Óðinn - 01.07.1923, Síða 35

Óðinn - 01.07.1923, Síða 35
ÓÐINN 83 lifandi gefið þjer honum ekki þetta inn«, segir hann. »Að mjer heilum og lifandi«, drundi í Andrjesi bak við hann, hann gnæfði yfir hann, því Andrjes var risi að vexti og jötun að burðurn®. »Sjáið þjer til, á meðan á þessu stendur þegir Sig- urður — eða að minsta kosti man jeg ekki til, að jeg heyrði til hans. Læknirinn hvessir augun á þá og segir: »Haldið þið, að jeg ætli að drepa manninn, svona að gamni mínu?« — »Við vitum ekkert hvað þjer ætlið að gera«,segir Guðmundur, »og varðar ekkert um hvað þjer ætlið að gera, en við viljum ráða hvað þjer gerið í þetta sinn«, segir Guðmundur. »Maður minn«, segir Iæknirinn og brosir, sjáið þið til, hann brosir, jeg horfi á það með mínum eigin augum, að hann brosir; »jeg held jeg skilji nú hvað þjer eruð að fara. Þjer haldið, að jeg hafi drepið Ólaf þennan, sem var meira en hálf-dauður þegar jeg loksins kom til hans í haust. Ef þið hefðuð sótt mig til hans þeg- ar þið fenguð meðul hjá skotta ykkar, þá eru eins mikil Iíkindi til þess, að hann væri lifandi enn þá. Þið eruð svoddan einstök blessuð börn, hjátrúarfullir og vitlausir, trúið öllu sem þessir spekingar og hálf- guðir ykkar segja, hversu fjarri sem það er öllu rjettu. í rauninni veit jeg, að þið eruð allra bestu menn, en alveg ófyrirgefanlega barnalegir og« — segir læknir- inn, en lengra komst hann ekki, því Sigurður aum- inginn, sem allir höfðu nú í rauninni gleymt, var hálf- risinn upp og segir: »Guðmundur«, segir hann, »jeg vil að læknirinn gefi mjer inn«, segir hann rjett si- svona. »]æja, heilla-kallinn«, segir læknirinn, og bend- ir mjer að koma með ljósið. — Þeir Guðmundur og Andrjes viku þegjandi frá, og upp á bálkinn. Og svo gaf hann honum inn. Sveinn gamli þagnaði. »Og hvernig fór þetta svo«, spurði jeg. »Sagan er nú eiginlega búin, sjáið þið til«, sagði Sveinn gamli, læknirinn gaf honum inn, og sat yfir honum um nóttina. Veðrið heldur skánaði um mið- nætti og þá lögðu þeir af stað niður eftir Guðmundur og Páll og Andrjes má jeg segja líka, góður var hann ekki, varla ratljóst, satt að segja, en þeir fóru samt og alt slarkaði það af. En daginn eftir var komið besta veður, og þá komu þeir með kviktrje og út- búnað og við komum Sigurði til bæjar. Hann var skollans mikið veikur, en lifði þetta af, sjáið þjer til«. Þórir Bergsson. Sl Þorvaldur Thoroddsen. Fækkar þeim sem fremstir stóðu, fyrst á braut í andans löndum, þeim, sem okkur ungum veittu aukna sýn að nýjum ströndum; fækkar þeim, sem frónskum lyftu fána móti björtu vori; foldin geymir fallnar hetjur; fögur blóm í hverju spori. Þeirra einn var Þórodds niðji; þjóð á honum skuld að gjalda, — æfistarf, sem lengi lifir, lýsir fram til nýrra alda; starf, sem hvorki fje nje fagrir Fálka-krossar nægðu að greiða. Enginn frægði ísland betur, Islands tign frá strönd til heiða. Enginn bar í öðrum löndum okkar nafn með hærri sóma, eða varp á íslands merki auðnudrýgri frægðarljóma. Fáir hafa fræðin gömlu fastar eða betur numið; fáir hafa heitar hatað hleypidóma alla og skrumið. Þjóð vor eigi Þorvald skildi, þakkaspör við marga syni. Hvenær mun hún kunna að meta kostaríka máttarhlyni? Þeim mun bjartar lífs að lokum ljómar nafn á sögu-spjöldum, — Þorvalds nafn — sem log, er lýsa loft á heiðum vetrarkvöldum. Skarð er fyrir skildi orðið, skarðast öðrum sveitin snjalla þeirra manna’, er hlýddu og heyrðu hvellan lúður tímans gjalla. íslands sonur, íslands dóttir ættarfrægð þig knýr að verki. Viltu feta í feðrasporin, fram til sigurs bera merki. Cornell háskóla 2. ágúst 1923. Richard Beck.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.