Óðinn - 01.07.1923, Qupperneq 6
54
ÓÐINN
gamla í Ási í Kelduhverfi, Jónssonar pr. langs í Hjarð-
arholti, Ormssonar lögm. og hirðstj. á Skarði. Er þá
auðrakið upp til ýmisra landnema, svo sem Ingólfs
Arnarsonar, Skalla-Gríms og Höfða-Þórðar, en rúms-
ins vegna skal því slept hjer.
Móðir Guðnýjar ömmu ]ónasar var Guðfinna
Hjálmsdóttir bónda á Keldulandi (f. 1680, d. 2. mai
1757), Stefánssonar lögrjettum. á Silfrastöðum, Hrafns-
sonar lögrjettum. í Bjarnastaðahlíð í Goðdölum, ]óns-
sonar lögrjettum. þar, Arnfinnss., Guðmundssonar á
Stað í Hrútafirði, Oddssonar á Bakka í Oxnadal,
Arnfinnssonar sýslum. á Laugalandi ]ónssonar bónda
á Ðöggvisstöðum br. Halls, sem fyr getur. — Kona
]óns í Hróarsdal og móðir Jónasar var Sæunn (f. 22.
júlí 1806) Sæmundsdóttir bónda á Litlu-Seylu á Lang-
holti, ]ónssonar og konu hans Valgerðar (f. 1778)
Magnúsdóttur á Skörðugili (f. 1733, d. 1792) Þórleifs-
sonar bónda í Sólheimum í Sæmundarhlíð, ‘Sæmunds-
sonar og konu hans Engilráðar dóttur ]óns Árnasonar
og Guðrúnar Þórleifsdóttur pr. í Sölvatungu, Ólafs-
sonar bónda í Finnstungu, Guðmundssonar og konu
hans Steinunnar Þórleifsdóttur á Fellsenda í Dalas.,
Bjarnasonar og konu hans Kristínar Árnadóttur á
Sauðafelli, Björnssonar pr. á Melstað, ]ónssonar bisk-
ups Arasonar. Er hægðarleikur að rekja ætt þessa til
fornmanna, en nú skal staðar nema. —j
]ónas byrjaði búskap í Hróarsdal og giftist fyrstu
konu sinni árið 1863. Naut hann hennar skamma en
ástríka stund, og áttu þau eigi börn saman. Hún hjet
Sigurbjörg og var dóttir hjónanna Sveins Bjarnasonar
í Rugludal og Ólafar Oddsdóttur bónda á Marðar-
núpi, Ólafssonar úr Árnesþingi.
]ónas giftist í annað sinn Elisabetu Gísladóttur
bónda á Lóni í Viðvíkursveit, Ingimundssonar og
konu hans Onnu dóttur Halldórs Kláusar Brynjúlfs-
sonar Halldórssonar biskups Brynjúlfssonar. Eignuð-
ust þau (]. og E.) 12 börn og eru 9 þeirra á lífi,
þar á meðal Sigurlaug kona Theodórs Friðrikssonar
skálds í Húsavík, Sigurbjörg ekkja á Kárastöðum,
Sæmundur í Vatnskoti, Hróbjartur ferjumaðar á Hellu-
landi, Gísli kennari í Rvík og Benjamín Franklín vjela-
smiður á Seyðisfirði. — Eru þessi börn eigi talin eftir
aldri. — Elísabet andaðist 17. ágúst 1894. Hann giftist
í þriðja sinn núlifandi konu sinni Lilju (f. 6. ágúst 1872)
]ónsdóttur bónda á Syðstu-Grund, ]ónssonar í Fram-
nesi, ]ónssonar hreppstjóra á Silfrastöðum Erlends-
sonar (Siglunessætt). Kona ]óns á Syðstu-Grund og
móðir Lilju er Björg (f. 6. júní 1845) ]ónsdóttur á
Kárastöðum Skúlasonar á Ogmundsstöðum, Þórbergs-
sonar bónda í Eyhildarholti Dagssonar bónda í Mið-
sitju, Pjeturssonar prentara á Hólum, Einarssonar (er
átti Kristínu ]ónsdóttir smiðs, Greipssonar prests á
Snæfjöllum í Isafirði, Þorleifssonar) Pjeturssonar bók-
bindara á Hólum, Engilbertssonar, Gamlasonar, Hall-
grímssonar á Egilsstöðum í Vopnafirði Barna-Svein-
bjarnarsonar officialis í Múla, Þórðarsonar. — Verður
karlleggur sá trautt rakinn lengra, en gegnum kven-
liði er auðvelt að rekja þessa ætt upp til landnáms-
manna. —
]ónas og Lilja hafa eignast 13 börn, og eru 11
þeirra á lífi, þar á meðal ]ón Normann búfræðisnemi,
]ónas, Vilhjálmur, Sæunn, Alfreð Hródal, Leó, Páll
Hróar og Sigurjón (sem nú er fjögurra ára og yngst-
ur barnanna). 011 eru börn ]ónasar vinsæl, myndarleg
og vel gefin að því er jeg best veit, enda er eðlilegt
að þeim kippi í kynin, því að Hróarsdalshjón hafa
ætíð verið vinsæl og vel metin, og svo munu flestir
mæla að bæði sjeu þau fyrirmannleg og fríð sýnum,
þótt Elli hafi nú sett gleggri merki á bónda en hús-
freyju. ]afnvel þó að ]ónas bóndi hafi aldrei skólaveg
gengið í venjulegum skilningi, þá hefur hann náð
meiri mentun en margur, sem notið hefur skólavistar
árum saman. Hann hefir lesið sjer til ómetanlegs
gagns fjölmörg og fágæt útlend og innlend vísinda-
rit og er meiri tungumálamaður en almennt gerist í
hans stjett. Hann hefur löngu náð víðtækri sjerþekk-
ingu í ýmsum fræðum, og þó, að jeg ætla, sjerstaklega
í læknisfræði. Að henni hneigðist hann snemmendis
og undir hennar merkjum hefur hann barist hraust-
lega um langa æfi, og margoft unnið frægan sigur.
Osjerplægni hans og dugnaður í lækningastarfinu er
aðdáunarverður þegar þess er gætt, að hann setti
mönnum í sjálfsvald, hvað þeir borguðu honum fyrir
ferðir hans og meðul. Má nærri geta, að oftlega hafa
launin sem hann fjekk verið klipin við neglur. — Það
er trú mín, að þekking ]ónasar í læknisfræði sje
meiri og merkilegri en allur þorri manna gerir sjer
ljóst, og væntir mig að margir hinir háskólalærðu
læknar okkar gætu ýmislegt lært af honum, sem hald-
kvæmt væri og nauðsynlegt fyrir þá að vita og fer
þó fjarri að jeg vilji neitt rýra þá í augum alþýðu.
Þess ber að geta að ]ónas uppgötvaði meðal við kíg-
hósta eða krampahósta, sem talið er óbrigðult, sje
það notað í tíma; og yfirleitt hefur hann verið talinn
einkar heppinn læknir. Eru þess mörg dæmi, að hann
hefur læknað að fullu illkynjaða sjúkdóma, sem öðr-
um læknum hefur verið ofvaxið að fást við. Notaði
hann á tímabili homöopaþiskar lækninga-aðferðir, en
lengst af hefur hann stundað alopaþa lækningar.
Hann er manna grasafróðastur, og hefur einnig oft