Óðinn - 01.07.1923, Page 12
60
ÓÐINN
sama um lífið; var nokkur meining í að fara þetta;
eða elskuðum við engan? ]ú, við elskuðum heilan hóp
af stúlkum og áttum marga vini; eða það fanst mjer
að minsta kosti. Aður en við náðum Melhólma, brotn-
aði eitt rif í bátsgrindinni, en þar var ekkert álitlegt
að lenda, þrjá og hálfan km áttum við eftir að Belg-
holtsvík, fram með háu standbergi, sem heitir Mela-
bakkar. Snúruna þurftum við að losa, því ef vindinn
hefði hert ofurlítið, mundi báturinn hafa kafsiglt sig.
Við hjeldum samt áfram gegn um eitthvað tuttugu
sker og þegar við lentum í víkinni vorum við búnir
að vera tæpa 3 tíma á leiðinni. Þegar við svo vor-
um búnir að losa um snúruna og hella sjónum úr
bátnum, gengum við heim í Skálatungu og fengum
þar skyr og rjóma, þar á eftir fengum við ágætt kaffi
og eftir tveggja tíma viðdvöl lögðum við af stað.
Vindinn hafði lægt dálítið, en 13 km áttum við ófarna
að Borgarnesi. Við nálægðumst Hafnarfjall, drungaleg
ský læddust yfir hnjúkana og helst leit út fyrir að
stormur væri í aðsigi. Það var nærri komið flóð og
með því að halda áfram, hefðum við fengið útfallið á
móti okkur. Við höfðum heyrt að sjór væri yfirleitt
vondur í Borgarfirði og afrjeðum að lenda. Okkur
leitst líka betur á að gista á góðu sveitaheimili, heldur
en í Borgarnesi. Bærinn sem við lentum við heitir
Höfn. Þar býr Þórunn Rikharðsdóttir Sivertsen; hún
tók okkur, þessum einkennilegu ferðamönnum, tveim
höndum og veitti okkur vel. Þórunn er heiðursfjelagi
í ungmennafjelagi sveitarinnar, hún talaði við okkur
um skátahreyfinguna, og las fyrir okkur ræðu upp úr
Skinnfaxa, haldna á afmæli U. M. F. Þar vitnaði hún
til skátanna og skýrði fyrirkomulag fjelagsskaparins.
Hún sagðist vita hvað hefði knúð okkur í þetta ferða-
lag, »við vildum reyna eitthvað nýtt, það væri arfleidd
æfintýraþrá, sem hefði borið strigabátinn þanga upp
eftir«; hún vissi að það er ein af nautnum mannanna,
að klifra í hömrum, þar sem hvert spor er jafnt í
áttina til lífs og dauða, eða að sigla yfir hafið og
mega eins búast við að sökkva og að fljóta. ]eg
hugsaði með mjer, að þetta væri ef til vill ein af
þeim konum sem skáldin hafa fyrir söguhetjur, í sög-
um sínum, en sem finnast svo sjaldan í virkileikanum.
Það sem hún sagði er sannleikur, sem lítur út fyrir
að fáir þekki; — maðurinn veit fyrst hvað það er að
lifa, þegar lifað er í hættu; hann er þá að minsta
kosti vakandi. —
Vegna þess að við ákváðum, að leggja aftur af stað
með aðfallinu um nóttina, fórum við að sofa kl. 9, en
einn kaupamaðurinn bauðst til að vekja okkur kl. 3.
Við töluðum um að koma við í bakaleiðinni og láta
vita hvernig okkur hefði gengið; við ætluðum nefni-
lega upp á Eiriksjökul (samt ekki á bátnum). Við
vöknuðum rjett fyrir 3 og þegar kaupamaðurinn kom,
sátum við og gerðum okkur gott af brauði og mjólk,
sem fyrir okkur var sett. Veðrið var sæmilegt, nokk-
uð rigningarlegt og dálítil vindgola að norðan. Við
höfðum því strauminn með okkur, en vindinn á móti.
Kaupamaðurinn hjelt bátnum upp í ölduna meðan við
komum okkur fyrir í honum; en áður en við vorum
tilbúnir rann ein aldan alveg yfir bátinn og okkur að
mestu leyti. Mjer fanst hún vera ísköld, meðan hún
rann niður eftir brjóstinu, en heilmikið af henni fór
ofan í bátinn, því við vorum ekki búnir að reyra strig-
ann að okkur, um það dugði ekki að fást. Klukkan
var um 4 þegar við lögðum af stað. Okkur gekk
sæmilega vel þó að vindurinn segði meira en straum-
urinn. Þegar við hvíldum okkur og hættum að róa,
rak okkur út á móti straumnum. Þegar við komum
inn fyrir Borgareyjar, voru öldurnar mikið krappari.
Þar var orðið grynnra og straumurinn meiri. Okkur
var langverst við krappar ölldur, því þær brutu svo
illilega á okkur. Við vorum samt ekki í neinni hættu;
það voru 1500 m til lands, svo við gátum alt af lent
ef nokkuð versnaði. Þegar ólögin komu, var eins og
skelin okkar væri ástmey óðs unnusta, sem gripi
hana í fang sjer og kysti hana 50 brennandi kossum
í einu. Þegar við komum að Brákarsundi fórum við
ekki þar inn, en hjeldum áfram fram hjá Borgarnesi
og inn í Sandvík, sem er skamt fyrir innan; þegar
báturinn stóð í sandinum var klukkan 6. Við ætluðum
að bíða eftir því að vindinn lægði áður en við hjeld-
um lengra áfram. Þegar við vorum búnir að hella úr
bátnum og hengja segl og annað til þerris, fórum við
í þur föt og hjeldum til bæjarins. Þar sást engin
hreyfing, jú, þarna kom maður, eða rjettara sagt,
þarna komu köflóttar »sportbuxur« með mann; þær
hafa líklega verið 5 númerum of stórar. Við buðum
»góðan daginn« og leituðum frjetta; — hvort allir
svæfu? hvar hægt væri að fá einhverja hressingu, og
hvert hann væri að fara, svona snemma? Hann hafði
eiginlega ætlað sjer að sofa lengur og leggja ekki
af stað fyr en um hádegið, en »bölvaður haninn«
hafi vakið hann með sólaruppkomu. Hann spurði
hvaðan við kæmum »á þessu«, og benti á bátinn. Við
sögðum honum eins og var. Hann varð steinhissa,
saug nokkrum sinnum upp í nefið, gekk að bátnum
og kom við hann með einum fingri, saug svo aftur
upp í nefið og settist á stein; en við kvöddum hann
og hjeldum niður í bæinn. Það segja flestir að Borg-
arnes sje leiðinlegur staður; það er satt að húsaþyrp-