Óðinn - 01.07.1923, Side 16

Óðinn - 01.07.1923, Side 16
64 ÓÐINN en þegar maður kemur til baka eftir nokkra útivist. Þegar vjelbáturinn var lagstur við bryggjuna og við höfðum komið bátnum okkar í hús, var þessi svo nefnda glæfraferð á enda. Á bátnum höfðum við farið um 90 km og lifðum betur en áður, þrátt fyrir alla spádóma um slys og dauða. Angantýr Guðmundsson. te Emil Nielsen framkvæmdastjóri. Hann er fæddur 26. janúar 1871 í Rudkjöbing á Langalandi í Danmörku. Foreldrar hans voru E. E. Nielsen útgerðarmaður og Marie Nielsen (f. v. Ploug). Þegar Emil Nielsen hafði aldur til, var hann settur í real- skólann í Rudkjöb- ing og lauk hann burtfararprófi það- an. Ekkert varð þó úr því, að hann hjeldi lengra áfram á þessari braut. Hug- ur hans hafði allur staðið til sjávarins, og 15 ára gamall, árið 1886, rjeðist hann á skip frá Hamborg, og var síðan ýmist á dönsk- Emil Nielsen. um eða þýskum skip- um, í siglingum til annara heimsálfa, fram að árinu 1890. Þá tók hann hið meira stýrimannspróf í Svendborg, og rjeðist eftir það sem stýrimaður á ýms skip frá Hamborg. Um haustið 1894varð hann skipstjóri á seglskipinu »Merkur«, aðeins 23 ára gamall, og mun það sjaldgæft að svo ungir menn fái skip, er sigli landa á milli. Þessu skipi sigldi hann til ís- lands og kom þá hingað í fyrsta sinni; kom hann upp til Djúpavogs. Skipið átti verslunarfjelagið Orum & Wulff, sem hjer hafði selstöðuverslanir. Átti Nielsen að sigla því í »spekulandstúra« til Breiðdalsvíkur og Stöðvar- fjarðar. Með þetta skip var hann í förum fyrir versl- unarfjelag þetta milli Islands, Englands og Danmerk- ur til ársins 1898. En þá varð hann skipstjóri á eim- skonnortunni »Mars«, eign Gránufjelagsins, og sigldi því skipi til Norðurlandsins til ársins 1901. Þá gekk hann í þjónustu Thorefjelagsins, og varð skipstjóri á »Kong Inga«, en hafði ekki skipstjórn hans á hendi nema til 1902, en skifti um og tók »Scotland«. Það strandaði eins og mönnum er kunnugt, við Færeyjar, og mun það hafa verið í fyrsta og síðasta skiftið, sem Nielsen hlektist nokkuð á í allri skipstjóratíð hans. Ljet Thorefjelagið hann fá eitt af skipum sínum strax — vildi ekki missa hann úr þjónustu sinni. Fjekk hann »Kong Tryggva« og var skipstjóri á honum til 1906 og sigldi eingöngu hingað til lands. Þá varð hann árið 1906 skipstjóri á »Ster!ing« og hjelt því skipi til 1914. En þá breyttist lífstarfið, að því leyti, að hann hætti að stjórna skipum á sjónum. Eftir það stjórnar hann þeim á landi. Þetta sama ár, 1914, var Eimskipafjelag Islands stofnað. Ollum mun hafa verið það ljóst, að til að veita því fyrirtæki forstöðu, þurfti duglegan hæfileikamann, vanan siglingum og rekstri stórra skipa. Og hitt mun mönnum einnig hafa verið ljóst, að tæplega mun hafa verið völ á slíkum manni hjer heima, sakir þess að þessu fyrirtæki voru menn óvanir og ókunnugir hjer. Valið fjell á E. Nielsen. Hann var svo að segja hverju mannsbarni kunnugur hjer, þekti flestum erlendum mönnum betur hagi landsmanna og allar aðstæður til siglingareksturs og var auk þess gagnkunnugur þesskonar fyrirtækjum. Hann rjeðist því sem framkvæmdarstjóri til fjelagsins þegar við stofnun þess, 17. janúar 1914, og hefur haldið þeirri stöðu til þessa dags. Ohætt mun að fullyrða, að framkvæmdastjórn E. Nielsen hafi farið honum jafn vel úr hendi og skip- stjórnin. En meðan hann var skipstjóri aflaði hönn sjer vinsælda hjer og trausts. Og þær vinsældir og það traust hafa ekki minkað eftir að hann veitti Eimskipa- fjelaginu forstöðu. Það hefur eins og almenningi er kunnugt, vaxið og blómgast undir stjórn hans, þó hin síðari árin hafi verið örðug fyrir flest gufuskipafjelög. E. Nielsen hefur stjórnað þessu fyrsta eimskipafjelagi landsins með framsýni og dugnaði, og þeirri lægni, sem góðum framkvæmdastjórum einum er gefin. Og það mun vera almenningsvilji hjer, að hann veiti því sem lengst forstöðu, því menn hyggja stjórn þess ekki betur komna í annara manna höndum. 7. B.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.