Óðinn - 01.07.1923, Page 43
ÓÐINN
91
að efast um rjettsýni hans, eða saka hann um hlut-
drægni eða sjerdrægni.
Eins og áður er sagt bjó Árni rausnarbúi á Þverá
í 47 ár, en vorið 1907 fluttist hann með Birni syni
sínum að Syðri-Ey og þar dvaldi hann úr því til
dauðadags. Á Þverá gerði Árni jarðabætur allmiklar,
sljettaði meiri hluta túnsins er áður var mest alt þýft,
og færði það út um 5—6 dagsláttur. Hann færði
peningshúsin suður yfir ána, því þaðan var hægara
til beitar, og ræktaði þar upp úr órækt kýrfóðursvöll.
Mun töðufall á Þverá hafa aukist um fullan helming
við búskap hans þar. Árni var aldrei efnamaður þó
bú hefði hann allstórt, því hann hafði lengi ómegð
mikla og kostaði miklu til menningar börnum sínum.
Hann var forsjáll í búnaði, stjórnsamur eg ástsæll af
hjúum sínum, enda spilti þar ekki um kona hans.
Luku allir upp um það einum munni, er þar voru í
vist, að betri húsbændur gæti varla. Svanlaug kona
Árna var þrem vetrum yngri, fædd 7. okt. 1834. Hún
var fríð kona sýnum, mesta valkvendi og ástsæl af
öllum er nokkur kynni höfðu af henni, örlát og greið-
vikin og mátti ekkert aumt sjá.
Árni var maður mikill vexti, hár og þrekinn, karl-
menni að burðum og harðfylginn sjer, fríður sýnum,
eygður mjög vel, og að öllu hinn höfðinglegasti. Hann
var raddmikill og gildrómaður, hinn skörulegasti í
framkomu og sópaði að honum hvar sem hann fór.
Kallaður var hann heldur harðskiftinn og ekki fyrir-
látssamur, ef á hluta hans var gert, en ráðhollur var
hann og hjálpsamur öllum sem manntak var í, og
hann sá að vildu bjargast áfram af sjálfsdáðum, og
öllum betri mönnum sem náin kynni höfðu af honum,
varð hlýtt til hans. En ónytjungum og letingjum var
hann harður í horn að taka og stóð þeim löngum
beygur af honum. Ekkert var honum leiðara en óheil-
indi og undanbrögð og fanst fátt um þá menn, er í
viðskiftum neyttu slíkra bragða. Hann var hinn skemti-
legasti heim að sækja, gestrisinn og viðræðugóður,
fróður um margt og minnugur og hafði til að vera
glettinn og gamansamur. Áhugasamur var hann um
landsmál og stefnufastur, en var lítið gefið um gasp-
ur alt og »agitationir«, áleit ekki góðan málstað þurfa
slíks við til að sigra, en hávaði og gauragangur spilti
jafnan fyrir hjá öllum góðum mönnum.
Ekki var Árna gjarnt að halda sjer fram til virð-
inga eða metorða, nje sækjast eftir vinfengi valda-
manna. Sýnir það best framkoma hans er hann fjekk
dannebrogs krossinn. Það var sumarið 1896, og stóð
þá svo á að kjósa skyldi sóknarprest í Hofspresta-
kalli. Kjörfundurinn var haldinn á þingstaðnum Skaga-
Þessi mynd á við Strigabátsferðina hjer á undan og sýnir þá
Angantý Guðmundsson og Guðm. H. Pjetursson á strigabátnum.
strönd. ]óhannes Jóhannesson, er þá var settur sýslu-
maður Húnvetninga, reið út eftir til að stjórna fund-
inum. Hafði hann þá með sjer dannebrogs krossinn,
gerði lykkju á leið sína, fór til Þverár og vildi hafa
Árna hreppstjóra með sjer á kjörfundinn til að hengja
þar á hann krossinn. Árni tók þvert fyrir það. Tjáðu
ekki fortölur sýslumanns, og varð hann að láta sjer
nægja að heimafólk eitt á Þverá væri viðstatt, er
Árni tók við krossinum.
Varla mun það ofmælt, að fáir menn munu hafa
farið með sveitarmálefni og notið svo fullkomins
trausts sveitunga sinna og Árni. Þótti hverju máli vel
borgið í höndum hans, máttu tillögur hans sín jafnan
mikils hjá sveitarbúum, og naut hann bæði virðingar
þeirra og ástsældar, einkum hin síðari árin. Var hon-
um sýndur þess nokkur opinber vottur. Qullbrúð-
kaupsdag hans, 16. sept. 1906, hjeldu hreppsbúar þeim
hjónum fjölment samsæti. Var það haldið á Skaga-
strönd, en þar höfðu þau verið vígð saman fyrir 50
árum. Færðu samsætisgestir honum að gjöf haglega
gerðan silfurbikar og í 300 krónur í gulli, en fjarver-
andi ættingjar og vinir sendu skrautritað ávarp og
vandað skrifborð. Er Árni Ijet af hreppsnefndar og
oddvitastörfum vorið 1910 var honum aftur haldið
samsæti í kveðju- og þakk.ætisskyni. Þar var honum
færður að gjöf vandaður göngustafur.
Árni hafði alla æfi verið maður heilsuhraustur, en
nú tók kröftum hans mjög að hnigna. Um þessar
mundir var honum og mjög tekin að förlast sjón, og
fór hann því síðari hluta vetrar 1911 til Reykjavíkur
að leita sjer bótar við sjóndeprunni. Tjáði það ekki,
og varð hann því sem nær alveg sjónlaus síðustu árin.
Svanlaugu konu sína misti hann 6. jan. 1916; höfðu
þau þá búið saman í farsælu hjónabandi tæp sextíu
ár. Eftir það þverruðu mjög kraftar hans, þó hann
hefði lengst af ferlivist. Hann ljest 6. okt. 1918.
Þau hjón áttu ellefu börn. Af þeim komust þessi
til fullorðinsára: 1. Sigurlaug, dó uppkomin í foreldra-