Óðinn - 01.07.1923, Síða 38
86
ÓÐINN
frá 1898, en var fyrst um tíma norðanlands og aust-
an eftir að hann kom úr utanförinni. Hann var þá
um hálffertugur, er hann hóf hjer starfsemi sína, fædd-
ur 4. ágúst 1862 í Fremraseli í Hróarstungu, og voru
foreldrar hans Eiríkur Einarsson og Katrín Hannes-
dóttir. I æsku dvaldist hann þó á ýmsum stöðum austan-
lands og norðan, uns hann fór utan. A þeim tíma, sem
Stefán Eiríksson hefur verið hjer, hafa lært hjá honum
myndskurð 8 lærlingar, þar á meðal ein dætra hans,
Soffía. En börn hefur hann annars átt ellefu og eru
níu þeirra nú á lífi, 7 dætur og 2 synir. Kona hans
er Sigrún Gestsdóttir frá Fossi í Vopnafirði. Auk
þessara 8 lærlinga, sem nú voru nefndir, hefur hann
kent mörgum teikningu og smíðar í skólum. Hafði
hann lengi kvöldskóla sjálfur, og hefur enn, og hefur
hann stundum verið sóttur af 60—70 teikni-nemend-
um. Þess utan hefur hann kent í ýmsum skólum,
mentaskólanum, iðnskólanum, barnaskólanum og lýð-
skólanum. Hafði hann um eitt skeið, alllengi, 8—10
tíma kenslu á dag, auk heimavinnu sinnar. Hann hef-
ur Iíka ávalt verið verkmaður mikill og vinnusamur,
og mikið ljett þar undir með honum, að hann hefur
ávalt verið fjörmaður, Ijettlyndur og bjartsýnn. Vmsar
íþróttir hefur hann einnig stundað sjer til tilbreytingar,
einkum hefur hann mikla unun af veiðum, var hann
áður fyr hreindýra- og selaskytta góð, og fæst nú
mikið við laxveiðar, á stöng, á sumrum. Hann hefur
einnig verið bókamaður allmikill, og las talsvert af
skáldritum, einkum á yngri árum sínum. Þá bar hann
það einnig við að yrkja sjálfur kvæði og stökur, og
þótti sjálfum harla gott á þeim árum, en aldrei skar
hann þá list sína neinstaðar svo, að hún mætti geym-
ast, en einn góðan veðurdag tók hann alla syrpuna
og kastaði henni í eldinn logandi, »svo að þetta
helvíti sæist ekki eftir sig«.
Af skurðverkum Stefáns Eiríkssonar má auk þeirra,
sem áður eru talin, nefna tvær altarisbríkur, nokkra
beinlára, skrifborðsáhöld
handa Stefáni G. Stefáns-
syni og Geir rektor,
brjefapressu handa Stein-
grími Thorsteinsson, ask
handa Fejlberg, nokkrar
bókahliðar o. fl.
Auk þess sem verk
Stefáns Eiríkssonar hafa
verið vinsæl og eftirsótt,
hefur hann sjálfur per-
sór.ulega verið mjög vel
látinn og hefur líka kynst
mjög mörgum. A Hafnar-
árum sínum var hann t.
d. allvel kunnugur Sind-
ing myndhöggvara. Af
öðrum kunningjum hans
þar má t. d. nefna Dahle-
rup húsameistara og Kock
prófast og fólk hans, sem
hann segir að alt af hafi
verið sjer mjög gott. Hjer
heima var sjera Sig. Gunnarsson á Valþjófsstað
honum mjög innan handar á fyrstu námsárum hans
og prófessor Finnur Jónsson útvegaði honum einu
sinni 400 kr. ferðastyrk í Danmörku. Annan opinber-
an styrk fjekk hann ekki. Einn af kunningjum Stefáns
Eiríkssonar, Guðm. Hannesson prófessor, hefur
Iýst honum svo (í Lögrjettu, þegar hann varð sex-
tugur): »Margt var það sem aflaði Stefáni vinsælda.
Fyrst og fremst held jeg að það hafi verið góða
skapið, sem oft var beinlínis smitandi, og það var
samfara óvenju hvatleik og fjöri. Hvar sem maður
hitti Stefán, brosti hann glaðlega, eða öllu heldur hló
hjartanlega. Um víl og vol, barlóm yfir fátæktinni eða
kvíða fyrir framtiðinni var aldrei að tala. Og svo
iðaði hann allur í skinninu af fjöri og hvatleik, bar
óðan á, er hann talaði, og var fljótari í öllum snún-
ingum en flestir aðrir, þó engin dauðýfli væru.
Stefán Eiríksson, kona hans og börn.