Óðinn - 01.07.1923, Síða 40
88
ÓJÐ I N N
Reykjavíkur, Stúdentaráðinu og Reykjavíkurdeild nor-
ræna stúdentasambandsins og haft forgöngu í ýmsum
málum, sem þau hafa beitt sjer fyrir. Við blaðamensku
hefur hann einnig fengist og hefur ritað fjölda greina
bæði í Lögrjettu og Morgunblaðið, og einnig ritgerðir
í Eimreiðina og víðar. Hann hefur og þýtt á íslensku
skáldsögur Gunnars Gunnarssonar »Vargur í vjeum«
og »Sælir eru einfaldir«, og sömuleiðis eina af bók-
um þeim, sem Dansk-íslenska fjelagið hefur sjeð um
útgáfu á: »Danmörk eftir 1864«, eftir Einar Munk.
M
Johan Martin Meulenberg
postullegur prefekt á íslandi.
Hann er fæddur í Þýskalandi 30. október 1872.
Stúdentspróf tók hann árið 1893 í Hollandi og var
þar við háskóla í 1 ár, síðan 5 ár við háskóla í Algiers.
Arið 1899 tók hann prestvígslu og var í 2 ár docent
við mentaskólann í Schimmert í Hollandi. Því næst
var hann í 2 ár prestur í Danmörku (Hróarskeldu)
og kom ásamt síra Servaes presti hingað til Islands
árið 1903 sem sóknarprestur. Alþingi gerði hann árið
1921 að ríkisborgara. Hinn 13. júnímánaðar þessa árs
skipaði páfi Pius XI. hann postullegan prefekt hjer á
landi. Prefekt Meulenberg hefur gefið út á íslensku
kaþólsk fræði og kaþólska bænabók, en hvorug þess-
ara bóka var áður til á okkar máli.
Meulenberg prestur hefur nú verið hjer 20 ár.
Hann hefur staðið fyrir ýmsum framkvæmdum, sem
kaþólska kirkjan hefur haft hjer með höndum. Hún
á hjer stórar lóðir á hæðunum í vestanverðum bæn-
um. Heitir þar í Landakoti og er þar eitthvert hið
fegursta útsýni hjer nærlendis. Eign þessa keypti ka-
þólska kirkjan nokkru eftir miðja síðastliðna öld og
er hún nú mikils virði. Þar hefur verið reist kirkja
og skólahús, í einkennilegum stíl, auk íbúðarhúss
prestanna. Landakotsspítalinn stendur einnig á lóð
kaþólsku kirkjunnar og er reistur af henni, eða fjelagi,
sem stendur í sambandi við hana, og hefur hann
verið mjög þörf stofnun bænum og landinu, enda
aðalspítali þess nú um langt skeið, og verður það
þangað til landsspítalinn fyrirhugaði kemst upp.
Meulenberg prestur hefur jafnan notið hjer vinsælda
og virðingar allra, sem til hans þekkja. Hann talar
íslensku nær því sem innfæddur maður og er furðu-
fróður í sögu Islands, mjög vel mentaður maður, eins
og gerist um kaþólska klerka, og hinn ljúfasti og
skemtilegasti í umgengni.
J. M. Meulenberg.
Kaþólski söfnuðurinn hjer er ekki fjölmennur, en
margir sækja oft guðsþjónustur kaþólsku prestanna,
ekki síst þegar einhver sjerstök hátíðahöld fara þar
fram, svo sem þegar haldnar voru þar minningar-
guðsþjónustur um Jón biskup Arason og Jón biskup
helga Ogmundsson, og nú síðast er van Rossum
kardínáli kom hjer í heimsókn í sumar, sem leið.
Bölsynið.
Dauði er hjer og dauði er þar,
dauðinn ríkir alstaðar.
Yfir, undir og alt um kring
er illra norna fordæming.
Bjartsýnið.
Líf er hjer og líf er þar,
lífið ríkir alstaðar.
Allt sem vekur ama kend
er úthverfa á lífsins vend.