Óðinn - 01.07.1923, Síða 33

Óðinn - 01.07.1923, Síða 33
ÓÐINN 8f Quðmundur hjelt kertinu þannig að skugga bar þar á. En jeg var þá að reyna að troða mjer upp í hornið, milli veggsins og Lása, og var ekki greiður gangur. »Þú ert nú eiginlega kominn í minn stað«, sagði jeg. »Fyrst jeg er kominn hjer«, sagði Lási, »þá held jeg að jeg verði hjer, Sveinkatetur«, sagði Lási. ]eg vildi ekki lenda í illu við hann, eins og ástatt var þarna, sjáið þjer til, en annars Ijet jeg, skal jeg segja ykkur, engan vaða ofan í mig með skítuga skóna á þeim dögum — nehei, ónei, ekki hann Sveinn minn, síst Nikulás, þótt hann þættist talsverður maður, af því hann var oft í ferðalögum með prestum, læknum og sýslumönnum, kaupmönnum og öðrum höfðingum. En það stóð nú svona á þarna, að jeg beygði Iundina í það skiftið«. »Hjer mun vera veikur maður«, sagði læknirinn, og jeg var hissa hvað málrómurinn var góðlátlegur, hann var að dusta og skafa af sjer snjóinn. Guðmundur snýr sjer að Nikulási og segir: »Þið munuð vera ríð- andi«.. segir hann. En enginn svarar lækninum, »]á«, svarar Lási, »hestarnir standa í höm hjer undir hús- inu. Mikið djeskoti er hann orðinn vondur«. — Lækn- irinn lauk nú við að þrífa sig þegjandi, en var við og við að líta inn í hornið og hlusta á Sigurð; hann var nú hættur áð kasta upp, en blessaðir verið þið, það mátti heyra minna en röflið í honum, ýmist bað hann guð fyrir sjer eða bölvaði, það var hörmung að hlusta á það, mann-anginn var með óráði og gat ekki að þessu gert. »Andsvíti er Sigurður slæmur«, sagði Nikulás við mig. ]eg svaraði honum ekki, fanst það ekki svara vert, og vildi enga ábyrgð taka á mig, heldur láta Guðmund ráða orðum og athöfnum, því hann var svo sem eins og fyrir okkur og jeg sá að honum var mikið í skapi«. »Þegar læknirinn er svona um það bil að enda við að skafa af sjer, þoka þeir sjer innar á bálkinum Guðmundur og þeir hinir, svo sem eins og til þess að rúm verði fyrir framan Guðmund á bálkinum, milli hans og Nikulásar, handa Iækninum. — Svo slekkur Guðmundur ljósið. »Hvað er þetta!« segir læknir. »Hvað?» segir Guðmundur. »Af hverju slökkvið þjer ljósið?«. Það er fyrirskipað af hreppsnefndum beggja megin fjalls að eyða ekki kertunum til óþarfa«, segir Guðmundur. »]á«, segir læknir, »en væri ekki rjett að jeg lyti á veika manninn, ef eitthvað væri hægt að gera, úr því að jeg er hjer kominn«,segir hann. »0, jeg held' það sje hreinasti óþarfi« segir Guðmundur. Sigurður var nú farinn að kveða vísu, og drafaði í honum. »Nú, er það þannig lagað«, sagði læknirinn og hló við lítið eitt. Svo heyrði jeg að hann skreið upp á bálkinn«. »Sjáið þjer til, svona líður góð stund og allir þegja nema Sigurður. Svo þagnar hann líka, og jeg heyri að Lási er sofnaður. ]eg held mjer hafi líka runnið í brjóst, en jeg svaf laust á þeim dögum, eins og raunar alltaf, svefnljettur hefi jeg alltaf verið, og yfir höfuð fremur ljettur á mjer, þótt jeg segi sjálfur frá. ]eg vakna við það að Sigurður segir, hann segir svona við Pál, sem lá næstur honum: »Geturðu ekki gefið mjer eitthvað að drekka?«. Hann sagði þetta svo veikt, svo mjó-róma, eins og kvenmaður, þetta var af honum dregið, þessum líka þrekmanni! »Ertu mjög slæmur?« sagði Páll. Sigurður stundi við. »Alveg afleitur«, segir hann, »jeg held það sje að versna og ógleðin líka, og þetta draumarugl á milli«. Hann talaði með hvíldum, eins og menn sem eru að fram komnir. ]a — því líkt!« »Nú heyri jeg eitthvert þrusk, og fljótlega hver það er, það er læknirinn, því hann segir byrstur: »Hvað á þetta að þýða«, segir hann; »mjer skildist á ykkur að maðurinn væri drukkinn, en nú heyri jeg að hann er fárveikur. Hjer þarf að athuga, kveykið þið strax ljós«, segir hann byrstur og var nú kominn fram á gólf. — »0, jeg held þess þurfi ekki«, segir Guð- mundur dræmingslegur, en jeg heyri að karli er al- vara, þekti hann, sjáið þjer til, þótt jeg sæi ekki framan í hann. »]eg skil ekki hvað þið meinið, menn«, segir læknirinn, »eða viljið þið ekki að jeg líti á manninn?«, hann sagði þetta með talsverðum þjósti. »Nikulás«, segir hann. Sigurður var nú farinn að röfla aftur, búinn að fá óráð, rjett einu sinni enn, karl minn, sjáið þið til, hann tók undir með læknin- um og fór að röfla um Nikulás. En Nikulás svaf eins og selur, bölvaður ekkisens húðarselurinn mundi jeg segja, ef hann væri ekki dáinn, svo jeg ýti við honum. Það má vera að jeg hafi komið dálítið við skrokkinn á honum, því það fór ekkert vel um mig síðan hann kom þarna við hliðina á mjer, en ekkert sagði jeg. Vaknaði Lási þá og segir. »Hvaða fjandans læti eru þetta?« — »Eru allir orðnir vitlausir hjer?« segir læknirinn, »Voruð það þjer, voruð það þjer?« segir Nikulás, og var nú óðamála, »jeg hjelt það væri strákurinn hann Sveinn«, og niður af bálkinum vippar hann sjer. Feginn varð jeg«. »Læknirinn segir honum að ná í eldspýtur og kerti og Nikulás fer að leita að því. »Það er víst hjá Guð- mundi«, segir hann. Guðmundur ræskti sig. »]á«, segir hann. »Það er hjerna hjá mjer«. »Komið þjer þá með það, maður«, segir læknirinn. »Komdu þá með það, maður«, segir Nikulás. »Flýtið þjer yður«, segir læknir- inn. »Flýttu þjer«, segir Nikulás. — Nikulás, skarn-

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.