Óðinn - 01.07.1923, Page 29

Óðinn - 01.07.1923, Page 29
ÓÐINN 77 prestaskólann. En síðan hætti hann námi og gaf sig fyrst að skrifstofustörfum og verslun og svo að blaða- mensku og bókaútgáfu, eins og fyr segir. Keypti svo jörðina Gröf í Breiðuvík undir Jökli og fór að búa þar, en var þó öðru hvoru við skrifstofustörf hjer í Reykjavík. Hann andaðist úr lungnabólgu 23. nóvem- ber 1922, þá nýkominn heim til sín úr ferð hjeðan að sunnan. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Anna Hafliðadóttir, Guðmundssonar skipasmiðs, Pjeturssonar úr Engey. Misti hann hana eftir fárra ára sambúð. Eignuðust þau eina dóttur, sem Anna heitir. Síðar kvæntist hann Margrjeti Hjartardóttur Líndal frá Núpi í Miðfirði og lifir hún mann sinn ásamt tveimur börn- um þeirra, sem heita Hjörtur og Ragnheiður. Einar fjekst við margt. Hann var orðlagður reikn- ingsmaður. Og altaf var hann hlaðinn hugmyndum um stofnanir nýrra og nýrra fyrirtækja og hafði gaman af að koma þeim á fót. Hann ritaði lítið í blöð sín sjálfur, en honum var vel sýnt um að afla þeim út- breiðslu og um allan rekstur þeirra. Sl Vilhjálmur Finsen ritstjóri. Það er Einar heitinn Gunnarsson, sem fyrstur kom á stað dagblaðaútgáfu hjer í bænum, með stofnun »Vísis« í árslokin 1910. En næsti maðurinn, sem ræðst í það starf, er Vilhjálmur Finsen. Hann er stofnandi »Morgunblaðsins«, og byrjaði það að koma út 2. nóvember 1913. Bæði voru þá þessi blöð í þeirri stærð, sem »Vísir« heldur enn. En það reynd- ist svo, að »Morgunblaðið« náði skjótt mikilli út- breiðslu í bænum, og smátt og sifiátt einnig úti um land, einkum í kaupstöðunum. Vilhjálmur Finsen var ritstjóri þess frá byrjun og fram til ársloka 1921. Um tíma 1919 var Einar prófessor Arnórsson við ritstjórn- ina með honum, og frá 1. júní 1921 Þorsteinn Gísla- son, ritstjóri þessa blaðs, og tók hann við ritstjórninni af V. F. á nýári 1922. Þá hófst útgáfusamband milli »Morgunblaðsins« og »Lögrjettu«, blaðs Þorst. Gísla- sonar, og er »Morgunblaðið« síðan sjerstaklega ætlað Reykjavíkurbæ og umhverfi hans, en »Lögrjetta« land- inu þar fyrir utan. Vilhjálmur Finsen er fæddur í Reykjavík 6. nóv. 1883, sonur Óla Finsen, sem lengi var póstmeistari í Reykjavík, af hinni frægu Finsens-ætt, sem kennir sig við nafn Finns Jónssonar Skálholtsbiskups. Þegar V. F. stofn- aði »Mrg.bl.« hafði hann dvalið erlendis frá því, er hann tók hjer stúdentspróf, 1902, og hin síðari árin kynst mikið blaðamensku. Hann las nokkur ár hag- fræði við háskólann í Kaupmannahöfn, en tók ekki próf, og var það fyrir áeggjan H. Cavlings, ritstjóra »Politiken«, að hann gaf sig að blaðamenskunni, enda hefur hann oft síðan verið að einhverju leyti við það blað riðinn, stundum sem fastur starfsmaður eða frjettaritari. Finsen rjeðst til Marconifjelagsins 1906 og tók próf í loftskeytafræði við skóla þess í Liver- pool í apríl 1907. Var svo lengi í ferðum fyrir fje- lagið, og um tíma kennari við skóla þess í Hamborg og síðar í Rotter- dam. Fór hann á þessum árum víða um heim, m. a. 72 ferðir yfir Atlants- haf. Var sagt frá því 1911 í blaði fjelagsins, að hann hefði þá ferðast fyrir það vega- Vilhjálmur Finsen. lengd, sem svaraði 13 ferðum kringum hnöttinn. A þessum ferðum sínum skrifaði Finsen oft greinar í dönsk blöð, »Politiken« o. fl., og einnig í norsk blöð, og meðal þeirra greina eru viðtöl við heimsfræga menn, svo sem Edison og Marconi. Fyrstu grein sína segist Finsen hafa skrifað í bekkjarblað, sem stofnað var þegar hann var í 1. bekk latínuskólans, haustið 1897. Voru þeir Ólafur heitinn Ðjörnsson ritstjórar þess. En undir eins og hann kom til háskólans í Kaupmannahöfn fór hann að skrifa frjettagreinar í »Politiken« undir nafninu Finco, og várð það upphaf að sambandi hans við það blað. Síðar notaði hann oft í erlendum blöðum gervinafnið »Vagabundus«. Altaf segir hann að það hafi verið hugsun sín á ferðalögunum, að koma heim hingað og stofna hjer blað. Varð loks úr því 1913. Hann kom hingað í septem- ber það ár og fjekk Ólaf heitinn Björnsson í fjelag með sjer um stofnun »Morgunblaðsins«. En 1. júlí 1919 seldi hann blaðið hlutafjelaginu, sem enn gefur það út. í ársbyrjun 1922 fluttist Finsen búferlum til Krist-

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.