Óðinn - 01.07.1923, Síða 11
OÐINN
59
til að hátta, við opnuðum blikkkassa, sem geymdi alt
það sem ekki mátti vökna, tókum nærföt og lögðum
af stað, til að finna gistihús. Við gengum bæinn þver-
an og endilangan, en fundum ekkert gistihús, engan
herkastala og engan næturvörð. Hvað áttum við að
gera? Við þektum engan mann á staðnum og vildum
þess vegna ekki vekja npp. Við gengum því niður að
bátnum aftur, teppin, sem við höfðum með okkur, voru
gegnblaut, svo ekki var hægt að sofa í þeim. Við
tókum nestið upp og sátum yfir því þangað til við
vorum farnir að skjálfa. Það var heldur þægileg lend-
ing þetta, vera gegnblautir, þreyttir og syfjaðir, en eiga
svo enga konu og ekkert heimili á ströndinni. Vind-
inn lægði þó nokkuð og við vorum að hugsa um að
leggja aftur á stað þegar við sáum tvo menn koma
siglandi á opnurn bát inn víkina. Það glaðnaði yfir
okkur og við hlupum af stað, að vörinni, sem báturinn
lenti í. Mennirnir voru auðsjáanlega mjög hissa á að sjá
okkur og enn meira, þegar við heilsuðum á móðurmáli
þeirra. Þeir hjeldu að við værum útlendingar, af því
að við vorum í skátabúningnum, sem þeir aldrei höfðu
sjeð fyr, en bláa klúta brúkuðum við fyrir höfuðföt.
Við hjálpuðum þeim að setja bátinn og spurðum þá
svo um gistihús. Þeir sögðu að þar væri ekkert gisti-
hús og spurðu hvernig stæði á okkur. Þegar við
sögðum þeim hvernig við höfðum komið og hvaðan,
trúðu þeir okkur ekki rjett vel. Við vorum samt sofn-
aðir kl 3 í þægilegu rúmi, því annar maðurinn sá aumur
á okkur. — Svo ránn sunnudagurinn upp. Við vökn-
uðum kl. 9 og tókum strax eftir því að menn gengu
framhjá glugganum og litu forvitnisaugum inn til
okkar. Varla höfðum við teygt úr okkur þegar heill
hópur af mönnum kom inn til okkar. Einn þeirra var
úr Reykjavík, hann kom til að sjá hvort hann kann-
aðist nokkuð við þessa menn. Hinir litu á okkur sem
einhverja glanna og einn af þeim sagðist »ekkert
skilja í því að Iögreglan, sem væri svo fram úr skar-
andi dugleg, skyldi láta okkur sleppa á sama sem
strigapoka og ætla upp á Akranes«, hinir voru hon-
um sammála. Við vorum spurðir hvort við ættum for-
eldra, hvort við værum sjómenn og hvað langt við
ætluðum. Við sögðumst ætla upp í Borgarnes og
þaðan eitthvað upp eftir Hvítá. Þeir hristu kollana
og spurðu okkur hvort við vissum nokkuð um straum-
ana í Borgarfirði, þeir væru svo miklir, með aðfalli
og útfalli, að okkur væri best að haga ferðinni eftir
því og einn fræddi okkur á því að straumhraðinn í
Brákarsundi yrði stundum 12 mílur. En þegar þeir
fengu að vita að við vissum alt þetta og höfðum
flóðtöfluna bak við eyrað, týndust þeir smátt og smátt
út og einn ráðlagði okkur að fara í kirkju áður en
við legðum á stað. I kirkju fórum við ekki, því vegna
flóðsins þurftum við helst að leggja af stað fyrir há-
degi, annars hálflangaði okkur til að hlusta á hinn
góðkunna prest. Klukkan var nú orðin 10; við klædd-
um okkur í hvelli, drukkum ágætt kaffi og gengum
síðan út. Allir þeir, sem mættu okkur, veittu okkur
eftirtekt og flestir kýmdu. Þegar við komum niður að
bátnum sáum við ekki í hann fyrir fólki, sem spurði
okkur svo spjörunum úr. Einn gamall þulur ráðlagði
okkur að bera bátinn yfir skagann, það væri klukkutíma
sparnaður. Við áttum eftir að borða og snerum því
aftur upp í bæinn. Maturinn var ekki til, en á meðan
símuðum við til helstu kunningjanna, um að okkur liði
ágætlega enn þá. Þegar við vorum búnir að borða,
snerum við aftur að bátnum, sem enn þá var um-
kringdur áhorfendum. Við vorum búnir að ákveða að
bera hann út í Krókalón, sem er hinumegin við skag-
ann. Stór hópur af sjálfboðaliðum setti bátinn á hand-
vagn og keyrði fyrir .okkur. Þegar báturinn var kom-
inn á flot, tókum við tvær myndir af hópnum og
lögðum svo af stað. Klukkan var um eitt, sunnan-
vindur og ágætis leiði. Við settum seglið upp og
tókum stefnu á Melhólma, sem er 10 km frá Aranesi.
Nú vorum við aftur á sjó, glaðir og ánægðir. Báðir
vorum við sammála um að sjómennirnir hefðu farið
helst til miklum óvirðingarorðum um bátinn okkar og
sömuleiðis vorum við sammála um, að við hefðum
ekki sjeð neitt af þessum fallegu stúlkum, sem Akra-
nes er svo orðlagt fyrir; annað hvort hafa þær blátt
áfram falið sig, eða eru allar giftar burt úr bænum.
Akranes fanst okkur einmitt vera staður fyrir fallegar
stúlkur og hrausta menn. En nú hvarf það í dökku
rigningarskýi og vegna þess að vindurinn var orðinn
of mikill, rifuðum við seglið, en af því báturinn stakst
samt of mikið, tókum við það alveg niður. Eftir stutta
stund fengum við dynjandi skúr, svo lygndi aftur og
við settum seglið upp. Svo hvesti aftur og okkur fanst
hann stingast of mikið. Þegar við svo ætluðum að
hala seglið niður, var það fast, bandið hafði farið út
af hjólinu sem það átti að renna eftir; það var því
ekki um annað að gera en að láta hann vaða. Upp í
mastrið var ekki farandi nema með vængjum, en þá
höfðum við ekki með okkur, þarna voru um 4 km
til lands, þar sem hægt var að lenda, annars 2—3.
Við reiknuðum það út, að ef bátnum hvoldi, væri
hæpið að við næðum landi með heitt blóð í æðum.
Nú myntist jeg þess að einn Akranesingurinn sagði
við okkur: »Menn leggja ekki í þetta á svona skel,
ef þeir hafa haft nokkur kynni af sjónum. Var okkur