Óðinn - 01.10.1928, Blaðsíða 3
ó Ð I N N
75
H. Bj.: »Galdra-Loftur«. 1. þáttur.
. . . Fengi jeg aldrei að opna bók framar, fyndist mjer
jeg vera blindur . . .
um afarmikil, miðað við fólksfjölda í bæ og
nágrenni.
Hinar sýningarnar átti jeg ekki kost á að sjá,
en eftir blaðadómum og umsögn manna, er sáu,
hafa sýningar þessar einnig farið sjerlega vel frá
hendi og borið annan og fullkomnari svip, en
áður hefur tíðkast hjer á landi. Ér það og eðli-
legt þegar það er athugað, að þeim stjórnaði
maður með meiri listmentun á þessu sviði en
áður hefur verið völ á á Islandi.
Blöð og einstakir menn hafa farið eindregið
loflegum orðum um starfsemi Haraldar þennan
vetur, bæði leiksýningar hans í heild og leið-
beiningastarf, persónulegan leik hans og upp-
lestur. Aðsókn var og mjög mikil að leiksýn-
ingunum.
Áður en Haraldur Björnsson tók sjer far til
Kaupmannahafnar í vor, átti jeg tal við hann,
og spurði meðal annars, í hverjum tilgangi hann
hefði farið þessa hringferð hjer í vetur og hvern
árangur hún hefði borið. Taldi hann að slik
leikumferð hefði mikla þýðingu fyrir íslenska
leiklist í framtíðinni. Hefði hann kynst þeim
leíkkröftum, sem nú væri að finna og öðrum
skilyrðum fyrir leiklistarstarfsemi hjer á landi.
Er það vitanlega nauðsynlegt fyrir þann, sem
gera ætlar leiklist að æfistarfi sínu hjer.
Spurði jeg hanU þá, hverja nýja leikkrafta
hann hefði fundið, er honum voru ekki áður
kunnir. Nefndi hann, utan Rej'kjavikur, frú Ingi-
björgu Steinsdóttur á ísafirði, er gat sjer orðstír
fyrir Agnesi í Dauði Natans og Steinunni í
Galdra-Lofti. Ungfrú Sigrún Magnúsdóttir á ísa-
firði, er Ijek Guðnýu í Ljenharði fógeta og Dísu
í Galdra-Lolti. Ungfrú Sigríði Slefánsdóttur á
Akureyri, er Ijek þar Disu í Galdra-Lofti. Og
Johann Kroyer á Akureyri, er Ijek þar ráðsmann-
inn i Galdra-Lofti og Friðrik í Dauði Natans.
Sagði hann að þau hefðu öll mikla hæfileika til
leiks og i framtíðinni mætti mikils af þeim
vænta á sviði leiklistarinnar.
Það starf, sem Haraldur Björnsson leysti af
hendi hjer á landi s. 1. vetur, er ekkert meðal-
manns verk, þvi leikkraftar þeir, er hann hafði
við að styðjast, voru að sjálfsögðu mjög ósam-
stæðir og margir lítt ætðir. S. Kr.
sc
Dálítið brot úr hjeraðssögu
Ðorgarfjarðar.
Eftir Krislleif Þorsteinsson bónda á Stóra-Kroppi.
— — — Þenna sama vetur (1881) teptust
ferðamenn líka á sama bæ dögum saman. Urðu
stundum þungar búsifjar að búa undir sliku.
Hjer er að eins eitt dæmi:
Þá bjó í Höfn í Melasveit frú Steinunn Sivert-
sen. Þessi góða og glæsilega kona, er allir muna
er einusinni sáu hana, varð flestum Borg-
firðingum minnistæð af margra ára kynningu,
og á einn veg öllum. Hafði hún þá mist mann
sinn, Pjetur Sívertsen, fyrir hálfu öðru ári. Bygði
hún þetta ár hálfa jörðina Höfn Sigurði Odds-
syni, mági sínum.
Nú var það í fyrstu viku Góu, að margir
Borgfirðingar taka sig upp í Akurnesferð. Er þá
uppstytta nokkur. Ætluðu sumir þeirra til sjó-