Óðinn - 01.10.1928, Blaðsíða 16
88
Ó Ð I N N
EYjólfsstaðahjónin í Vatnsdal.
Þorsteinn Konráðsson bóndi á Eyjólfsstöðum
í Yatnsdal er fæddur á Múla undir Yatnsnes-
fjalli 10. sept. 1873. Konráð faðir hans var
ættaður úr Skagafirði og var Konráðsson, en
Guðrún I’orsteinsdóltir, móðir I’orsteins, var
húnvetnsk að ælt, sonardóttir þjóðhagans Þor-
steins á Grund í Vesturhópi. Sá Þorsteinn var
alhróðir Guðrúnar þorsteinsdóttur frá Gríms-
tungu, síðar á Haukagili, móður Þorsteins sál.
Eggertssonar, Egg-
erts í Vatnahverfi
og Ingibjargar fyr-
ri konu síra Jóns
Þorlákssonar frá
Tjörn. Guðrún í
Grímstungu ól
upp Guðrúnu
móður Þorsteins
á Eyjólfsstöðum,
gifti hana og gaf
foreldrum hans
V* jörðina Múla,
er þau byrjuðu
búskap.
Þorsteinn flutt-
ist með foreldr-
um sínum 1880
að Mýrum í Hrútafirði. Frá þeim unglingsárum
hefur hann líka sögu að segja og margir þeir,
sem nú eru fimtugir og þar yfir, og sem hann
lýsir á þessa leið í brjefi til þess er þetta ritar:
»Þröngt umhverfi, sá fátt er gæti mótað unglings-
sálina til þroska, fáar eða engar bækur, að eins
hvíldarlaust erfiði þeirra eldri í baráttunni fyrir
lífinu«.
Þorsteinn misti föður sinn 1888. Árið eftir
brá móðir hans búi á Mýrum og fluttist að
Haukagili í Vatnsdal til Hannesar f’orvarð-
arsonar, er hún giftist nokkru síðar. Hvarf
nú Þorsteinn af æskustöðvunum, er hann
minnist æ síðan með hlýjum huga, svo og
þeirra manna er þá opnuðu honum sýn í nýja
heima með kynningunni, svo sem síra Þor-
valds á Melstað, Jóns Skúlasonar á Söndum,
hins merka bændafrömuðar, og Einars bróður
hans, gullsmiðs á Tannstaðabakka, og þegar
dýpra er skoðað, kennir nokkurra áhrifa í at-
hafnalífi Þorsteins einmilt frá þessum mönnum.
— Árin 1891—’2 og 1892—’3 var Þorsteinn í
Flensborgarskóla og útskrifaðist þaðan. I’ótti
nokkuð kvikull við lestur námsbókanna og
óstýrilátur. En á þessum árum tók sönglistin
hug hans mjög fanginn, og eyddi hann miklum
tíma til hennar. Varð hann góður fiðluleikari
og hefur aldrei slitið trygð við það hljóðfæri.
Hann varð og góður organleikari.
I’egar Forsteinn hafði lokið námi í Flensborg,
hvarf hann heim til móður sinnar, sem þá var
orðin ekkja i annað sinn, vann henni um nokkur
ár, nema á vetr-
um fjekst hann við
barnafræðslu. Frá
1896 til 1900 var
hann fyrirvinna
hjá móður sinni,
en fór þá að
Eyjólfsstöðum til
tengdaforeldra
sinna: Jónasar
Guðm undssonar
og Steinunnar
Steinsdóttur og
giftist Margrjeti
dóttur þeirra 20.
júlí 1901.
Margrjet er fædd
á Eyjólfsstöðum
11. okt. 1879 og hefur dvalið þar æ síðan, nema
árið 1896 var hún í Reykjavík. Er hún hún-
vetnsk í báðar ættir. Guðrnundur faðir Jónasar
var ólafsson, bróðir Páls á Akri, föður síra
Bjarna sál. í Steinnesi. Þeir Páll og Guðmund-
ur voru synir Ólafs á Gilsstöðum, sonar Pals
Bjarnasonar prests á Undirfelli (1794 — 1838).
Steinunn móðir Margrjetar var ættuð af Skaga-
strönd, af hinni alkunnu Vindhælisælt, en upp-
eldisdóltír Sigurðar Sigurðssonar á Eyjólfsstöðum
og Margrjetar Gísladóttur. Voru þær því upp-
eldissystur Steinunn og Rannveig dóttir Sigurðar,
kona Björns Oddssonar frá Hofi í Vatnsdal,
móðir Magnúsar prófasts á Prestsbakka á Síðu
og Odds prentara.
Vorið 1903 byrjuðu þau Þorsteinn og Margrjet
búskap á hálfum Eyjólfsstöðum, og keyptu það ár
jörðina af foreldrum hennar. Fremur var bústofn-
inn lítill i fyrstu: (29 ær, 1 kýr, 6 gemlingar og 6
hross). Árið 1904 keyptu þau Bakka — næstu
Margrjet Jónasdóttir.
Porsteinn Konráðsson.