Óðinn - 01.10.1928, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.10.1928, Blaðsíða 8
80 Ó Ð I N N frændur hans fleiri en einn skrifuðu honum ljóðabrjef við og við, þó einkum Jón Jónsson »lagsi«, sem var hagmæltur vel. Einu sinni var Kristján spurður um, hvers vegna að honum hefði búnast svo illa á Hróbjargarstöðum, en alt blómgast svo vel undir stjórn hans í Hítardal. Hann svaraði: »Jeg hef aldrei kunnað að fara með lítiðcf. — Svo mun og vera um margan stórhuga íslendinginn, sem aldrei kemst úr kútn- um. Til minja um málfærslu hans skal hjer til- færð vísa eftir Einar skáld á Harastöðum i Döl- um. Kristján átti þá í málaþrasi við hinn al- kunna Saura-Gísla: »Ó, þú mikli Mýraguð, sem margt hefur að sýsla, voldug tignin vegsömuð, vægðu Saura-Gísla«. Að hann var smiður og fjölhæfui maður sannar vísa um hann eftir Sigurð dannebrogs- mann á Jörfa: Krislján að gáfna kostum knástum ríkur, fær ástir. Drjúgvirkur, drengilega dragkistur smíðar fagrar. Sveitar og bústjórn bætir, bót vinnur mörgum fljóta. Glaðlyndur garaankvæði af góðum kann hug að bjóða. Dragkistusmíðið hefur Sigurði verið hugstætt fyrir það, að Kristján og hann höfðu gletst heima í Hítardal með hálfsmíðaða kommóðu. Sigurður kom sem gestur þar inn, sem Kristján var að smíða, steypir Kristján þá í hendingskasti botn- lausri skúífu yfir hann, og skorðast hún um axlir Sigurðar, svo hann gat ekki hreyft hend- urnar. Þá kvað Sigurður: Kristján, pegar kom jeg hjer, kveðju daufa sendi, botnlaust víti bauð hann mjer, en betur gera kvendi. Þá kvað Kristján: í bróðerni jeg bjó svo um að biluðu ekki hötdin, til þess að í tímanum tækir út syndagjöldin. Glögg finn jeg merki þess, að Kristjáni hefur verið Ijett um að kasta fram laglegri visu, og skulu hjer tilfærð sárfá dæmi: Eitt vor sem oftar fór Kristján út í Hvalseyjar með piltum sínum, að hirða um plóg i eyjunum (varp, kópaveiði og lundadráp). Gaf þeim ekki i land í nokkra daga. Siðasta morguninn, sem beðið var byrjar, var Kristján árrisull sem oftar. IJegar hann kom inn í búðina, vakti hann pilta sína með þessari vísu: Senn er komið leiði í land, lýðir hætti að blunda; upp i Akra siglum sand með sel, egg, dún og iunda. Kveðið á ferð: Riðið hart nú firðar fá, fjörgast margt hjá lýði, en slettist skartið okkar á, er pað vart til prýði. Heima í Hítardal: Á liúsum skeliur Hræsvelgur hart sem fjelli skrugga, klæðir Fellið') krapelgur, kemur svell á glugga. HeiIIaósk (Úr brjefi): Hverfi mæöa þung og þrá þýðum kiæða-runni, blíðum hæða buölung frá björgin flæði að munni. Til síra Guðm. á Kvennabrekku (úr brjefi); Kysstu fyrir mig konu þína, Kötu minat henni máttu seðil sýna, siðan brennist óþörf lina. J. J. Lagsi reri hjá formanni, er Sigurður hjet, vestur í Rifi; honum skrifaði Kristján brjef til að leggja gott til með frænda sinum, og er þetta þar: Berðu kæra kveðju mína konu þinni og þá bón, að hýrt hún hlynni honum frænda á vertíðinni. Síhrakinn af sjávarvosi, svakki og vökum gleðji hún hann með kaffi og kökum. Karlinn borgar það með stökum. Allir, sem vel þektu Kristján Kristjánsson, kendan við Ilítardal, minnast hans með virðingu og hlýju. Hvað bestan stuðning við samning þessara minningarorða hef jeg fengið frá Bjarna skipa- smið, syni sjerá Þorkels á Borg. Rúmsins vegna hef jeg ekki þorað að tilfæra alt, sem hann gaf 1) Húsafell eða bæjarfellið. Bærinn bjet fyr Húsafeil.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.