Óðinn - 01.07.1923, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.07.1923, Blaðsíða 3
ÓÐINN 51 langar lýsingar, álilti því, sem maður sá, er fyrir val- inu varð, hafði hjá þjóðinni. Allir treystu honum til þess verks, sem honum hafði verið í hendur fengið. Og af hverju? Af því, að honum höfðu verið mörg trúnaðarverk í hendur fengin áður, og þau höfðu ávalt reynst að vera í góðum höndum. Sveinn Ðjörnsson var orðinn þjóðkunn- ur maður löngu áður en honum var fal- ið sendiherraembættið, og það verk, að vera talsmaður Islands, eigi að eins hjá Dönum, heldur um leið eini fulltrúinn, sem ísland á erlendis gagnvart öðrum þjóðum. Og þó er hann ungur maður. Brautin var að nokkru leyti rudd fyrir hann, er hann fór að starfa hjer, að loknu námi. Hann var sonur eins þjóðkunnasta íslend- ings síðari tíma, manns sem allir könnuðust við landshornanna á milli. En þetta er ekki ein- hlítt. Sumir hafa gagn af því að vera mikilla manna synir, en öðr- um er það skaði. Menn vænta sjer mik- ils af þeim, og komi það ekki fram, festist ættleramerkið fljótt við þá. Sveinn Björnsson gerðist málaflutnings- maður er hann kom heim hingað, og voru þeir í fje- lagi hann og Magnús Sigurðsson bankastjóri, og höfðu skrifstofu í Hafnarstræti, þar sem nú er heild- verslun Þórðar Sveinssonar & Co. Eftir^nokkur .ár skildu þeir, en hjeldu áfram störfum sínum hvor í sínu lagi. Var starf Sveins strax í byrjun mjög um- svifamikið. Jafnframt venjulegum málfærslustörfum hlóðust á hann ýms trúnaðarstörf; hann varð mjög riðinn við stjórnarstarfsemi ýmsra fjelaga og fáir menn munu um eitt skeið hafa þurft að mæta á fleiri aðal- fundum en einmitt Sveinn Björnsson. Hann var alstaðar. Vert er að minnast sjerstaklega afskifta hans af einu miklu velferðarmáli þjóðarinnar, sem var stofnun Eimskipafjelags íslands. Hún var þjóðarfyrirtæki. Og nokkuð má marka álit þjóðarinnar á Sveini Björnssyni af því, að hann var kosinn fyrsti formaður þessa fjelags, og að álitið hafi ekki reynst óverðskuldað má sjá á því, að jafnan var hann endurkosinn formaðar sama fjelags alt til þess að hann fluttist burt hjeðan, haustið 1920. Þrátt fyrir þetta hef- ur Sveinn Björnsson aldrei verið talinn í hópi þeirra, sem póli- tiskur dragsúgur leik- ur um að jafnaði. Að- staða hans hefur alla- jafna verið sú, að menn leituðu til hans um atfylgi, en hann leitaði aldrei að fylgi. Fyrir gott málefni var hann jafnan reiðubú- inn og dugði vel þar sem hann hjet fylgi. En um hann má segja, að hann hefur ekki að sama skapi verið and- ófsmaður þess, sem honum var lítið um og taldi óhollustu að. Hann hefur jafnan ver- ið forustumaður nyt- semda, en hirt minna um hitt, að vera mótstöðumaður þess, sem miður stefndi. Hann lætur sig eingöngu varða það, sem »positivt« er. Sveinn Ðjörnsson var um langt skeið fulltrúi í bæjarstjórn Reykjavíkur og um nokkur ár alþings- maður fyrir Reykjavík. Hefur hann náð meiri atkvæða- fjölda en nokkur frambjóðandi Reykjavíkur fyr eða síðar og má af því marka vinsældir hans og álit í Reykjavík. Þegar brunabótafjelag íslands var stofnað, varð Sveinn Ðjörnsson

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.