Óðinn - 01.10.1928, Blaðsíða 5
Ó Ð I N N
77
ur yflr Borgarfjörð. Bjargaði það lífi þeirra, að
hvergi var auð vök í fjörðinn. Komust sumir
þeirra að Hamri í Borgarhreppi og aðrir að Öl-
valdsstöðum. Voru þó lítt kalnir. Með þessari
sögu sannasl máltækið »oft eru kröggur í vetr-
arferðurm.
í sambandi við þessa sögu, finn jeg ástæðu
til að minnast hinnar merkilegu konu, Steinunn-
ar í Höjn. Höfn í Melasveit lá í hinni mestu
þjóðbraut, bæði sumar og vetur, svo lengi sem
Borgfirðingar urðu að sækja allar sínar nauð-
synjar til Akraness og Reykjavíkur. Peir voru
því næsta fáir Borgfirðingarnir, sem ekki höfðu
sjeð og heimsótt Steinunni í Höfn. Og enginn
myndi gleyma að minnast hennar, sem vildi
minnast hinna mestu kvenna. En hilt athuga
fáir sem skyldi, hvílík undur konur leggja á sig,
sem í þjóðbraut standa. Alt er gert fyrir gestina,
vakað við fataþurkun og matreiðslu. Heimilis-
fólk flýr í eitthvert skot úr rúmum og nýtnr lít-
ils næðis. Pær eru ekki svo fáar íslensku kon-
urnar, sem þannig hafa fórnað kröftum sínum.
Peim er það, sem heiðursmerkin ber, fremst
allra. En til þessa hefur þó slíkt gleymst. Stein-
unn var dóttir síra Porgrims í Saurbæ, og síð-
ari kona Pjeturs Sívertsens. Fyrri kona hans var
Sigríður, dóttir sira Porsteins Helgasonar i Reyk-
holti. Synir þeirra Pjeturs og Steinunnar voru
þeir Torfi bóndi i Höfn og prófessor sira Sig-
urður Sívertsen.
Steinunn var há og þrekin og allra kvenna
tígulegust. Framgangurinn djarflegur og hispurs-
laus og viðmótið milt og laðandi. Hún hafði
gylt hár, sem tók í beltistað. Á fegmð hennar
sýndist ellin lítið vinna. Var líkt með hana og
fjallatindana, sem skarta best í kvöldsólarskini,
að hún var jafnvel aldrei fegurri en á niræðis-
aldri: Pá var hið gullna hár hennar blandað
silfurhærum, og þá var gleðin og hlýjan enn á
yfirbragði hennar.
1 þessu sambandi finn jeg ástæðu til þess að
minnast hjer Iíka á Pjetur Sivertsen, mann frú
Steinunnar. Mjer er nafn hans svo minnistætt
frá mínum bernskuárum. Þegar jeg þá heyrði
talað um menn, sem bæru af að hreysti og at-
gerfi, var Sívertsen í Höfn jafnan fyrst talinn. Pá
höfðu fornsögurnar vakið hjá mjer ást á öllum
afreksmönnum. Práði jeg því að fá að sjá þenn-
an mann er allir dáðu svo mjög. Sú ósk mín
rættist. Vorið 1879 reið jeg fyrsla sinni hjá Höfn,
var þá einn á ferð á heimleið úr veri. Á vegin-
um utanvert við ána var maður á gangi, sem
gaf sig á tal við mig. Maður þessi var hár vexti
og herðabreiður, þykkur undir hendur og breið-
ur um brjóst, dökkhærður með alskegg. Þekti
jeg strags að þar var Sivertsen í Höfn, sem jeg
hafði lengi þráð að sjá. Talaði hann mjög
vingjarnlega við mig, meðal annars gat hann
þess, hve geysimikið flóð hefði þá nýskeð
hlaupið þar í ána. Mundi hann fá slik í vor-
Torfi P Sívertsen.
F. 7. des. |865, d. 7. nóv. 1908.
iPórunn Ríkarösdóttir.
leysingum. Enn fremur spurði hann mig eftir
vinnumönnum sínum, sem hann átti von á úr
veri. Hjetu þeir Ketill Rjarnason og Bjarni Ei-
ríksson. Pekti jeg þá menn báða vel. Var Ketill
frá Brautartungu i Lundarreykjadal en Bjarni
frá Brúsholti i Flókadal. Er nú þessi sami Bjarni
aldursforseti allra hjúa í Borgarfirði og hefur nú
um fimmtíu ár unnið á þessu sama heimili,
Höfn, með trúmensku og trygð til álthaga, fólks
og fjenaðar. — Þess má geta hjer, að Pjetur
Sívertsen andaðist á þessu sama sumri. — Sú
stund hefur staðið mjer jafnan svo einkennilega
ljóst í minni, er jeg sá í fyrsta sinni heim að
Höfn, og hafði tal af þessum nafntogaða manni.
Hans þreklega vaxtarlag og mikli svipur bar
svo langt af því sem er almennast. Jörðin sjálf,
hvað landslag snertir, vekur líka athygli. Túnið
eggsljett alda á bakka Borgarfjarðar, sunnan