Óðinn - 01.07.1923, Qupperneq 37
ÓÐINN
85
og þannig mun hin íslenska Iæknastjett líta á hann,
óskift, og gleðjast yfir Því að halda honum sem
lengst við þann skóla, sem hann hefur unnið svo
samvitskusamlega við.
Medicus.
V
Stefán Eiríksson myndskeri.
Trjeskurður ýmiskonar var allmikið stundaður hjer
á Islandi upp til sveita áður fyr. Er allmargt slíkra
hluta hjer á þjóðminjasafninu, hús- og búshlutir alls-
konar. Stórir hlutir og vandaðir hafa einnig verið
gerðir, svo sem kirkjuhurðin á Valþjófsstað, sem nú
er á safni erlendis og þykir hinn sjerkennilegasti kjör-
gripur. Nokkuð mun þó þessum trjeskurði hafa verið
farið að hnigna á síðustu mannsöldrum, bæði þannig,
að form hans yrði tilbreytingaminna en áður var og
þeir færri, sem legðu stund á hann. Þó lagðist hann
aldei af með öllu og hafa t. d. fengist við hann í
æsku sinni nokkrir núlifandi menn, sem seinna hafa
orðið kunnir á öðrum sviðum. Má þar nefna Einar
Jónsson. myndhöggvara, sem fyrst fjekst mikið við
trjeskurð og fór í öndverðu utan til þess að leggja
stund á hann. Mun enn vera til eitt af hinum fyrstu
verkum hans í þeirri grein, kassi allstór, með sofandi
manni og ljóni á lokinu. Enn fremur má nefna Þor-
stein Gíslason ritstjóra, sem skar t. d. stóra mynd af
Gunnari á Hlíðarenda í hertygjum og mun sú mynd
seinna hafa komist burt úr landinu (til Englands).
Skúli Skúlason hjet einnig íslendingur nokkur, sem
um þessar mundir ætlaði að leggja stund á mynd-
skurð í Khöfn, en dó skömmu seinna.
Um það bil, sem hjer er um að ræða, varð þó
einn maður íslenskur, sem þótti hagleiksmaður mikill
heima í sveit sinni, til þess að brjótast til útlanda og
leggja þar sjerstaka stund á þessa iðn. En það var
Stefán Eiríksson frá Fremraseli í Hróarstungu, og
átti hann síðan, að námi sínu loknu, eftir að hafa
mikil áhrif á þróun þessarar listar hjer heima og á-
huga manna á henni. Stefán Eiríksson lærði fyrst á
skurðstofu C. B. Hansen, en þar var þá stærsta hús-
gagnaverksmiðjan í Danmörku, og síðan í Þýskalandi,
og fór auk þess snöggvast til Sviss og Austurríkis til
að kynna sjer þessi mál. Úr þessum þáttum öllum
saman hefur svo Stefán Eiríksson skapað myndskurð
sinn, úr samruna hins gamla íslenska trjeskurðar og
erlendra áhrifa úr þýskum og dönskum myndskurði.
Þetta hefur að mörgu leyti haft góð og frjósöm áhrif,
svo að áhugi manna á trjeskurði og skilningur á hon-
um hefur stórum aukist aftur á siðustu tímum og það
að mjög miklu leyti fyrir starfsemi Stefáns Eiríksson-
ar og þeirrar stefnu, sem að mörgu leyti má segja
að hann hafi skapað. Mætti rekja þetta á ýmsan hátt
með dæmum úr verkum hans og lærisveina hans.
Ahrifin frá gamla skurðinum íslenska koma t. d. fram
á mörgum öskum hans, en þeir eru nú mjög mikið
notaðir til skrauts og gjafa, og einnig á hvalbeinsstóli
Stefán Eiríksson.
hans. Áhrif dönsku kenslunnar sjást hinsvegar t. d. í
sveinsstykki hans, áhrif frá gamalli, kirkjulegri skurð-
list í Ansgar-töflu hans o. s. frv. Á öllu þessu er þó
sjerkennilegt, og oft persónulegt handbragð og blær
Stefáns Eiríkssonar sjálfs. Annars er ekki gott að fá
yfirlit um gildi nje áhrif þessa starfs Stefáns Eiríks-
sonar, hvorki sem listar nje iðnar, bæði af því að
fjöldi verkanna er mjög mikill og af því að þau eru
dreifð út um alt innan lands og utan. —
Þegar Stefán Eiríksson var að byrja á þessari
braut sinni, var ekki auðhlaupið að því, að afla sjer
þeirrar mentunar sem hann þá gerði, síst fyrir efna-
lausan bóndapilt, enda þótti það ekki sjerlega árenni-
legt, að brjótast til útlanda til að læra svo óbúsælt
verk sem myndskurð. Stefán Eiríksson dvaldi þó í
Kaupmannahöfn í 6 ár og síðan eitt ár í Þýskalandi,
en síðan hefur hann stöðugt búið í Reykjavík, eða