Óðinn - 01.07.1923, Blaðsíða 19
ÓÐINtí
67
Á rjettadaginn.
Flestir kannast við Kirknasveit. Hún liggur fyrir
norðan svo nefnd Trúarfjöll, sem er fjallgarður mikill.
Er talið, að fjöll þessi sjeu ógreið yfirferðar og að
víða sje á þeim villugjarnt. Sagt er, að þau sjeu enn
þá lítt könnuð. —
Það var komið fram í tuttugustu og fyrstu viku
sumars. Veðrátta hafði verið fremur stormasöm undan-
furnar vikur. Snjóað hafði í fjöll og sumstaðar ofan í
miðjar hlíðar. Voru menn í Kirknasveit orðnir hálf-
hræddir um, að fje mundi fenna, það sem lengst var
inni á afrjettum.
En nú voru menn farnir að búa sig af stað í göngur.
Hreppsnefndin hafði skipað fjallkóng. Reyndar hafði
það ekki ætlað að ganga greitt. Vmsir mikilsmetnir
bændur voru taldir þeirri vegsemd vaxnir að gerast
leitarforingjar. Seinast stóð þó rimman aðalega um
tvo búendur. Þóttu þeir flestum betur til foringja
fallnir. Annar þeirra var gildur bóndi, er Kristinn
hjet. Bjó hann þar sem heitir að Aski. Hinn hjet
Kristján. Hafði hann flutst í sveitina fyrir nokkrum
árum og bjó nú þar sem heitir í Seli. Þótti hann bú-
höldur góður.
Þeir Kristján og Kristinn voru nágrannar og
mestu mátar. Hafði Kristján stundum lagt granna sín-
um lið þegar hann þurfti þess vio, eins og oft getur
orðið, þar sem bændum verður fátt til hjúa. Kristján
hafði verið settur til menta, þegar hann var ungur.
Var hann því talinn öllu tignari en nágranni hans,
enda var hann meiri atkvæðamaður. Þau urðu og
leikslokin, að hann var skipaður fjallkongur.
Bændur þeir, er búa í Kirknasveit, eru all-fjár-
margir. Þykir það mesta furða, hve vel þeim hefur
búnast, þegar þess er gætt, hve litla rækt þeir hafa
lagt við jarðir sínar. Flestir þeirra hafa verið andvígir
öllum jarðarbótum. Segja þeir, sem og er, að þeim
farist illa að vera að róta við þeim þúfum, sem »guð
hefur skapað*. Fyrir því hafa þeir og aldrei gengið í
búnaðarfjelag, enda hafa flestir þeirra mestu óbeit á
samtökum öllum og fjelagsskap. Segja þeir, að for-
feður þeirra, er voru mestu menn, hafi komist af, án
þess að vera í fjelögum. Og sjálfir segjast þeir ekki
hugsa sjer að þokast lengra í framfaraáttina, en kom-
ast þangað með tærnar, sem feður þeirra höfðu
hælana.
Fyrsti leitardagur rann upp. Var þá lagt af stað.
Þoka var yfir fjöllunum, en ekki mátti fresta göngum.
Leitarmenn voru vel ríðandi. Ljetu þeir því spretta
úr spori, uns þeir komu upp á fjall, þar sem venja
var að á og skifta mönnum í flokka.
Fjallkongur steig þá fyrstur áf baki og svo hver af
öðrum. Skipaði hann mönnum í flokka og sagði hverj-
um flokki, hverja leið hann skyldi halda.
Einn flokkur átti að ganga alla Rjetttrúnaðardali,
annar átti að fara upp um Andatrúarbrúnir, þriðji átti
að leita Guðspekihæðir, fjórði að smala Nýguðfræði-
hlíðar og hinn fimti að reka ofan af Vantrúarheiði.
Var þá talið, að ekki þyrfti að leita víðar.
Segir ekki af ferðum leitarmanna, fyr en þeir komu
aftur. Hafði þeim smalast fremur vel, svona í fyrstu
göngum. Safnið var geysimikið. Var fögur sjón að sjá
það renna ofan Kristnikleif. Það var líkast því sem
þar rynni ofan fjallið straumhörð móða og flæddi síðan
út um allar eyrar, þar sem rjettin stóð. Margraddaður
kliður steig upp í loftið og var að heyra í fjarlægð
sem þungur árniður. Þetta var síðla dags, að safnið
kom ofan, daginn fyrir lögskipaðan rjettardag. Veður
var hið fegursta.
Rjettin stóð á eyrum, eins og þegar er sagt. Var
hún hlaðin öll úr trúarjátningartorfi. Þótti hún allvel
hlaðin, enda höfðu margir að henni unnið, áður hún
var fullger.
Hamrabrún var vestanvert við Kristnikleif. Þar rann
foss fram af brúninni. Klettur var í fossinum efst og
klauf hann sundur eftir endilöngu. Hjet því fossinn
Klofningur. Stundum ljet svo hátt í fossi þessum, að
furðu gegndi. Sögðu sumir, að það vissi á illviðri, en
aðrir, að það væri fyrirboði illinda eða annara stór-
tíðinda og þóttust hvorirtveggja hafa við reynslu að
styðjast.
Skjótt skipast veður í lofti.
Rjettadaginn var veður fremur ilt, norðan krapa-
hryðjur öðru hvoru og kalsi. Konur og karlar og
unglingar komu þó til rjettarinnar hvaðanæva úr sveit-
inni. Flestir voru ríðandi, nema nokkrir drengir af
næstu bæjum. Urðu menn mjög fyrir vonbrigðum, er
veðrið var svo ilt. Rjettagleðin átti því í höggi við
illviðrið og veitti ýmsum betur.
Hátt ljet í Klofningi.
Var nú farið að reka inn. Gekk það treglega í
fyrstu. Varla heyrðist mannsins mál fyrir jarmi, hói
og hundgá. Fjölmenni var mikið við rjettina og reyndu
menn að duga sem best. Hundar voru margir og
sumir af kaupstaðakyni. Þóttu þeir duga öllu ver en
hinir. Var það sökum þess, að þeir voru ekki eins
vanir við fje og geltu stundum, þegar verst gegndi