Óðinn - 01.07.1923, Side 5

Óðinn - 01.07.1923, Side 5
ÓÐINN Jónas í Hróarsdal 53 á hægindinu markaðar ljet hræköld heljar erla. Blundstöfum þá brugðið var, en brandur söng um vígafar og benrögn hneig á hnjóta. A melum gagga melrakkar og mergð af hröfnum kemur þar, sem ætis ætla að njóta. III. Gísli greip til vopna, grimmir sóttu fjendur; — þá var nautn að neyta næmbeitts sverðs og axar. Allur höfgi horfinn, hugur svall og dugur. Gott er griðalausum geiri vekja dreyra. Gullu vopn, en geystar gusa undir blóði; átta fjellu feigir fyr en linti jeli. Sundur flöktu af sárum sjö er eftir lifðu. Gísli geirum studdur gekk um feigðarbrekku. Nauð er sekt að sæta, sýnu verra’ en dauði; — síst er sæld á frestum sjeu dísir úfar. — Því skal lastvart lifa, líknar galdur nema; iðgnóg heill mun hlotnast hveim er það ráð geymir. Fnjóskur. „Blómin bíða dómin“. ]eg sýndi henni öll mín bestu blóm, en banvæn var þögnin kalda, ástþráin las sinn urðardóm; illhuga nornir því valda. Gamla skuld á jeg að gjalda. Fnjóskur. Fáir munu þeir Norðlendingar vera, sem komnir eru til vits og ára, er eigi kannast við nöfnin: Jónas í Hróarsdal. Þykir mjer firnum sæta, að enginn skuli hafa minst þessa merkismanns í »Oðni« til þessa, því að vissulega á hann þar öndvegissæti mörgum öðrum framar, sem þar hefir verið minst með myndum og ævi-þáttum á liðnum árum. Skal jeg reyna að rök- styðja mál mitt áður en lýkur, en viðurkenni jafnframt, að jeg finn vanmátt hjá mjer til þess, að lýsa hinu margháttaða og merkilega ævistarfi ]ónasar eins og Jónas Jónsson. Lilja Jónsdóltir. skyldugt væri og mun verða gert á sínum tíma. Til þess vantar mig hæfileika, og í annan stað nægilega kynningu. En svo mikið þekki jeg til, að jeg er þess eigi dulinn, að Jónas er fágætur og dýrmætur gim- steinn meðal íslenskra alþýðumanna, og þegar hann hverfur augum jarðarbúa, verður mikill og grátlegur sjónarsviftir, er síðla fyrnist. — Jónas er fæddur 20. sept. 1840 í Hróarsdal í Hegranesi. Var faðir hans Jón (f. 12. okt. 1801, d. fyrir 1880) bóndi þar, Bene- diktsson bónda þar, Vilhjálmssonar bónda á Mann- skaðahóli á Höfðaströnd, svo í Krókárgerði í Norður- árdal, Jónssonar bónda á Vtsta-Vatni í Lýtingsstaða- hreppi, Jónssonar, er átti dóttur Vilhjálms bónda í Merkigarði Auðunssonar. — Kona Bened. og amma Jónasar var Guðný (f. 1764) Sigurðardóttir, bónda á Reykjavöllum, þess er úti varð á Kili 1780, Þór- steinssonar bónda á Nautabúi. En foreldrar Þorst. voru: Sigurður Jónsson bóndi á Skíðastöðum og kona hans Þóra Þórláksdóttir prests á Miklabæ, Olafssonar prests þar (d. 1638) Jónssonar pr. í Grímstungum, Björnssonar Bjarnasonar Hákonarsonar bónda á Vind- heimum áiÞelamörk, Hallssonar þar, Finnbogasonar

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.