Óðinn - 01.07.1923, Blaðsíða 28

Óðinn - 01.07.1923, Blaðsíða 28
76 ÓÐINN víðsvegar starfað fyrir sjóð þennan á afmælisdegi kosn- ingarjettarins, 19. júní, ár hvert. Ingibjörg Bjarnason hefur frá byrjun verið formaður sjóðsnefndaringar og unnið að eflingu sjóðsins með sínum vanalega áhuga og einbeitni; er ekki ólíklegt að þetta aðaláhugamál hennar, bygging landsspítala, hafi ýtt undir hana með að gefa kost á sjer á lista kvenna til landskjörs síð- astliðið ár. Hlaut hún efsta sæti á listanum og varð þannig fyrsta konan, sem tekið hefur sæti á alþingi íslendinga. Þingsaga Ingibjargar Bjarnason er ekki löng, þar sem hún hefur að eins setið á einu þingi. Hún gekk hjer að störfum sínum að vanda, með alúð og sam- viskusemi. Sæti átti hún í tveim nefndum: fjárveiting- anefnd og mentamálanefnd efri deildar, sem formað- ur í hinni síðari. Þótti hún fyrri hluta þingtímans draga sig allmjög í hlje við umræður, og mun það engan furða, því vandnumið er nýgræðingum land á sviði löggjafarinnar. Fyrstu ræðu sína flutti hún við framsögu frumvarps til laga um lögfylgjur hjóna- bandsins, eða eins og lögin hafa nú verið nefnd: lög um skyldur og rjettindi hjóna, en þetta er fjórði og síðasti þátturinn í hinum nýja sifjalagabálki. Ingibjörg Bjarnason talar látlaust og skýrt og aldrei nema hún hafi eitthvað að segja. Hún taldi sig utan flokká í þinginu og gerir það aðstöðu hennar auð- vitað vandasamari. Það var ekki laust við að sum blöðin gerðu sjer að leik að færa orð hennar og gerðir í þinginu til verri vegar, og má vera að trún- aður hafi verið lagður á sumt af þessu, því Ingibjörg ljet sig það litlu skifta, hefur líklega fundið tíma sín- um og kröftum betur varið til annara hluta. Ingibjörg Bjarnason hefur að vísu engan fastan flokk að baki sjer. Konurnar studdu hana til kosn- inga, en þeirra starf hefir gegnum aldirnar verið að skapa jafnvægi, sætta sig heldur við skarðan hlut en gefa sig að reipdrætti eiginhagsmuna, sem oft virð- ist aðalgrundvöllurinn undir skiftingu flokkanna. En eitt er víst, hinum nýja þingmanni fylgir ást og þakk- læti margra íslenskra kvenna og traust og virðing hinna eldri. Kona. Til Þorst. Gíslasonar (hafði ekki svarað mörgum brjefum). Eflaust vakir ekki neinn, er andans gáfu hefur, fyrst oddvitinn er eins og steinn, sem ekkert bergmál gefur. Fnjóskur. Einar Gunnarsson ritstjóri. Hann er stofnandi fyrsta dagblaðsins, sem fótfestu náði í Reykjavík. Það er blaðið »Vísir« og byrjaði það að koma út 14. desember 1910. Nokkrum árum áður hafði Jón Ólafsson reynt þetta. Hann var þá rit- stjóri »Reykjavíkurinnar« og útgáfufjelag hennar gaf út blað, sem hjet »Dagblaðið«, og kom út á hverjum degi, frá 2. október 1906 og til 9. janúar 1907. Síma- sambandið var þá nýkomið á, og ætlaðist J. Ól. til þess, að sú breyting skapaði hjer undir eins þörf fyrir dagblað. En fyr- irtækið bar sig ekki og varð því að hætta. Næstu tilraunina gerði svo Einar Gunnarsson fjórum árum síðar og hepnaðist hún svo, að blað það, sem hann stofnaði, lifir enn, og á næstu árunum fædd- ust tvö ný dagblöð hjer í bænum, svo að upp frá því hafa þau verið þrjú. Einar Gunnarsson var rit- Einar Gunnarsson. stjóri »Vísis« í nokk- ur ár, en seldi hann síðan Gunnari Sigurðssyni Iög- fræðingi og síðar alþingismanni. Þar næst varð blaðið hlutafjelagseign í nokkur ár, þar til Jakob Möller keypti það 1918 og hefur hann síðan gefið það út. Einar Gunnarsson hafði fengist við blaðamensku áður en hann stofnaði »Vísi«. Fyrst hafði hann verið við riðinn blaðið »Landvörn« 1903 og var hann þá einn af forvígismönnum Landvarnarflokksins, en blað þetta lifði skamma stund. 1905 stofnaði hann barna- blaðið »Unga Island«, sem enn kemur út, og var lengi ritstjóri þess. Náði það mikilli útbreiðslu og hylli meðan hann hafði á hendi útgáfu þess og ritstjórn. Fleiri blaðastofnunum átti hann þátt í síðar, en þau blöð áttu sjer stultan aldur. Hann fjekst og töluvert við bókaútgáfu. Hann var fæddur í Nesi í Höfðahverfi 28. maí 1874, sonur Gunnars Einarssonar, síðar kaupmanns í Reykjavík, og fyrri konu hans, Jónu Sigurðardóttur. Ólst hann upp hjá afa sínum, Einari alþingismanni Ásmundssyni í Nesi, sem var þjóðkunnur maður á sinni tíð og í miklu áliti. Einar Gunnarsson varð stú- dent vorið 1897 og tók vorið eftir heimspekispróf við

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.