Óðinn - 01.07.1923, Síða 44

Óðinn - 01.07.1923, Síða 44
92 ÓÐINN húsum. 2. Ólafur kaupmaður, síðar forstjóri kaupfje- lagsins Ingólfur á Stokkseyri. Dó í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Hann átti frændkonu sína, Margrjeti dóttur Friðriks Möller. 3. ]ón prestur í Otrardal, nú búsettur á Bíldudal, kvæntur Jóhönnu Pálsdóttur. 4. Árni búfræðingur, bóndi á Straumi í Hróars- tungu, kvæntur Þuríði Kristjánsdóttur Kröyer frá Hvanná. 5. Sigríður, býr á Vtra-Hóli á Skagaströnd, ekkja eftir ]ón bónda ]ósefsson. 6. Björn, gagnfræð- ingur, hreppstjóri á Syðri-Ey, tvíkvæntur. Átti fyrst Þóreyju ]ónsdóttur, dótturdóttur sjera Magnúsar Bergssonar í Eydölum, en síðar frændkonu sína, Guðrúnu dóttur Sigurðar bónda Benjamínssonar og Sigríðar Björnsdóttur frá Þverá, Þorlákssonar. Minning Árna hreppstjóra mun lengi lifa. 10. mars 1923. Magnús Björnsson. * Vísur. Enn er dauði í önnum. Enn er dauði í önnum, ötull hvetur ljáinn. Vonir velt’ í hrönnum, visna, hverfa í bláinn. En hjá öllum mönnum innsta lifir þráin, þó að feigðar-fönnum felist gleði stráin. Þrá að þelaleysi þegar vorar aftur; grimm jel engin geysi, glæðist sálar kraftur. Vona vonin dýra, vek mjer þrek að stríða; skapa hugsjón skíra, skapró góðs að bíða. Segin saga. Þeim er ei trúandi’ í þjóðarraun, sem þjóðræknistrumbuna berja mest, fái þeir bitling og forystulaun, förlast þeim sóknin er gegnir verst. Fnjóskuv. Nokkur kvæöi eftir Guttorm J. Guttormsson. „Verið heilagir“. Alt kvenfólkið vaknaði í kirkjunni brátt, er klerkurinn hnefann rak niður, og æpti svo glumdi í guðshúsi hátt, »ó, gáið að barninu í yður«. Vormenn. Sjá, vorið komst aftur til valda og veturinn flæmdi út í haf, en vormenn á völlum tjalda, sem vorið þeim endurgaf. Hvað hljómar svo hátt þar á fundi? Hvort heyri jeg þjóðsöng vorn? »0 guð vors lands« úti í lundi er leikið á silfurhorn. Segi og skrifa. ]eg óttast ei dauðann nje æðrast um hag minn eiginn — það segi og skrifa. — í lífinu sjálfu menn deyja hvern dag, í dauðanum sjálfum menn lifa, — og áfram á væng minnar vonar jeg svíf um veturinn lífsgróðursnauða, því vetur er dauðinn en vorið er líf. — í vændum er líf eftir dauða. Áróra. Eldfjallið morgun í austri gýs, eldsúlan gnæfir við háloft. Rautt eins og bál verður bláloft, birtist í skýjunum Áróra dís. Þoka þú myrkur! því dagur dóms dýrðlegur upp er að renna. Nóttin er byrjuð að brenna, kveður við ljóðstafur lúðurhjóms. Áróra kallar af himni há hugsanir manns út úr gröfum. Letrar hún leifrandi stöfum hugsanir guðs allan himininn á. Vetrarnótt. Þar ljósið af öllu er eingöngu gull, á uppheima leikvelli dagsólarbarna.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.