Óðinn - 01.07.1923, Side 20

Óðinn - 01.07.1923, Side 20
68 ÓÐINN eða spangóluðu út í bláinn. Einstaka kindur urðu við- skila. Var þá sigað á þær hundum og tókst þeim oft- ast nær að kom þeim aftur inn í safnið. Þar kom um síðir, að öllu safninu var komið inn í rjettina. Var þá almenningurinn orðinn svo fullur, að hætta var á að troðast mundi undir. Auðsjeð var á öllum, að þeim þótti miklu verki aflokið, er alt fjeð var komið inn. Hvörfuðu þá ýmsir frá, til þess að fá sjer bita af nesti sínu, áður en farið var að draga sundur fjeð. Höfðu sumir mesta kjarnamat, hangiket, rikling, hákarl og annað sælgæti, en aðrir naumast annað en snarl. Margir hrestu sig á vasapelum sínum, eins og gert höfðu feður þeirra. Flestir fulltíða karlmenn og smaladrengir gengu inn í rjettina, er lokið var snæðingi. Gekk þeim mjög erfitt að komast áfram í fyrstu. Einstaka kona sást og troða sjer inn í almenninginn. En flestar stóðu þær, konurnar, fyrir utan rjettarvegginn og horfðu á karl- mennina er stóðu upp úr fjárhafi almennings eins og íbognir drangar. Aðrar konur gengu út á eyrar, tvær eða þrjár saman, og töluðu þar um landsins gagn og nauðsynjar, eins og gengur og gerist. Hestar voru margir á beit, en stóðu í höm í hryðjunum. Hund- arnir, er verið höfðu í göngum, lágu flestir undir rjettarveggnum í skjóli og hringuðu sig saman. Einn þeirra hafði sofnað, en urraði illilega upp úr svefn- inum og var sem sækti að honum. Aðrir hundar, sem höfðu ekki verið hafðir í leitir og voru því óþreyttir, höfðu lent í áflogum suður á eyrum. Hátt ljet í Klofningi. Fjallkongur skipaði mönnum að fara að herða sig að draga fjeð, og var þá farið að draga í dilkana. Sumir sauðirnir voru furðu leiðitamir, en aðrir stimp- uðust við. Veitti ýmsum þróttlitlum mönnum og ung- lingum erfitt að draga þá. Urðu þeir þá að klofa yfir þá og Ieiða þá þannig. Heyrðust nú hróp og köll um alla rjettina, þar sem ýmist var kallað upp mannaheiti, bæjanöfn eða eyrnamörk' á kindum. Auk þess jarm- aði fjeð venju fremur, sökum þess hve kalt var í veðri. Maður stóð í hverjum dilksdyrum. Kristján og Kristinn höfðu sama dilkinn, af því að þeir voru nágrannar og ekki fjármeiri en svo, að talið var víst, að þeim mundi nægja einn dilkur. Kristinn stóð í dilksdyrum, en Kristján dró fyrir þá báða. Kept- ist hann mjög við að draga fjeð eða öllu heldur að leita, því að heimtur virtust vera með lakara móti hjá þeim fjelögum. Kristján hjelt venjulega annari hendi í sauð- ina, er hann dró, en í hinni hjelt hann á dálitlu kveri. Það var markataflan. Reyndar sögðu sumir, að hún væri fyrir löngu orðin úrelt. Kristján hafði og sjálfur ekki litið í hana árum saman. Hafði hann fleygt henni upp á hyllu og þar hafði hún legið, uns ekki sást í hana fyrir ryki. En nú hafði hann dustað af henni rykið og þurkað af henni á erminni, áður en hann fór í leitir og tekið hana með sjer. Vildi hann og ekki við hana skilj- ast. Kvað hann þessa markatöflu vera þá glöggustu, er hann hefði sjeð. Markatafla þessi hafði verið kend við þann, er búið hafði hana undir prentun, og var því kölluð Helgatafla. »Hver á afeyrt bæði eyru?« var hrópað úti í rjettinni. »Kristinn í Aski«, heyrðist svarað hátt og snjalt. Það var Kristján, er var fyrir svörum. Oð hann nú áfram og þangað, sem sá var, er kallað hafði. Var það unglingspiltur. Hjelt hann í gimbrarlamb. Gimbrin var fjelegasta skepna, en það óprýddi hana, að skorin höfðu verið af henni bæði eyrun. Var það eyrna- mark Kristinn. Hann var annálaður gæðamaður, en mjög eftirgangssamur við inenn um að halda fast við fornar venjur. Kvað hann mönnum myndi henta best að hnýsast ekki í annað en það, er þeim hefði verið kent á unga aldri. Var honum mjög í nöp við allar nýjar skoðanir. Aldrei heyrðist hann blóta, en kendi flest það við villitrú, er honum var illa við, hvort sem það voru menn eða málleysingjar. Gárung- arnir sögðu, að hann hefði valið þetta eyrnamark á fje sitt, til þess að sauðir hans gætu ekki lagt eyru við nokkru, er þeir hefðu ekki heyrt, meðan þeir voru ómörkuð lömb. Þeir höfðu og kallað dilk þeirra Krist- ins og Kristjáns »Sannkristinn«. Kristján dró gimbrina og ljet hana inn í dilkinn hjá Kristni. Hátt ljet í Klofningi. »Hver á afeyrt hægra og stýft vinstra?« var nú kallað fram við rjettardyr. »Kristján í Seli«, var einhver, sem svaraði. Gárungarnir sögðu, að Kristján væri ekki eins strangur um trúarfar og Kristinn vinur hans. Mættu því sauðir hans leggja að minsta kosti eyra við ýmsu veraldlegu, sem þeir hefðu ekki heyrt, með- an þeir voru á lambsaldri. Kristján fór að sækja kind þessa, er honum hafði verið eignuð. Sjer hann, að þetta er flekkóttur sauður, er hann átti, — mesta metfjeskepna. Lenti Kristján í kindaþvögu, áður en hann náði í sauðinn og komst hann lítt áfram. Hafði hann þá á orði við nokkura leitarmenn, er þar voru nærstaddir, að illar heimtur væru hjá þeim fjelögum og mundi sumum leitarmönnum hafa sjest yfir hópa. Tóku sumir leitarmenn þetta óstint upp fyrir Kristjáni og kváðu hann síst hafa leitað betur. Varð af þessu orðaskak nokkurt. Tók þá mjög að síga í Kristján.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.