Óðinn - 01.07.1923, Side 41
ÓÐINN
89
Yfirsyn.
Líf og dauði eru eitt,
að því vinna bæði streytt,
að breyta og færa í betra snið,
því báðum stjórnar almættið.
Fnjóskuv.
Sí
Árni Jónsson
hreppstjóri á Þverá.
Fyrir og um miðja síðastliðna öld ólust upp margir
þjóðnýtir menn í bændastjett þessa lands, menn, sem
engrar mentunar nutu, annarar en þeir fengu aflað
sjer sjálfir, en urðu þó vel að sjer, atkvæðamenn og
prýði stjettar sinnar. Þá voru straumbrot mikil og
talsverð þjóðernisvakning með þjóðinni, og frelsis-
hyggjur lágu ofarlega er sem mestur gnýr stóð um
sjálfstæðismálin kringum þjóðfundinn. Hafði það sem
vænta mátti mikil áhrif á námfúsa og gáfaða menn
er þá voru á þroskaskeiði og hvátti þá fram til náms
og starfs. Þeir menn, er sú alda náði til, eru nú
flestir til grafar gengnir, og þar á meðal sá, er nú
verður lítillega minst, Árni Jónsson hreppstjóri og
dbrm. á Þverá í Hallárdal í Húnavatnsþingi.
Að Árna stóðu á báðar hendur þróttmiklar bænda-
ættir, og var móðurætt hans mjög tengd við Syðri-Ey
á Skagaströnd. Þar bjó sá maður á ofanverðri 18. öld
er Magnús hjet Arason og dó um nírætt 1809. Hann
var að langfeðgum kominn í beinan karlmenn af sjera
Olafi Kolbeinssyni ríka i Saurbæ á Hvalfjarðarströnd,
er uppi var á 16. öld. Forfeður Magnúsar voru gildir
bændur og búhöldar, og sjálfur var hann efnabóndi,
harðger og hagorður vel. Kona hans var Sigríður
dóttir Finns bónda jónssonar er lengi bjó á Syðri-Ey.
Frá þeim Magnúsi er komin fjölmenn og merkileg
ætt. Meðal barna þeirra voru þeir Árni, faðir merkis-
bóndans Sigurðar hreppstjóra i Höfnum (d. 1879) og
Finnur á Syðri-Ey. Dætur Finns voru þær Sigurlaug,
er átti Björn Þorláksson á Þverá í Hallárdal, og Sig-
ríður, er átti ]ón Ólafsson á Helgavatni í Vatnsdal
(d. 1859). Ólafur faðir ]óns bjó á Kálfskinni í Eyja-
firði og var sonur Árna á Fornastöðum Árnasonar á
Vtra-Hóli i Kræklingahlíð Björnssonar Höskuldssonar.
Er sú ætt eyfirsk. ]ón á Helgavatni var dugnaðar-
maður mikill og góður bóndi. Hann var tvíkvæntur
og var Sigríður fyrri kona hans. Þau áttu margt barna
og komust þessi til fullorðinsára: Ólafur veitingamaður
á Skagaströnd og síðan á Akureyri, Hlíf kona Skúla
Sívertsens í Hrappsey, Ragnheiður kona Friðriks
Möllers póstafgreiðslumanns á Akureyri, Ingibjörg
kona Magnúsar Bergmann, er um eitt skeið bjó á
Síðu í Refasveit, Sigurlaug kona ]óns ]ónssonar á
Melum í Hrútafirði, Finnur á Bergsstöðum í Hallár-
dal, druknaði á bezta aldri frá konu og ungum börn-
um, og Árni hreppstjóri er hjer er sagt frá.
Árni ]ónsson var fæddur 26. nóv. 1831 á Syðri-
Ey. Bjuggu þar þá foreldrar hans, en fluttust síðan
að Helgavatni í Vatnsdal og þar ólst Árni upp til
fullorðins ára. Ekki var hann til lærdóms settur, þó
snemma væri námfýsi hans mikil en greind góð. Var
hann einn mánuð við nám hjá ]ósef lækni Skaftasyni
í Hnausum og var það öll hans skólaganga; naut
hann ekki annarar mentunar en hann gat aflað sjer
sjálfur af bókum tilsagnarlaust. Þó varð Árni prýði-
lega að sjer eftir því sem títt var um »ólærða« menn
í þá tíð, og nýttist honum lærdómur sinn til allra
starfa, er honum voru falin, á við marga þá er langt
skólanám hafa að baki. En til vinnu var Árna ríkt
haldið, þegar á unga aldri, af föður sínum; var hann
og að eðlisfari vinnugefinn og kappsamur, enda varð
hann afkastamikill verkmaður og verkhygginn og var
svo fram á elliár. Einkum var hann atkvæða sláttu-
maður, og er þeim er þetta ritar minnisstætt hversu
rösklega Árni sló fyrsta sumarið er hann var á Syðri-
Ey, þá hátt á áttræðisaldri.
Árni kvongaðist 16. sept. 1356, og gekk að eiga
frændkonu sína, Svanlaugu Björnsdóttur frá Þverá í
Hallárdal, en vorið eftir reistu þau bú á Njálsstöðum
á Skagaströnd. Þar bjuggu þau í tvö ár, fluttu þá að
Eyjarkotí og voru þar eitt ár, en vorið 1860 fluttu
þau búferlum að Þverá í Hallárdal og þar bjuggu þau
síðan samfleytt í 47 ár. Björn Þorláksson, tengda-
faðir Árna, er þar hafði lengi búið, var þá fyrir
skömmu látinn (1857) og keypti Árni jörðina af erf-
ingjum hans. Björn hafði verið búhöldur mikill og
framtakssamur. Hann bygði timburhús stórt og vandað
að viðum og smíði á Þverá; var það alldýrt og hvíldu
skuldir allmiklar á dánarbúi hans er Árni tók við um
leið og hann fjekk jörðina.
Árni hafði ekki lengi búið er það orð komst á, að
hann væri með hinum belstu bændum. Bar hvort-
tveggja til, að hann var dugnaðarmaður og rak bú-
skapinn með atorku, og svo það, að hann var betur
mentaður, þó af sjálfsdáðum væri, en bændur voru
þá alment. Var og þegar tekið að fela honum á hendur
ýms trúnaðarstörf í sveitarþarfir. — í Vindhælishreppi
voru þá tveir hrsppstjórar og hafði svo verið lengi,
því að hann er stærstur af hreppum Húnavatnssýslu.