Óðinn - 01.07.1923, Síða 39

Óðinn - 01.07.1923, Síða 39
Ó Ð’I N N 87 . . . Hann var kurteis maður með afbrigðum, tróð sjer hvergi fram, talaði vel og sanngjarnlega um alla og hrósaði mönnum oft fyrir það sem honum þótti þeir vel gera. Slíkt aflar auðvitað vinsælda, en þó er það ótalið, sem ekki var minst um vert: drengskapur hans í öllum greinum. . . . En hvernig voru nú hönd- urnar? Því er fljótsvarað, það ljek alt í höndunum þeim . . .« Þeir, sem kynst hafa Stefáni Eiríkssyni eitthvað dá- lítið, munu kannast við, að þetta sje rjettur dómur. Svona hefur hann líka komið okkur fyrir, sem verið höfum lærisveinar hans, eða kynst honum á verk- stæðinu, úti eða inni, ekki smeikur við að taka upp í sig, þegar honum þótti það við eiga, en þó aldrei orðhákur eða öfundstunga — sívinnandi og sívakandi, síkvikur og síkátur. [/. \L Vilhjálmur E>. Gíslason magister. Eftir hann er nýkomin út bók, sem heitir: „íslensk endurreisn". Tímamótin í menningu 18. og 19. aldar- innar«. — I bókinni er tekið til rannsóknar tímabilið frá framkomu Eggerts Olafssonar og fram yfir starfs- tíma Fjölnismannanna. Hefur tiltölulega lítið verið ritað áður um þetta merkilega tímabil í sögu íslensku þjóðarinnar, síst í samhengi, svo að ritið, sem hjer kemur fram, er brautryðjandi á þessu sviði. Það er allstór bók, um 500 bls. — Því er skift í 44 kafla. Til þess að gefa mönnum nokkra hugmynd um inni- haldið, skulu hjer sagðar fyrirsagnir kaflanna: 1. Verkefnið, 2. íslensk endurreisn, 3. Erlendar undirstöður, 4. Líf og listir, 5. Tímamörk, 6. Dómar sögunnar, 7. Rit og rannsóknir, 8. Skiftar skoðanir, 9. Upplýsingin, 10. Franska byltingin, 11. Útbreiðsla upplýsingarinnar, 12. Aldarbragur aðdragandans, 13. Bændasynir og biskupssynir, 14. Lærdómslistafjelagið, 15. Landsuppfræðingarfjelagið, 16. Lærðir menn, 17. Alþýðumenning, 18. Ármann á alþingi, 19. Rómantík, 20. Stjórnmál, 21. Alþingi, 22. Kringum hundadaga- konginn, 23. Bændur og búhagir, 24. Verslun, 25. Náttúrufræði og náttúruljóð, 26. Skólamál. 27. Guð, dygðin og ódauðleikinn, 28. »Upprisa trúarinnar*, 29. Trúarþel og trúarljóð, 30. »Hátign guðs og alheims- áformið«, 31. Endurreisn íslenskunnar, 32. »Landsins fornu kvæði«, 33. Fornfræði, 34. Erlend áhrif, 35. Listasmekkur og ljóðrænt form, 36. Rímur og rímna- deilur, 37. Söngmentir, 38. Upplýsingin og Fjölnir, 39. Andi aldamótaáranna, 40. Fjölnir og Fjelagsritin, 41. Blaðamenskan, 42. Leiðtogar tímabilsins, 43. Tímamót menningarinnar, 44. Niðurlag. í bók þessari er í fyrsta sinn lýst ritverkum margra manna frá þessu tímabili, þau gagnrýnd og dreginn fram aðalkjarni þeirra, og má sjerstaklega nefna þar til rit Eggerts Olafssonar varalögmanns, Hannesar Vilhjálmur Þ. Qíslason. Finnssonar biskups og Magnúsar Stephensen konfer- ensráðs, og nýju ljósi er varpað þar yfir mörg atriði í menningarsögu og bókmentum þessara tíma. Vilhjálmur Þ. Gíslason er fæddur í Reykjavík 16. september 1897. Foreldrar hans eru Þorsteinn Gísla- son ritstjóri og Þórunn Pálsdóttir kona hans. Vil- hjálmur varð stúdent 1917, stundaði síðan norræn fræði við háskólann í Reykjavík og lauk meistaraprófi í þeim, með bókmentasögu sem aðalnámsgrein, 17. tebrúar 1923. Voru þeir tveir, sem þá gengu hjer undir norrænupróf, Pjetur Sigurðsson, úr Reykjavík, og Vilhjálmur, og eru þeir fyrstu mennirnir, sem tekið hafa próf í þeirri fræðigrein hjer við háskólann. Vilhjálmur hefur tekið mikinn þátt í stúdentalífinu hjer í Reykjavík á undanförnum árum, verið formaður bæði í Stúdentafjelagi Háskólans, Stúdentafjelagi

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.