Óðinn - 01.10.1928, Blaðsíða 28

Óðinn - 01.10.1928, Blaðsíða 28
100 ó Ð I N N FRÚ MARTA SVEINBJARNARDÓTTIR 16. júlí síðastl. andaðist hjer í bænum ung og góð kona, frú Marta Sveinbjarn- ardóttir. Hún var fædd 19. sept. 1901 og dvaldi í Reykjavík alla æfi sína. 13. des. 19J5 giftist hún eftir- lifandi manni sínum, ólafi Jóbannessyni kaupmanni, og eignuðust þau tvö börn; er annað þeirra á lífi. Marta sál. var prýðisvel gefin bæði Djúpu hjartasárin sviða; sorgarskuggar fölva kinn. Upp frá brjósti andvörp líða yfir dánarbeðinn þinn. Ástarrósin okkar beggja, er svo snemma bliknuð hneig. Nú á hennar leiði leggja lítinn skal hjer blómasveig. Þú varst stjarna, er skini skreyttir skuggum slungin tímans vöf, amastund í unað breyltir eins og himnesk náðargjöf. Skoðun þinni af hug óháðum hjeltstu fram með festu’ og greind. Djörf í hyggju, djúp í ráðum, dygg og sönn í allri reynd. Þegar eitthvað gerði græta geðið reynslustundum á, okkur jafnan komstu’ að kæta kærleiksrík og hýr á brá. til sálar og likama; fór henni alt vel úr hendi, sem hún vann að, og ávann hún sjer traust og velvild allra, sem henni kyntust. Enginn hjer- aðsbrestur verður við lát ungrar konu, en söknuður- inn er engu að síður sár hjá aðstandendum, ættingjum og vinum. Fer hjer á eftir kvæði, sem Sveinbj Biörns- son skáld kvað eftir frú Mörtu: Ylur bjó í orðum þínum, öll sem græddi hjartans mein. Yfir heiðum hugarsýnum himnesk vonarstjarna skein. Vonir andans áfram leita ástskyld hjörtu meðan slá. Fram á leið þær flugið þreyta. Fyrirheit, sem lífið á, bendir okkur: ofar skýjum eilíf náðarsólin skin. IJar í lífsins lundum nýjum ljómar fagra sálin þín. Dóltir kær, í drottins friði djúpum sofðu vært og rótt fyrir opnu himins hliði heiðiskrýnda gegnum nótt. Nið’r á harmahjarnið kalda himnesk leiðarstjarna skín. Áfram! Áframl enn skal halda. Áfram! þangað heim til þín. N.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.