Óðinn - 01.07.1923, Side 34
82
ÓÐINN
skinnið, hann var si-svona. — Guðmundur kveykti.
»Haldið þjer á kertinu, Nikulás« segir læknirinn, og
svo fer hann að bogra yfir Sigurði, og losa frá hon-
um fötin, eitthvað. Það gekk góð stund í það. Sigurð-
ur emjaði og röflaði, eins og hann væri milli svefns og
vöku. »Ætlarðu að drepa mig, Nikulás?« sagði hann
einu sinni, svo sem hann kvað á. »Það er ekki jeg,
það er læknirinn«, sagði Nikulás. Og — sjáið þið til,
þá segir Guðmundur gamli og lítur á Andrjes: »Onei,
það verður einhver annar en hann Nikulás þarna
sem drepur þig«, segir Guðmundur gamli og hlær
við, og Andrjes hristi höfuðið. — Ekki var að sjá að
læknirinn tæki eftir þessu. En við skildum, nema
kannske Nikulás, sem ekkert skildi«. —
— Loksins var læknirinn búinn að athuga Sigurð,
hann tók þá við kertinu af Nikulási og sagði honum
að fara út og sækja hnakktöskuna sína. — Á meðan
Nikulás var að sækja töskuna var jeg við dyrnar, jeg
horfði á lækninn, sem stóð þarna, þegjandi með
kertið logandi í hendinni. Hann horfði niður í gólfið,
húfunni hafði hann skotið aftur í hnakkann, svo jeg
sá vel andlitið. Satt að segja átti jeg þá bágt með að
trúa því, að þetta væri manndráparaandlit, enda þótt
hann væri ári þungbrýnn og alvarlegur. Það var eins
og hann tæki ekkert eftir því, að við allir störðum á
hann. — Sjáið þjer til, jeg var eins og hver annar
ómentaður unglingur þá, um þrítugt reyndar að árun-
um til. En ímugustur sá, sem saga Guðmundar hafði
vakið hjá mjer á lækninum, hvarf smátt og smátt
þegar jeg horfði á hann — jeg veit ekki af hverju.
Nei, sei-sei-nei, blíðlegur var hann ekki á svipinn.
jeg veit ekki hvaðan það kom, eða hvernig mjer gat
dottið það í hug, en jeg fór alt í einu að hugsa um
það, ef það væri nú jeg sem stæði þarna í sporunum
hans! Nei, jeg öfundaði hann ekki, það segi jeg satt«,
»Nú kemur Nikulás inn með töskuna og snjóhnaus,
sem læknirinn hafði sagt honum að koma með líka.
]eg flýtti mjer upp á bálkinn á undan Nikulási, hann
gat búið um hurðina sjálfur í það sinnið, enda fjekk
læknirinn mjer kertið, og sagði mjer að halda á því,
þegar hann var búinn að kveykja á því aftur, því það
drapst á því þegar Lási opnaði hurðina. Hann var
svo lengi að paufast inn, karluglan, veri guð honum
náðugur, og var ekki sjerlega liðugur þá stundina. ]æja,
jeg sit nú þarna uppi á bálkinum og held á kertinu,
en læknirinn opnar töskuna. Og upp úr henni tekur
hann aðra tösku eða kassa og í honum sje jeg er
ýmislegt, bæði glös og verkfæri. Þar upp úr tekur
hann lítið meðalaglas, með einhverju svörtu í, og fær
mjer, og segir mjer að halda á því á meðan. Svo
tekur hann bauk eða bikar úr pjátri, lætur í hann
snjó, treður hann fullan, og á meðan hann er að
þessu sje jeg og heyri, að þeir eru að hvíslast á
Guðmundur og hinir, nema Nikulás, sem verður að
húka frammi við dyr, bak við lækninn, því taskan
liggur, sjáið þið, þar sem hann lá áður. Svo tekur
læknirinn af mjer kertið og fer að bræða snjóinn,
yfir því. En jeg sit og held á glasinu og segi ekki
orð, en margt datt mjer í hug. — Svo fær hann mjer
kertið aftur, hellir mestöllu krapinu úr bikarnum, tekur
glasið og fer að telja dropa úr því í bikarinn«.
»Sjáið þið til, á meðan hann er að telja dropana
fara þeir Guðmundur og Andrjes fram af bálkinum,
Guðmundur stóð framar, rjett hjá lækninum, Andrjes
fyrir aftan hann. Þeir Árni og Páll þokuðu sjer framar
á bálkinn. Læknirinn tók víst ekkert eftir þessu, fyr
en Guðmundur segir, rjett við eyrað á honum:
»Hvað er þetta, sem þjer ætlið að gefa honum inn?«
Þá leit læknir á hann, og hvesti á hann augun þegar
hann sá svipinn á karli. — Því sjáið þjer til, jeg skal
segja yður það, að Guðmundur var mikilúðlegur maður
þegar skap var í honum. — ]eg skammast mín ekki
fyrir að segja það, að jeg skalf og nötraði þar sem
jeg lá eða sat og hjelt á kertinu, það var svo sem
eins og glímuskjálfti, og sló út um mig svita. Allir
steinþögðu stundarkorn, nema hann Kári, hann buldi
á sæluhússþekjunni. Sigurður þagði líka, hvort sem
það var af því, að hann var fallinn í mók, eða þá að
hann var að hlusta á hvað fram fór«. —
»Farið þið frá«, sagði læknirinn, »svo jeg geti kom-
ist að manninum, og gefið honum inn«, segir hann,
snýr sjer að mjer og segir: »Komdu með ljósið«. En
Guðmundur stendur kyr. »Það er þó víst ekki það
sama«, segir hann, »sem þjer gáfuð honum Olafi sáluga
inn?« — »01afi sáluga?« segir læknirinn. Þá glottir
Guðmundur og segir: »0, verið þjer ekki með nein
ólíkindalæti, karl minn, þjer munið víst eftir því þegar
jeg sótti yður til hans Ólafs sáluga á Hamri í haust*.
»0g hvað um það?« spurði læknirinn. »Það um það«,
segir Guðmundur, »að Sigurður hjerna er alt of góð-
ur maður til þess að þjer gefið honum sömu dropana
og þjer gáfuð Ólafi*. »Eruð þjer vitlaus, maður?«
sagði læknirinn, rjett svona orðaði hann það, en ekki
sá jeg að hann reiddist eða að honum brygði vitund;
»jeg ætla að reyna að gefa manninum þetta inn, það
er það eina, sem jeg hefi hjer við hendina sem eitt-
hvað gæti hjálpað*, segir hann, »frá með ykkur nú«,
segir hann, og ætlar að ýta Guðmundi frá með ann-
ari hendinni. »Nei«, segir Guðmundur, og var nú í
byrstara lagi, sópaði að honum, »að mjer heilum og