstjóri »Oðins« að blaðinu, varð nokkru síð- ar ritstjóri þess og var það fram til þess er deilun- um lauk með myndun hinnar innlendu stjórnar, en þá lagðist blaðið niður. Voru deilurnar hvassar á þessum árum milli seyðfirsku blaðanna, og á Austurlandi var flokkabaráttan svo mögnuð, að vart mun hún hafa verið ákafari í öðrum landshlutum. Þingkosningar voru þá tíðar, og veitti ýmsum betur. Jóhannes bæj- arfógeti gekk þá fast fram, eins og fyr segir, í fylk- ingarbroddi Valtýinga. Hann varð þingmaður Norð- mýlinga 1901, fjell við kosningar til aukaþings 1902, en var aftur kosinn 1903. Sat hann á þingi fyrir Norðmýlinga frá 1901 til 1913, að undanteknu auka- þinginu 1902. En frá 1616 hefur hann verið þing- maður Seyðfirðinga. Eftir heimflutning stjórnarinnar var Jóhannes fyrst í flokki stjórnarandstæðinga og var af hans hálfu kosinn, ásamt þeim Skúla Thoroddsen og Stefáni Stefánssyni skólameistara, í dansk íslensku millilanda- nefndina 1907, sem átti áð gera nýtt skipulag á sam- bandinu milli íslands og Danmerkur, og var Jóhannes einn þeirra fáu fylgismanna millilandanefndarfrum- varpsir.s, sem hjeldu þingsætum sínum við kosning- arnar 1908. Eftir það var hann stuðningsmaður Hannesar Hafsteins við allar þær tilraunir, sem hann síðar gerði til þess að koma sambandsmálinu í höfn. Hefur Jóhannes bæjarfógeti jafnan notið trausts og álits meðal samþingismanna sinna. Hann er laginn á að koma þeim málum fram, sem hann tekur að sjer, fylginn sjer og fastur fyrir. Formaður fjárveitinga- nefndar í efri deild hefur hann verið síðan 1916, og forseti sameinaðs þings á árunum 1918—21. Hann var kosinn í fullveldisnefndina 1918 og var formaður hins íslenska hluta hennar, og eftir að samkomulag var fengið um sambandsmálið, hefur hann átt sæti í dansk-íslensku ráðgjafarnefndinni, sem skipuð var 1. des. 1918 til þess að hafa eftirlit með framkvæmd sambandslaganna, og kemur hún árlega saman, ýmist í Kaupmannahöfn eða Reykjavík. Sumarið 1920 var hann fulltrúi íslensku stjórnarinnar og alþingis við hátíðahöldin í Danmörku, er Suður-Jótland samein- aðist aftur danska konungsríkinu. Hann var einnig nú á síðastliðnu sumri, ásamt Bjarna Jónssyni alþm. frá Vogi, fulltrúi íslands á alþjóðaþingmannafundinum í Kaupmannahöfn. 1907 varð hann riddari af danne- brog og dannebrogsmaður 1918, en stórriddari af fálkaorðunni 1921. 1. apríl 1918 varð Jóhannes bæjarfógeti í Reykja- vík. Embættið er annamikið sökum sívaxandi málafjölda og rjettarhalda. En Jóhannes er lagamaður góður, og jafnan hafa dómar hans vel haldist. Þau Jóhannes og Jósefína hafa eignast þrjú börn, sem öll eru á lífi: Lárus kand. jur., 25 ára, Anna, 22 ara, og Elín, 14 ára. Sl Sveinn Björnsson sendiherra. Eftir að sambandslögin gengu í gildi var svo ákveð- ið af stjórnum íslands og Danmerkur, að sambands- löndin skyldu skiftast á stjórnarfulltrúum. Danir urðu fyrsta — og eru að svo komnu eina — ríkið, sem hefur hjer sendiherra, og fyrsti og eini íslenski sendi- herrann er í Danmörku. Þegar afráðið var að stofna sendiherraembætti í Kaupmannahöjn, varð undir eins mikið umtal um það hjá almenningi, hver kjörinn mundi verða í þessa stöðu. Það var mikið talað um sendiherraembættið og sendiherrann væntanlega. Um nauðsyn embættisins voru dálítið skiftar skoðanir, þó mikill meiri hluti þjóðarinnar væri að vísu á því máli, að það væri sjálfsagður hlutur. En þó heyrðust raddir um »tildur- herra« og annað því líkt, og komu þær, þó merkilegt megi virðast, fyrst fram í Kaupmannahöfn, frá íslend- ingi þar, og voru síðan bergmálaðar hjer á landi. Embættið var veitt. Eins og á stóð hefði mátt ætla, að deilur hefðu spunnist um veitingu þess starfa, því oft skeður slíkt um þau embætti sem minnu varða. En hjer fór svo, að allir voru á eitt sáttir um, að kjörið í þessa nýju stöðu hefði tekist vel. Allir voru ánægðir með valið. Einmitt þetta lýsir, betur en mörg orð og

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.