Óðinn - 01.07.1923, Síða 36
84
ÓÐINN
Guðm. Magnússon prófessor
sextugur 26. sept. 1923.
Varaðu þig á manninum, sem blasir við þjer þarna
í blaðinu. Það sjest á augnaráðinu og dráttunum í
andlitinu, að hann er fullur af gáska og enginn veit,
hvenær gosið kemur.
Vertu viðbúinn, þá mun
ekki saka, því gáskinn
er græskulaus.
Myndin sýnir Guðmund
Magnússon prófessor sex-
tugan, eins og hann er í
raun og veru og eins og
hann verður manni minni-
stæðastur.
Það er til önnur mynd,
sem ekki er hjer, mynd-
in af »hinum spunastutta
Magnússyni«, sem stjett-
arbróðir hans, Guðmund-
ur Hannesson getur um í
formálanum að ritgerð-
inni í Læknablaðinu. En
mynd sú er af hinum
þreytfa og áhyggjufulla
lækni.
I full 53 ár hefur pró-
fessor Guðm. Magnús-
son verið læknir, unnið
samviskulega og sleitu-
laust síðan hann kom
hingað heim til landsins
frá námstíma sínum er-
lendis, fyrst sem hjeraðs-
læknir í stóru og erfiðu hjeraði, og svo frá 1894 sem
annar aðalkennarinn við læknaskólann og síðan pró-
fessor við háskólann.
Sú grein læknisfræðinnar, sem prófessor Guðmund-
ur Magnússon hefur frá æskuárum tekið ástfóstri við,
er handlæknisfræðin. Það kom sjer einkar vel að fá
hingað jafn gáfaðan og vel mentaðan lækni til að
taka við kenslunni í handlæknisfræði, þegar Schier-
beck landlæknir fór hjeðan 1894.
Fyrstu tvö árin þegar Guðmundur Magnússon var
á Sauðarkróki, sóttu sjúklingar til hans úr öllum átt-
um og kynjasögur miklar gengu um landið um skurð-
lækningar hans, um fram alt á sjúklingum með sulla-
veiki, hinum forna fjanda þessa lands, sem drepið
hafði fólk unnvörpum.
Guðmundur Magnússon flutti heim með sjer frá út-
löndum nýjar aðferðir, skurðlækningar, sem ekki höfðu
verið notaðar hjer áður, en urðu miklu affarabetri
fyrir sjúklinganá en gömlu lækningaaðferðirnar, þeirra
Finsens og Jónassens, sem báðir eiga þó skilið að
geymast í sögu íslenskra
lækna með þakklæti fyrir
vel unnið starf í barátt-
unni við sullaveikina. Það
er orðin há tala sjúklinga
þeirra, sem próf. Guð-
mundur Magnússon hefur
læknað vegna sullaveikis.
Þá ánægju hefur hann
jafnframt að sjá það, hve
geysilega sjúkdómnum
hefur rjenað á þessum
áratugum, sem hann hef-
ur verið læknir hjer.
Guðmundur Magnús-
son benti þegar á fyrstu
læknisárum sínum á það,
hve tíð berklaveiki væri
þá orðin hjer á landi,
þó læknar til þess tíma
hefðu talið hana sjald-
gæfa, eða óþekta.
Um læknisstarf Guðm.
Magnússonar er óþarft að
fjölyrða. Hann og hans
læknisstarf þekkir almenn-
ingur frá fjalli til fjöru,
frá instu afdölum þessa
lands til ytstu annesja.
Það sem líklega einkennir Guðmund Magnússon
sem handlækni — og almennan Iækni — er það,
að kynna sjer sem nákvæmast eðli sjúkdómsins áður
en hann hefst handa, og til þessa notar hann sína
víðtæku læknisþekkingu og alkunnu samvitskusemi.
Það mun einnig hafa verið þetta, sem hefur gert
hann svo vinsælan af lærisveinum sínum: Hann hatar
allar þokumollur og hugsanagraut. Hann skýrir hlut-
ina ljóst og einfalt og heimtar, að þeir geri sömu
kröfur til sjálfra sín, og þreytist eigi að vekja ábyrgð-
artilifinningu fyrir framtíðarstarfi þeirra. ]eg hef aldrei
heyrt neinn af lærisveinum hans, sem eigi hafa lokið
lofsórði á hann sem fyrirmyndarlækni og kennara,
Guðmundur Magnússon.