Óðinn - 01.07.1923, Blaðsíða 17

Óðinn - 01.07.1923, Blaðsíða 17
OÐINN 65 Jón Einarsson í Hemru hreppstjóri og dannebrogsmaður. Hann andaðist að heimili sínu hinn 5. dag maí- mánaðar 1922 og skorti þá að eins örfáa daga á sjö- tugt; var þrotinn að heilsu síðustu árin og lá rúmfastur og þungt haldinn síðasta missirið. Fæddur var hann í Hrífunesi í Skaftártungu 10. maí 1852, sonur Einars (d. 1888) bónda í Hrífunesi, Bjarnasonar (d. 1852) á Þykkvabæjarklaustri, jónssonar, og Guðrúnar jjóns- dóttur frá Bakka í Landeyjum. Voru þeir bræður Bjarni á Klaustri afi ]óns og ]ón faðir Ei- ríks hreppstjóra í Hlíð. Þeir voru því þremenn- ingar ]ón í Hemru og Hoffellsbræður, sem Oðinn hefur áður flutt myndir af. Voru þau Hrífunessystkini mörg, og eru þeir nafnkend- astir ]ón í Hemru og sjera Bjarni, fyrr- um prestur að Mýr- um í Alftaveri, kvæntur Guðrúnu Runólfsdótt- ur dannebrogsmanns í Holti á Síðu, eru þau nú til heimilis í Reykja- vík. í Hrífunesi ólst ]ón upp og var þar til 27 ára aldurs; kvæntist þar árið 1877 Hildi Vigfús- dóttur hreppstjóra á Flögu í sömu sveit, Bótólfs- sonar, en fluttist 1879 að Hemru þar í sveit og reisti þar bú; keypti hann jörðina og bjó þar blómabúi upp frá því, eða 43 ár. Lifir Hildur húsfreyja enn, mikilhæf gerðarkona. Varð þeim hjónum 7 barna auðið og komust 6 upp: 1. Þorgerður húsfreyja í Vestri-Garðs- vika í Rangárvallasýslu, gift Einari hreppstjóra Einars- syni þar, 2. Sigrún, ógift á Skúmsstöðum í Landeyjum; 3. Guðrún, ógift í föðurgarði; 4. ]óhanna, ekkja Ein- ars Bergssonar á Mýrum, 5. Þorvaldur bóndi á Skúms- stöðum, kvæntur Ólöfu ]ónsdóttur frá Hlíð í Skaft- ártungu og eru þau hjón fjórmenningar, 6. Valdimar bóndi og hreppstjóri í Hemru. — ]ón Einarsson var atkvæðamaður í hjeraði og ljet sig miklu skifta opin- ber mál. Voru þeir hreppstjórarnir Runólfur ]ónsson í Holti og Ingimundur Eiríksson á Rofabæ í Meðal- landi helst nefndir til almennra mála, þegar ]ón kom til sögunnar, en ekki leið á löngu, áður hann kæmi þar einnig til skjalanna. Allir voru þeir merkir á marga lund og miklir skýrleiksmenn, en mentunar nutu þeir ekki, eða annarar fræðslu en þeir gátu sjer sjálfir veitt; sómdu sjer þó vel með mentuðum mönnum og voru allir sæmdir heiðursmerki dannebrogsmanna. ]óni var að vísu komið kafla úr vetri til sjera Páls Pálsson- ar að Kálfafelli, síðar að Þingmúla, ásamt Gísla bróður sínum, er síðar fór til Vesturheims, og mun þeim hafa verið ætlað að ganga skólaveginn; en það rjeðist á annan veg og gerðist ]ón bóndi sem fyr er sagt. Varð hann, áður langt um leið, einhver kunnasti mað- urinn í sinni sveit og jafnvel innan sýslunnar; gegndi flestum þeim trúnaðarstörfum, er fyrir koma í hjeraði og jafnan var hann kvaddur til hinna vandasömustu verka. Hreppsnefndaroddviti Skaftártunguhrepps var hann 30—40 ár, eða frá því að hreppaskifting varð þar og jafnframt um tíma oddviti Leiðvallarhrepps hins forna, sýslunefndarmaður um langt skeið og amtsráðsmaður, safnaðarfulltrúi, fræðslunefndarmaður og loks hreppstj. síðustu 10 árin. I kjöri til þingmensku var hann nokk- rum sinnum og kosinn varaþingmaður Heimastjórnar- manna við fyrstu lartdskjörskosningar 1916. ]ón var maður hjeraðsríkur og skoðanafastur; ljet ekki sinn hlut fyr en í fulla hnefana og þótti einatt harður í horn að taka. íhaldssamur var hann og fáskiftinn um nýbreytni þá, er hvarvetna var farið að bóla á í kring um hann; fornbýll að gömlum sið og kunni manna best að setja á hey sín, gestrisinn og höfðingi heim að sækja, skemtinn í viðræðum og vel að sjer ger, tryggur og frændrækinn. Hann var mikill maður vexti og ekki flysjungslegur, dökkur á brún og brá, harður og þraut- seigur. Þegar ]ón í Hemru er nú fallinn frá, er mjög farinn að þynnast flokkur hinna eldri bænda í Skaftártungu. Og þó að einatt vildi svo til, að hann væri öllum þorra manna andvígur í skoðunum, ekki síst þeim, er framarlega stóðu, munu nú flestir, er þektu. hann best, fúslega játa, að mikið hafi verið í mianninn spunnið og margt stórvel um hann. -; ■; ' P. 0 Vetrarlokin. (1921) Sveljanda vetur er svifinn á braut og sokkinn í tímans hyl. — Svona mun fara um sjerhverja þraut, að senn er hún ekki til. Fnjóskuv. 0 Jón Einarsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.