Óðinn - 01.07.1923, Side 21

Óðinn - 01.07.1923, Side 21
ÓÐINN 69 Ruddi hann frá sjer fjenu og náði í sauðinn. En sauðurinn stimpaðist við og reyndi að slíta sig lausan af Hristjáni. Attust þeir við um stund og var að sjá sem Hristján ætti fult í fangi með sauðinn, uns hann klofaði yfir hann og leiddi hann þannig á hornunum. Homst hann eftir allmikinn stimpingaleik að dilksdyr- um, þar sem Krjstinn var fyrir. »Hjerna kem jeg loksins með hann Flekk minn«, sagði Kristján og bljes þungan. »Hann er ekki orð- inn lamb að leika sjer við«. Láttu mig sjá hann kunningi«, sagði Kristinn og seildist í hægra hornið og dró að sjer sauð- inn. Þar næst tók hann af sjer vetlinginn og þreif- aði eftir markinu. »Láttu mig finna á þjer markið, kindin mín«, sagði hann svo eins og við sjálfan sig eða sauðinn. Hristján stóð hjá og kastaði mæðinni. »Eg held, að þú eigir ekkert í þessum sauð« sagði Kristinn hægt og gætilega. »Þetta er ekki þitt mark. Við skulum ekki láta hann í okkar dilk«. »Eigum við ekki að láta hann í okkar dilk ?« spurði Kristján. »Hvað segirðu maður? Ætlarðu ekki að láta hann Flekk inn? ]eg er búinn að hafa svo lítið fyrir honum, eða hitt þó heldur. Láttu sauðinn inn maður, við verðum að fara að hafa hraðann á«. Kristni var nú orðið hrollkalt. Hann hafði staðið hreyfingarlaus í dyrunum mikinn hluta dags. Var hann því styggari í svörum, en hann hefði orðið að öðrum kosti. »Markið segir til karl minn«, sagði hann kuldalega. «Og það er glöggara en þú, karl minn, þótt glöggur sjert og þykist lærður. Líttu á markið maður, segi jeg. Þú ættir þó að sjá, að þetta getur ekki heitið afeyrt, þar sem allhár stúfur er á hægra eyra«. »Farðu úr dyrunum, svo jeg geti hleypt sauðnum inn«, sagði Kristján þjóstlega og stjakaði Kristni inn úr dilksdyrunum. En Kristinn kunni því illa að láta stjaka sjer og gekk því aftur fram í dyrnar. Urðu þá stimpingar með þeim fjelögum. Kristján varð þá að sleppa hendi af Flekk, er hljóp út í almenning og þóttist góður að sleppa. Reidd- ist nú Kristján og gáf því vini sínum kinnhest. Krist- inn vissi, að gjöf skal gjaldast, ef vinátta á að hald- ast, og galt því Kristjáni í sömu mynt. Tókst því næst bardagi og síðan sviptingar all- harðar. Mátti ekki á milli sjá, hver sigra mundi. Óðu þeir aurinn upp fyrir ökla og varð þeirra atgangur bæði harður og langur, áður Kristján fjell og Kristinn á hann ofan. Þustu nú rjettarmenn að, eins og títt er, L__ þá ryskingar verða í rjettum. Þar var og hreppstjórinn. Skipaði hann að skilja mennina og var það gert. Voru þá klæði þeirra bæði auri ötuð og rifin. Sjálfir voru þeir bláir mjög og blóðugir. Höfðu þá allar kindurnar runnið út úr »Sannkristni«, svo að þar var engin skepna eftir. Hreppstjórinn reyndi að koma á sættum, en þess var enginn kostur. Kristján kvað Kristinn hafa viljað hafa af sjer sauðinn. En Kristinn sagði, að Kristján hefði viljað draga inn í dilkinn einhvern villitrúar- gemsa, er ætti ekki þar að vera, enda segði markið til, og skyldi hann aldrei inn í sinn dilk koma. Hreppstjóri sendi nú menn eftir sauðnum. Náði þá einhver í markatöflu Kristjáns, meðan verið var að sækja sauðinn. Hafði hún fallið ofan í forina. Maður- inn kom með Flekk, og var þá farið að rannsaka markið. Þótti mönnum sem vafi gæti leikið á um eig- anda, þar sem ekki gat heitið fyllilega »afeyrt hægra«. Var þá farið að leita í Helgatöflu. En markið fanst þar ekki. Kristján kvaðst eiga sauðinn með öllum rjetti, en Kristinn andmælti kröftuglega og kvað hann ekki eiga eitt hár á honum. Veittu nú ýmsir Kristjáni að málum, en aðrir Kristni og var þjarkað um þetta fram og aftur um hríð. Hreppstjóra leiddist að lokum þóf þetta og lagði það til, að þar sem hvorki menn nje markatafla gætu skorið úr um eiganda, yrði að selja sauðinn á upp- boði eins og annað óskilafje. Undu margir illa við þær málalyktir, en Kristján verst, sem vænta mátti. Veðrið versnaði. Var svo riðið heim með rekstrana um það leyti, er fór að dimma. Voru þá viðsjár með mönnum. Hátt ljet í Klofningi um kvöldið, og þótti mörgum það ills viti. — — Sig. Kristófer Pjetursson. Sl játningin. Blikaugun björtu bræða vor hjörtu. Blómvör ef býður bullar og sýður. Heimlurnar. Æskuvonir allar hverfa eins og skepna í fjallið strýkur, þó mun jeg þær aftur erfa í eilífðinni, er þessu lýkur. Fnjóskur.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.